Tekst á við eftirköst veirunnar með nýju mataræði

Gwyneth Paltrow smitaðist af kórónuveirunni semma í faraldrinum.
Gwyneth Paltrow smitaðist af kórónuveirunni semma í faraldrinum. AFP

Leikkonan Gwyneth Paltrow fékk kórónuveiruna snemma í faraldrinum. Í pistli á vefsíðunni Goop segist hún hafa glímt við erfið eftirköst og er nýbyrjuð á sérstöku mataræði til þess að minnka bólgur í líkamanum. 

Paltrow segist hafa glímt við mikla þreytu og heilaþoku eftir veikindin. Í janúar ákvað hún að fara í heilsufarsskoðun þar sem í ljós kom að hún var mjög bólgin í líkamanum. Hún fékk sérfræðinginn Will Cole til þess að skoða niðurstöðurnar. Hann ráðlagði henni að fara á sérstakt mataræði en sagði það tæki hana langan tíma að ná fyrri heilsu. 

Paltrow fastar til klukkan 11 á hverjum degi. Hún borðar bæði eftir ketómataræðinu en líka jurtafæðu. Inn á milli borðar hún fisk og kjöt. Hún passar að borða ekki sykur og drekka ekki áfengi. Meðal þess sem Paltrow hefur eldað er hörpuskel, aspas og ætiþistlar. Hún hefur borðað sykurlaust kimchi og drukkið sykurlaust kombucha. 

Hún byrjaði einnig að taka inn bætiefni sem stuðla að betri þarmaflóru. Hún tekur meðal annars inn fiskiolíu, B-vítamín, D3-vítamín, sink og selen og C-vítamín.

mbl.is