„Við höfum um það bil 150 tækifæri á mánuði til að næra okkur“

Á þessum fjórða degi áskoruninnar veitum við næringunni athygli.

„Við höfum um það bil 150 tækifæri á mánuði til að næra okkur og því spyr ég þig: hvað ertu að næra? Hvað seturðu upp í þig, er það næring eða rusl? Veistu í raun hvað næring er? Það er svo mismunandi hvað við köllum næringu. Borðarðu til að seðja hungrið, þegar þér líður illa eða þegar þér líður vel? En hvað ertu að næra í raun og veru?“ segir Guðni Gunnarsson eigandi Rope Yoga-setursins. 

Hann segir næringu magnað tækifæri til að veita sér athygli, hvernig maður kemur fram við næringuna sem maður setur upp í sig. Að borða er því ekki það sama og að borða því næringin er stór áhersluþáttur. Hann fær oft skjólstæðinga sem vilja vera svona eða hinsegin og tala um að vilja minnka inntöku matar, grennast. En segir að það sé einfaldlega ekki rétt því hver og einn ræður hvað fer ofan í hann/hana svo það er eins gott að það sé ást en ekki ótti.

„Um leið og við skiljum næringuna þá vitum við að sérhver munnbiti sem upp í okkur fer hefur ásetning og verður að þeirri birtingu og því ljósi sem úr okkur verður, við kjósum þetta sjálf. Þegar við nýtum vatnið og næringuna, tyggjum matinn og erum til staðar meðan á þessu stendur þá nýtum við næringuna á allt öðrum forsendum. Það sýnir sig svo um munar að fólk þarf að vilja sig og næringuna sem það setur upp í sig, annars gerist ekki neitt,“ segir hann. 

Fyrir alla sem taka þátt í áskoruninni býðst opinn hópur Rope Yoga-setursins á Facebook, einnig eru æfingar öllum til handa á heimasíðu Rope Yoga-setursins

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál