Margir vildu ekki að hún grenntist

Rebel Wilson tók heilsuna í eigin hendur.
Rebel Wilson tók heilsuna í eigin hendur. Skjáskot

Rebel Wilson segir að margir hafi reynt að fá hana til þess að hætta við að grennast en árið 2020 lýsti hún því yfir að hún ætlaði að setja heilsuna í fyrsta sætið.

„Það voru svo sannarlega margir sem studdu ekki þessa lífsstílsbreytingu hjá mér,“ segir Wilson í hlaðvarpsþættinum Life Uncut.

„Ég átti ekki við neina alvarlega sjúkdóma að stríða en ég vissi að það hvernig ég borðaði tilfinningar mínar væri afar óhollt. Maður á ekki að takast á við tilfinningar sínar þannig. Hvort sem maður er ánægður eða leiður.“

„Ég var að verða fertug og ég vissi að ég gat orðið heilbrigðri. Ég samt elskaði mig stóra og það hélt mér aldrei frá því að gera það sem ég vildi,“ segir Wilson og bætir við að margir skildu ekki afhverju hún vildi breyta sér og héldu að velgengni hennar sem gamanleikkona væri líka vegna þess að hún væri í yfirvigt.

„Þetta var fólk sem vinnur við að koma mér á framfæri. Þau eru frábær í því sem þau gera en höfðu ekki skilning á mínu lífi. Þá voru margir á samfélagsmiðlum sannfærðir um að ég myndi hætta að vera fyndin. Líkaminn er bara eitt af þeim verkfærum sem hægt er að nota. Ég á mörg önnur verkfæri og mun bara reiða á meiri fjölbreytni héðan í frá. Í heild má þó segja að flestir hafi verið mjög hvetjandi og duglegir að hrósa manni,“ segir Rebel. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál