Gerði 3.139 armbeygjur á einum mánuði

Faye James er næringafræðingur og rithöfundur.
Faye James er næringafræðingur og rithöfundur. Skjáskot/Instagram

Faye James ákvað að taka þátt í átaki til styrktar geðheilbrigðismálum. Átakið fólst í því að gera um þrjú þúsund armbeygjur á einum mánuði. Það átti eftir að reynast erfiðara en hún átti von á.

Vika 1

„Í gegnum tíðina hef ég gert armbeygjur eftir hentugleika þannig að ég hélt að ég þyrfti ekkert að undirbúa mig fyrir svona átak. Hvað var ég að hugsa?“ segir James í pistli sínum á Body & Soul.

„Fyrsta daginn áttu þátttakendur að gera 74 armbeygjur. Það var alveg gerlegt. Maður dreifði þessu yfir daginn í tveimur til þremur lotum. En þegar ég vaknaði daginn eftir með harðsperrur og vissi að ég átti að gera 130 armbeygjur þann dag, 157 daginn eftir og 100 á fimmtudegi, þá var ég við það að bugast.

Þrátt fyrir að brjóta þetta upp í lotur var mikil brunatilfinning í höndum og öxlum. Oft var ég líka bara alls ekki í stuði til að gera armbeygjur. Á sunnudegi var hvíldardagur. Ég svaf eins og ungbarn og gerði teygjur til þess að lina sársaukann sem var umtalsverður.

Vika 2

Ný vika gekk í garð og áskorunin hélt áfram. Ég setti mér það markmið að gera 15 armbeygjur á 30 mínútna fresti í sex klukkustundir. Í hvert skipti sem ég stóð upp til að fá mér að drekka eða eitthvað þá gerði ég armbeygjur í leiðinni. Sársaukinn var enn til staðar og ég var farin að breyta til og gera armbeygjur á hnjánum. Sem betur fer mátti það!

Fimmtudagurinn var líklegast versti dagurinn. Ég átti að gera 220 armbeygjur og mér fannst það óyfirstíganlegt. Mér fannst ég ekki gera neitt annað allan daginn. Á föstudeginum gat ég varla hreyft mig þannig að ég byrjaði seint á armbeygjum þess dags.

Undir lok vikunnar var ég þreytt, viðkvæm og gat varla talað.

Vika 3

Allt fór skánandi í þriðju vikunni. Styrkur minn var að aukast og sársaukinn leið fyrr hjá. Það sem hélt mér gangandi var þessi góði málstaður sem ég var að berjast fyrir. Undir lok vikunnar var ég orkumeiri og stolt af árangri mínum. Samt voru axlir, handleggir og háls mjög aum. En upphandleggsvöðvarnir voru orðnir sverari.

Vika 4

Ég neita því ekki að ég var uppgefin. Mig langaði alls ekki að gera fleiri armbeygjur þannig að ég gerði öðruvísi æfingar sem voru leyfilegar í áskoruninni eins og til dæmis hnébeygjur og svoleiðis. Á lokadeginum var ég líkamlega búin á því en ótrúlega hamingjusöm og stolt af árangrinum. Ég kláraði 3.139 armbeygjur!“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál