13 ráð til að fá betri flóru

Hollur matur er undirstaða alls.
Hollur matur er undirstaða alls. Unsplash.com/Switlana

Það er alltaf að koma betur og betur í ljós hversu mikilvæg heilbrigð þarmaflóra er almennri heilsu. Góð flóra hefur jákvæð áhrif á andlega heilsu, minnið, húðina, hárið og í raun allt sem talist getur mikilvægt.

Það eru til nokkur einföld ráð til þess að hlúa að góðri flóru og viðhalda henni en hafa ber í huga að allt snýst þetta um að skapa hollar venjur sem maður getur viðhaldið út lífið. Þetta er ekki spretthlaup heldur langhlaup. 

  1. Settu þér það markmið að fá að minnsta kosti sjö tíma svefn á hverri nóttu.
  2. Hreyfðu þig reglulega. Vertu virk og á hreyfingu út daginn og reyndu svo almennilega á þig alla vega tvisvar í viku.
  3. Borðaðu meira grænmeti, hnetur og fræ. Passaðu að hafa úrvalið fjölbreytt.
  4. Forðastu að borða á milli mála og reyndu að fasta reglulega í 12 tíma yfir nótt.
  5. Stilltu áfengisneyslunni í hóf og veldu rauðvín umfram kokteila.
  6. Borðaðu minna af kjöti en veldu þá kjöt af bestu sort. Fiskur er líka góður.
  7. Ekki hugsa um hitaeiningar heldur frekar um næringarinnihald. Forðastu unnar matvörur.
  8. Matur sem hefur að geyma „prebiotic“ trefjar eru til dæmis laukur, ætiþistill, kál. Þetta er gott fyrir flóruna.
  9. Áttaðu þig á lækningarmátt góðs matar. Rétt mataræði getur stundum reynst manni jafnvel eða betur en ýmis lyf.
  10. Ef þú dettur í skyndibitann, reyndu að velja einfaldasta réttinn með fæstum hráefnunum. 
  11. Ekki bara herma eftir öðrum. Það sem virkar fyrir einn virkar ekki endilega fyrir annan. Hlustaðu á þinn líkama.
  12. Eldaðu eins oft og hægt er.
  13. Borðaðu eitthvað gerjað á hverjum degi eins og til dæmis kimchi, hreina jógúrt og kombucha.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál