Hvers vegna ættum við alls ekki að leggja okkur síðdegis?

Guðrún Kristjánsdóttir segir að það sé ekki gott fyrir okkur …
Guðrún Kristjánsdóttir segir að það sé ekki gott fyrir okkur að sofa síðdegis. mbl.is/Árni Sæberg

„Hvern langar ekki að leggja sig um miðjan dag eða síðdegis á köldu og myrku mánuðum ársins? Svefninn hefur verið mikið rannsakaður síðustu misseri vegna mikillar aukningar á svefntruflunum og megin niðurstöðurnar á lélegri nætursvefni er truflun á dægursveiflu, sem kölluð hefur verið líkamsklukkan. Þetta vita margir. Svo almenna svarið við því hvort æskilegt sé að að leggja sig á daginn er nei,“ segir Guðrún Kristjánsdóttir einn af eigendum Systrasamlagsins í sínum nýjasta pistli: 

En hvað hafa gömlu lífsvísindin um málið að segja?

Ayurveda eru auðvitað náttúruvísindi. Ef vestrænu vísindin eru skoðuð með tilliti til svefns þá hafa gömlu og nýju vísindin komist að sömu niðurstöðum sem er að við erum öll háð líkamsklukku / dægursveiflu. Í raun er manneskjan eins og blóm. 

Ayurveda fræðin eða vísindi lífsins hafa annars þetta um málið að segja:

Svefn er mikilvægur hluti lífs okkar. Magn og gæði svefns hefur mikil áhrif okkur. Og stundum úrslitaáhrif á heildarorkustig okkar og daglega líðan. Í ayurveda eru þrjár stoðir sagðar standa undir góðri heilsu. Það eru svefn, mataræði og orkustjórnun. Þegar öllum þessum stoðum er sinnt gætilega er lífið í jafnvægi og jafnvel auðvelt. Í hinum klassísku ayurveda textum Astanga Hrdayam segir: „Hamingja og óhamingja, næring og örmögnun, styrkur og veikleiki, kynferðislegt atgervi og getuleysi, þekking og fáfræði, líf og dauði - allt er háð svefni.“

Það er því greinilega mikil pressa á manneskjunni að fá góða næturhvíld!

En hvað ef svefninn kemst ekki fyrir í einni nóttu, eða ef þú ert einfaldlega örmagna? Ættir þú að gefast upp fyrir öllum hneykslisröddum um hvíld á daginn? Þar sem ayurveda á svar við flestu fer það eftir ýmsu. Meira úr fornu textunum: „Svefn á óviðeigandi tíma, umfram eða alls ekki, eyðir hamingju (heilsu) og má líka við kalaratri (gyðju dauðans).“

Þetta eru stór orð.

Almennt ráðleggja ayurfræðin að fólk leggi sig ekki daginn, ekki frekar en vestrænu svefnvísindin hafa að undanförnu ráðlagt með gagnreyndum rannsóknum.

Ef þú finnur fyrir þreytu síðdegis settu kannski fæturna upp við vegg eða farðu í gott jóga nidra (stundum er kallaður jógískur svefn) sem losar um streitu og bætir gæði nætursvefns. Farðu jafnvel út að ganga í síðdegissólinni eða þeirri birtu sem í boði er. Það getur hindrað losun melatóníns, syfjuhormónsins.

Semsé síðdegissvefn eða dagssvefn er ekki góður ávani fyrir heilbrigða fullorðna manneskju í venjulegu lífshlaupi. Engu að síður eru nokkur sjúkdómstilvik þar sem ayurveda bókstaflega ávísar dagsvefni, þ.e. ef það er ekki orsök vandans.

Þetta er þó kannski ekki alveg svona klippt og skorið. Ef þú þráir síðdegissístu er skásti kosturinn fyrir dagssvefn heitir sumardagar á fastandi maga. Þegar næturnar eru stuttar (við þekkjum það vel hér) fer vata (loftið/ether) orkan gjarnan úr jafnvægi og líkaminn þornar.

Talað er um að svefn á daginn auki kapha eða jarðar- og vatnsþætti líkamans sem eykur raka og smyr vefi líkamans. Dagsvefn getur því verið fullkomið móteitur við vata þurrki á sumrin.

Á öðrum árstíðum, þegar vatns- og jarðarþættirnir eru sterkari (hugsaðu um síðla vetrar og byrjun vors), mun svefn á daginn auka kapha á þann hátt sem er ekki er talið æskilegt. Þú gætir vaknað í slefpolli - köld, þrútin og syfjuð og með löngun í kökusneið.

Kjarni málsins? 

Ef þér líður illa á hundadögum sumarsins gefur ayurveda þér leyfi til að fá þér lúr. Restin af árinu? Farðu út og láttu náttúruna gefa þér orku eða farðu í jóga nidra.

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda