Var hrædd við kolvetni

Camila Mendes var hrædd við kolventi af óþörfu.
Camila Mendes var hrædd við kolventi af óþörfu. AFP

Riverdale-leikkonan Camila Mendes hefur átt í erfiðleikum með líkamsímynd sína í gegnum árin. Hún var óörugg með líkama sinn og það hjálpaði ekki að vinna fyrir framan myndavélar. Henni líður betur í dag eftir að hún fékk hjálp frá fagfólki. 

„Ég horfði á alla þætti og hugsaði guð minn góður, maginn minn þarna. Ég var svo óörugg og það fóðraði átröskunina,“ sagði Mendes í nýjum hlaðvarpsþætti að því fram kemur á vef The Hollywood Reporter. 

„Þegar þú ert nýkomin yfir tvítugt er líkaminn enn að breytast,“ sagði Mendes. „Ég horfði á sjálfa mig og reif mig niður, líkaminn minn, hakan, allt saman. Ég var heltekin. Þetta smitaðist út í leiklistina af því að ég var að leika fyrir framan myndavél, það eyðilagði ferlið.“

Svo kom sá tími að Mendes leitað sér hjálpar hjá ráðgjafa og næringarfræðingi. „Ég var hrædd við að borða kolvetni,“ sagði leikkonan. „Og það sem gerðist þegar ég forðaðist það í lengri tíma var að ég borðaði mikið og ældi. Svo þetta var hræðilegur vítahringur en hún hjálpaði mér og kynnti mig fyrir brauði aftur. Sjáðu þetta mun ekki drepa þig. Núna tölum við sjaldan um það í tímum.“

Leikkonan er mjög ánægð með að hafa fengið hjálp. „Ég held að ég hefði ekki getað þetta ein,“ sagði hún.  

Camila Mendes.
Camila Mendes. AFP
mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál