Edrú í fimm vikur

Katy Perry ásamt Orlando Bloom.
Katy Perry ásamt Orlando Bloom. AFP

Hollywood–parið Katy Perry og Orlando eru hætt að drekka, tímabundið. 

„Ég er búin að vera edrú í fimm vikur,“ sagði Perry á mánudaginn þegar hún var viðstödd kokteilviðburð á Mister Paradise í New York. „Ég og maki minn höfum sett okkur áskorun um áfengislausan lífstíl.“

Áfengisáskorun Perry og Bloom hófst einum mánuði eftir að Pirates of the Caribbean leikarinn sagði opinberlega frá því í viðtali við tímaritið Flaunt í febrúar að samband parsins væri oft á tíðum krefjandi. 

Parið ætlar sér að vera án áfengis í þrjá mánuði en Perry virðist eitthvað vera farin að erfiða.

Hún mætti á kokteilviðburðinn ásamt félögum sínum úr American Idol, Lionel Richie, Luke Bryant og Ryan Seacrest og sagði þar í léttu gríni: „Ég vil hætta í áskoruninni“ og þóttist gráta á meðan. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál