Forstofur í feng Shui-stíl

Spegillinn þarf að vera á réttum stað.
Spegillinn þarf að vera á réttum stað. mbl.is/Thinkstockphotos

Það er mikilvægt að góð orka sé í forstofunni, hún er það síðasta sem við sjáum áður en við höldum út í daginn og tekur sömuleiðis á móti okkur þegar við komum heim eftir langan vinnudag. 

Feng shui-sérfræðingurinn Heather Askinosie fór yfir það hvernig mætti búa til góða orku í forstofunni á vefnum MyDomaine. Mikilvægast er að búa til opið rými þar sem fólki líður eins og það sé velkomið og að finna lausnir sem koma í veg fyrir að drasl safnist saman. Góðar skúffur og körfur geta því komið að góðu gagni. 

Lifandi plöntur eru í tísku og þær eiga ekki bara heima í stofunni. Sérfræðingurinn mælir með því fólk hafi plöntur með rúnuðum laufum í forstofunni. Plöntur með oddhvössum blöðum eru sagðar hafa ógestrisna orku. 

Plöntur með rúnuðum laufum eru góðar í forstofuna.
Plöntur með rúnuðum laufum eru góðar í forstofuna. mbl.is/Thinkstockphotos

Birtan í forstofunni skiptir miklu máli þar sem góð birta skapar stemmningu sem býður fólk velkomið. Náttúruleg birta er góð og mælt er líka með því að fólk noti bæði loftljós og veggljós. 

Algengt er að speglar séu í forstofunni, það má þó alls ekki hengja þá upp beint á móti útidyrahurðinni samkvæmt feng shui-sérfræðingnum. Sömuleiðis má ekki vera erfitt að opna útidyrnar þar sem þær tákna ný tækifæri. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál