Ekki hengja upp spegla á þessum stöðum

Speglar eru fínir inni á baði en ættu þó ekki …
Speglar eru fínir inni á baði en ættu þó ekki að sýna baðherbergishurðina eins og hér sést. mbl.is/Thinkstockphotos

Speglar eru oft nefndir sem eitt helsta ráð þegar skreyta á ákveðin herbergi, stækka eða hleypa birtu inn. Speglum ætti þó ekki að koma fyrir hvar sem er, að minnsta kosti ekki ef farið er eftir feng shui-fræðum að því kemur fram á vef MyDomaine

Þegar feng shui og speglar eru annars vegar þarf að hugsa út í það hvað mun sjást í speglinum til dæmis eitthvað fallegt og það sem ber góða orku með sér. Erfitt getur verið að stjórna því að fólkið sem sést í speglinum uppfylli þessi skilyrði en bent er þó á að varast skal að bjóða fólki með neikvæða orku heim. 

Speglar eru algengir í forstofunni en þeir ættu þó ekki að vera staðsettir beint á móti útidyrahurðinni. 

Ekki ætti að hengja upp spegla í eldhúsinu og þá sérstaklega ekki beint á móti eldavélinni. 

Ekki láta speglana spegla draslið á heimilinu. Það er mikilvægt að spegillinn spegli eitthvað fallegt. 

Vinsælt er að hengja upp spegla á gangi en það ætti þó ekki að hengja spegilinn upp við enda gangsins. Dregur það úr góðu orkuflæði í húsinu. 

Spegill við skrifborðið. Skrifborð eru oft hlaðin ummerkjum um að það þarf að vinna og það vill enginn tvöfalda vinnumagnið með spegli. 

Það eru speglar á flestum baðherbergjum en sérfræðingur mælir þó með því að hengja ekki upp spegil beint á móti baðherbergishurðinni eða beint á móti klósettinu. 

Speglar fyrir ofan rúm er ekki góð hugmynd.
Speglar fyrir ofan rúm er ekki góð hugmynd. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is