Tennisdrottning undir japönskum áhrifum

Maria Sharapova á einstakt hús.
Maria Sharapova á einstakt hús. skjáskot/Yotube

Rússneska tennisdrottningin Maria Sharapova á einstaklega fallegt hús í Kaliforníu. Sharapova sem er einungis 32 ára en komst á toppinn aðeins 18 ára prýðir forsíðu nýjustu útgáfu Architectural Digest. Ásamt viðtali í blaðinu má sjá tíu mínútna langt innlit á heimili hennar á Youtube. Einfaldur stíll ræður ríkjum á heimavelli Sharapovu. 

„Ég ólst ekki upp með mikið af hlutum í kringum mig. Hreint þýðir heilbrigði að mínu mati. Ef þú notar ekki eitthvað þá þarftu það ekki,“ segir Sharapova í viðtalinu um mínimalíska stílinn. 

Sharapova var mjög upptekin af japanski fagurfræði þegar hún vann með fagfólki að hönnun hússins. Þrjú ár tók að byggja húsið en Sharapova er mjög sátt við útkomuna og sér líklega ekki eftir tímanum sem fór í vinnuna. Japanskur garður tekur á móti gestum áður en inn er komið. Í forstofunni eru stórir steypuveggir í aðalhlutverki og hætti Sharapova við að taka með öll gömlu listaverkin sín þar sem henni finnst hráu steyptu veggirnir vera listaverk í sjálfu sér. 


 
Maria Sharapova á Wimbledon-mótinu í júlí.
Maria Sharapova á Wimbledon-mótinu í júlí. mbl.is/AFP
mbl.is