Breytti fáum fermetrum í fallega íbúð

Fyrir og eftir í litlu íbúðinni sem Caroline gerði upp.
Fyrir og eftir í litlu íbúðinni sem Caroline gerði upp. Samsett mynd

Franski inn­an­hús­stílist­inn Carol­ine Chér­on hjá Bonjour á Óðinsgötu tók á dögunum litla íbúð í gegn. Íbúðin er bara 45 fermetrar, eitt alrými, sér eldhús og rúmgott baðherbergi. Caroline lagði upp með að reyna að stækka rýmið, stúka svefnaðstöðu af en á sama tíma hleypa birtu inn.

Það sem áður var alrými en hýsir nú stofu og lítið svefnherbergi ef svo má að orði komast er aðeins 25 fermetrar í heildina. Caroline vildi ekki byggja vegg en útbjó skemmtilega viðargrind sem býr til lítið svefnherbergi en hleypir um leið birtu inn í rýmið. Caroline málaði hluta svefnherbergisins grænt og rammaði þannig inn rýmið. Sömuleiðis rammaði hún inn stofuhlutann með veggfóðri.

Hér má sjá hvernig Caroline notar græna litinn til að …
Hér má sjá hvernig Caroline notar græna litinn til að afmarka svefnrýmið. Ljósmynd/Aðsend

Caroline segir að litrík veggfóður og málning hafi hjálpað til við að láta íbúðina virka stærri en hún er. Það skipti einnig máli að velja húsgögn í réttri stærð, ekki of lítil en ekki of stór.

Caroline er hrifin af veggfóðri og þegar blaðamaður spyr hvort að veggfóður séu að koma aftur í tísku segir hún að svo sé.

„Til að vera alveg hreinskilin þá held ég að Íslendingar séu seinir að taka við sér þegar kemur að veggfóðri þar sem veggfóður var til að mynda með „comeback“ í Frakklandi fyrir nokkrum árum,“ segir Caroline og segist vilja hjálpa Íslendingum að gera heimili sín litríkari. Nefnir hún að rannsóknir sýni fram á að fólk verði hamingjusamara þegar litir eru áberandi. 

Hér fyrir neðan má sjá útkomuna sem og myndir fyrir breytingu. 

Eftir breytingu:

Eldhúsið er gult og með skrautlegu svarthvítu veggfóðri.
Eldhúsið er gult og með skrautlegu svarthvítu veggfóðri. Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Veggfóðrið rammar inn stofuna.
Veggfóðrið rammar inn stofuna. Ljósmynd/Aðsend
Baðherbergið eftir breytingu.
Baðherbergið eftir breytingu. Ljósmynd/Aðsend

Fyrir breytingu:

Alrýmið fyrir breytingu.
Alrýmið fyrir breytingu. Ljósmynd/Aðsend
Baðherbergið fyrir breytingu.
Baðherbergið fyrir breytingu. Ljósmynd/Aðsend
Eldhúsið fyrir breytingu.
Eldhúsið fyrir breytingu. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is