Kristín Eva og Hjalti dæma í einni virtustu hönnunarkeppni heims

Kristín Eva Ólafsdóttir og Hjalti Karlsson eru meðal dómara í …
Kristín Eva Ólafsdóttir og Hjalti Karlsson eru meðal dómara í ADC-hönnunarsamkeppninni sem haldin er í New York.

Tveir íslenskir hönnuðir, Kristín Eva Ólafsdóttir og Hjalti Karlsson, munu dæma í ADC-hönnunarsamkeppninni í New York í mars. Keppnin er rekin er af The One Club for Creativity. Keppnin er sú elsta sinnar tegundar en hún hefur verið haldin árlega frá árinu 1921. Keppnin er þverfagleg og alþjóðleg og spannar vítt svið hönnunar, allt frá grafískri hönnun, myndlýsingum, umbúðahönnun, auglýsingum, rýmishönnun, ljósmyndum og allt þar á milli.

„Þetta er gífurlega mikill heiður og góð reynsla en við munum vera í hópi með dómurum frá stærstu auglýsingastofum heims, Nike, Google Creative Lab, Disney, NY Times, Apple og Condé Nast svo dæmi séu tekin. Dómnefndarstörfin eru gríðarlega umfangsmikil en fyrsta umferð fer fram stafrænt og sú síðari í New York og nær yfir þrjá daga. Það er því ljóst að þetta er skemmtilegt tækifæri til að sjá og upplifa allt það nýjasta sem gefur mikinn innblástur í fagið og þær hröðu breytingar sem eru að eiga sér stað,“ segir Kristín Eva sem hefur yfir 20 ára reynslu á sviði hönnunar sem hönnunarstjóri og einn af eigendum Gagarín. Hún er formaður FÍT (Félags íslenskra teiknara) auk þess að stunda MBA-nám við Berlin School of Creative Leadership. Kristín hefur ásamt samstarfsfólki sínu hjá Gagarín komið að fjölda verðlaunaðra sýninga heima og erlendis og má þar helst nefna Lava eldfjallasetur á Hvolsvelli, upplifunarsýningar í Perlunni, gestastofu þjóðgarðsins á Þingvöllum og mannréttindasýningu í Kanada. 

Hjalti Karlsson er stofnandi og aðalhönnuður Karlssonwilker-hönnunarstofunnar í NY. Hann hefur tekið þátt í fjölda athyglisverðra verkefna á ferli sínum, þar á meðal verkefni fyrir MINI / BMW, Museum of the Moving Image, Puma, Bloomberg Businessweek, MoMA, Viacom, Sotheby's, TIME Magazine, Swatch og Vitra. Hjalti er styrkþegi Torsten og Wanja Söderberg-verðlaunanna. Hjalti hefur áður fengist við dómnefndarstörf hjá Clio Awards og Red Dot-hönnunarverðlaununum.

„Mér finnst alltaf mjög gaman að dæma í svona hönnunarsamkeppnum og sjá hvað aðrir hönnuðir eru að gera. Ég hlakka til. Þetta er líka ágætisafsökun við að sleppa við að koma á skrifstofuna í nokkra daga,“ segir Hjalti. 

Herferð fyrir bílaframleiðandann MINI unnið af KarlssonWilker.
Herferð fyrir bílaframleiðandann MINI unnið af KarlssonWilker.
Þrjár gagnvirkar innsetningar sem Gagarín vann fyrir Vatnið í náttúru …
Þrjár gagnvirkar innsetningar sem Gagarín vann fyrir Vatnið í náttúru Íslands hlaut hin eftirsóttu Red Dot, best of the best 2019.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál