Bestu lausnirnar fyrir lítil eldhús

Skápar sem ná upp í loft gefa bestu nýtingu á …
Skápar sem ná upp í loft gefa bestu nýtingu á plássi. Sniðugt er að mála þá í sama lit og veggina til þess að þeir falli inn í heildina. Skjáskot/Instagram

Aukin borgvæðing þýðir það að fleiri búa þröngt. Við eignumst kannski meira af hlutum en höfum minna pláss fyrir þá. Eldhúsið er þar engin undantekning. Eldhúsið er svæði sem gegnir oft mörgum ólíkum hlutverkum. Þar er verið að matreiða, borða saman og jafnvel vinna. Sé eldhúsið lítið er nauðsynlegt að leita leiða til þess að nýta rýmið sem best.

Alhliða grisjun 

Sérfræðingar mæla með því að búa til lista yfir þá hluti sem maður á og það sem maður þarf á að halda. Fáir þurfa til dæmis 26 kaffibolla, sex ættu að nægja. Það þarf því að ráðast í alhliða grisjun á eigunum.

Skipulag skiptir máli 

Mælt er með því að lítil eldhús séu skipulögð þannig að allt sé á sama stað þ.e. að hægt sé að taka úr uppþvottavélinni og setja allt á sinn stað án þess að þurfa að fara hingað og þangað um eldhúsið. Og ef maður er að sjóða pasta þá geti maður síað vatnið frá beint í vask við hliðina á eldavélinni.


Tækjaskápur

Fyrir þá sem hafa ráðrúm til þess að verja fjármunum í skipulagningu eldhússins þá er búr- og tækjaskápur málið. Það má í mörgum tilfellum koma slíkum fyrir í litlum eldhúsum enda er búrskápur lítið annað en skápur með mörgum grunnum hillum fyrir tæki og annað smádót og stundum útdraganlegt vinnuborð. Sérfræðingar mæla með slíkum skápum þar sem fátt minnkar rýmið meira en mikið af hlutum úti um allt. 

Snúningsplata

Snúningsplata í skápum, skúffum eða ísskáp getur verið sniðug því þá sér maður betur það sem eru til. 


Efri skápar

Ef þú ert með efri skápa skaltu láta þá ná alla leið upp í loft. Sérfræðingar mæla með að mála skápana í sama lit og vegginn og loftið til þess að fá léttara yfirbragð, þá virkar hærra til lofts og myndar eina heild. 


Hengi í loftið

Ef það er hátt til lofts er hægt að nýta rýmið til þess að hafa slá þar sem hægt er að hengja upp potta og önnur áhöld.


Eldhúseyja

Ef þig dreymir um eldhúseyju en hefur ekki pláss getur lítið borð á hjólum gegnt sama hlutverki. Þá er hægt að rúlla því til hliðar þegar það er ekki í notkun auk þess sem hægt er að geyma hluti þar undir. 


Rennihurð

Sé eldhúsið lítið er hægt að íhuga hvort hægt sé að breyta eldhúshurðinni í rennihurð. Þannig skapast meira rými og meira veggpláss. 

Hér hefur hengi verið notað fyrir áhöld sem eru í …
Hér hefur hengi verið notað fyrir áhöld sem eru í mikilli notkun. Skjáskot/Instagram
Búr- og tækjaskápur eru mikið þarfaþing í eldhúsum. Annars væri …
Búr- og tækjaskápur eru mikið þarfaþing í eldhúsum. Annars væri allt þetta smádót uppi á borðum fyrir allra augum. Skjáskot/Instagram
Lítið borð á hjólum getur gegnt hlutverki eldhúseyju og veitt …
Lítið borð á hjólum getur gegnt hlutverki eldhúseyju og veitt aukið geymslurými. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál