Kom skilnaðarhúsinu við ströndina í tísku

Goldie Hawn lék í kvikmyndinni Best Friends sem kom út …
Goldie Hawn lék í kvikmyndinni Best Friends sem kom út árið 1982. Sama ár og viðtalið sem Barbara Walters tók við hana birtist. Þar sem sjá má hversu vel hún kom sér fyrir eftir skilnaðinn við Bill Hudson, í húsinu við ströndina í Malibu.

Það hefur oft verið fjallað um heitustu piparsveinahúsin en sjaldnar um hið fullkomna hús fyrir sjálfstæðu konuna sem er að skilja. Í gegnum árin hefur verið vinsælt að fá sér hús við ströndina í Malibu þegar breytingar verða á hjónahögum leikkvenna. Hver man ekki eftir fallega strandhúsinu sem Jennifer Aniston kom sér fyrir í eftir skilnað hennar og Brad Pitt á sínum tíma?

Stjarnan sem kom þessum skilnaðarhúsum við ströndina á kortið var engin önnur en leikkonan Goldie Hawn. Í viðtali sem Barbara Walters tók við hana árið 1982 þegar hún var nýskilin við barnsföður sinn, Bill Hudson, má sjá hvað fallegt umhverfi og sjálfstæði skiptir miklu máli í þessu samhengi. 

Goldie Hawn bjó í einstöku húsi í Malibu við ströndina …
Goldie Hawn bjó í einstöku húsi í Malibu við ströndina á níunda árat síðustu aldar.

„Það er erfitt að búa til meiri peninga en maðurinn sinn. Ég hef búið til meiri pening en mig hefði nokkru sinni dreymt um. En það er ekki auðvelt. Peningar geta stundum flækt hlutina,“ segir hún í viðtalinu. 

Þegar kemur að drauma húsinu við ströndina þá ákvað Goldie Hawn á sínum tíma að fylla húsið af öllu því sem hún átti og minnti hana á ferðalögin sem hún hafði farið um ævina. Hún var með Buddha styttu og allskonar skraut til að gera staðinn róandi og góðan. 

Hönnunin í húsinu við ströndina var einstök eins og sjá …
Hönnunin í húsinu við ströndina var einstök eins og sjá má á þessari mynd.

Hawn bjó í strandhúsinu um árabil. Hún seldi það árið 2011 fyrir 14,7 milljónir dala. Árin fyrir söluna þá leigði hún húsið út fyrir alla þá sem vildu upplifa orkuna við sjóinn eins og hún hafði gert á sínum tíma. 

Það jafnast fátt á við útsýni yfir sjóinn.
Það jafnast fátt á við útsýni yfir sjóinn.


 

mbl.is