Færri skilnaðir í ríkum úthverfum

Hjón í ríkum úthverfum eiga það til að vera afar …
Hjón í ríkum úthverfum eiga það til að vera afar hamingjusöm. AFP

Ef til vill getur hverfið sem maður býr í verið lykillinn að góðu hjónabandi ef marka má niðurstöður könnunar bresku fasteignasölunnar Savills. 

Í Bretlandi endar eitt af fjórum hjónaböndum í skilnaði á landsvísu. En sé litið til ákveðinna hverfa þá er dreifingin allt önnur. Í úthverfum á borð við Harrow í norðvesturhluta London og Redbridge í norðausturhluta London þá er tíðni skilnaða aðeins um 13%. Þá er fólk einnig afar hamingjusamt á stöðum á borð við Hertfordshire, Winchester og Guildford. Þar er fasteignaverðið hátt og skilnaðir fátíðir.

„London er svo full af fólki og menguð. Allir virðast vera stressaðir. Það líf hentaði okkur alls ekki,“ segir Ufir Kaparaboina forritari sem ákvað að flýja London út í úthverfin. „Við vildum stað sem studdi við fjölskyldulífið án þess þó að þurfa að fara langt frá borginni.“

Raunveruleikinn ekki eins og í The Holiday

Sérfræðingar segja það erfitt að meta í þessu tilfelli hvort komi á undan eggið eða hænan. „Einhleypir hafa ekki efni á að kaupa hús í þessum hverfum og þess vegna velst fólk þangað sem er efnað eða í tveimur vinnum. Þá er líka vitað að pör sem ekki glíma við mikla fjárhagsörðugleika eiga það til að endast lengur saman. Oftast eykst samt skilnaðartíðni í takt við uppgang fasteignamarkaðarins þar sem fólk getur þá grætt á eigninni og haldið hvort í sína áttina,“ segir Lucian Cook hjá Savills.

Þeir sem skilja velja svo oftast að flytja úr úthverfunum. „Maður skyldi ætla að það að vera einhleypur í sveitinni sé eins og að lifa í bíómyndinni The Holiday. Veruleikinn er hins vegar annar og flestir einhleypir kjósa að flytja annað. Það er ekkert verra en að vera alltaf að rekast á fyrrverandi makann í kjörbúðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál