Kona ársins selur glæsihús á Tálknafirði

Rúna Sif Rafnsdóttir var valin Kona ársins af lesendum Smartlands …
Rúna Sif Rafnsdóttir var valin Kona ársins af lesendum Smartlands 2021. mbl.is/Kristinn Magnússon

Rúna Sif Rafnsdóttir var kosin Kona ársins af lesendum Smartlands í desember 2021. Ástæða þess er að hún bjargaði lífi, Elds Elís Bjarkasonar, þegar honum var vart hugað líf. Rúna Sif hefur búið á Tálknafirði ásamt eiginmanni sínum og börnum. Nú hyggst fjölskyldan flytja til Reykjavíkur og því er húsið komið á sölu. 

„Mér finnst þetta mjög óraun­veru­legt og stórt. Mér finnst það merki­legt og ekki eitt­hvað sem ég hafði velt fyr­ir mér þegar þetta magnaða og óvænta ferðalag hófst. Það að sjá nafn sitt mikið til umræðu und­an­farið hér og þar, að fá þenn­an mikla heiður frá ykk­ur með að vera kos­in kona árs­ins og að fá all­ar þess­ar fal­legu kveðjur frá fólki sem ég þekki og þekki ekki er mikið og stórt. En þessi saga er líka svo stór og fal­leg. Það sem ég gerði var stórt og ég skil að fólk sjái það, en þarna var lítið barn í neyð og þurfti hjálp til að halda líf­inu. Ég finn ekki orðin yfir hversu þakk­lát ég er hvernig þetta fór og að ég hafi getað hjálpað,“ seg­ir Rúna Sif.  

Heimili Rúnu Sifjar og Jónatans Guðbrandssonar eiginmanns hennar er 252 fm. Um er að ræða einbýli við Miðtún á Tálknafirði. Húsið var byggt 1976 og hefur verið endurnýjað mikið síðan. Í eldhúsinu er til dæmis hvít sprautulökkuð innrétting og útsýni út á fjörð. 

Eins og sést á fasteignavef mbl.is þá er húsið einstaklega fallegt og smart. 

Af fasteignavef mbl.is: Miðtún 13 

mbl.is
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál