Hafsteinn og Karitas flytja í 220 milljóna hús

Hafsteinn Júlíusson og Karitas Sveinsdóttir.
Hafsteinn Júlíusson og Karitas Sveinsdóttir. Ljósmynd/Aldís Páls

Hafsteinn Júlíusson og Karitas Sveinsdóttir, eigendur HAF studio, hafa fest kaup á einbýlishúsi við Fjölnisveg 14 í Reykjavík. Um er að ræða 306 fm einbýli sem byggt var 1934. Húsið stendur á hljóðlátum stað í Þingholtunum og býr yfir sjarma þess tíma sem það var byggt á. 

Hjónin eru þekktar smekkmanneskjur en þau hafa gert upp fjölda íbúða og húsa fyrir sjálfa sig og hannað veitingastaði, verslanir og heimili fyrir fólk undir merkjum HAF. 

Húsið stendur við Fjölnisveg í Reykjavík.
Húsið stendur við Fjölnisveg í Reykjavík.
Sjarmerandi garðskáli tilheyrir húsinu.
Sjarmerandi garðskáli tilheyrir húsinu.

Áður en Hafsteinn og Karitas festu kaup á húsinu við Fjölnisveg bjuggu þau á öðrum stað í miðbænum, nánar tiltekið við Laufásveg. Hjónin festu kaup á því húsi fyrir nokkrum árum og endurbættu mikið. Þau settu til dæmis svipsterkan marmara í eldhúsið sem fer vel við ljósar eikar-innréttingar úr þeirra smiðju. 

Hér má sjá myndir af eldhúsinu í gamla húsinu þeirra. …
Hér má sjá myndir af eldhúsinu í gamla húsinu þeirra. Marmarinn setur mikinn svip á rýmið. Ljós­mynd/​Adela Auriga
Frontarnir á innréttingunni eru frá HAF studio.
Frontarnir á innréttingunni eru frá HAF studio. Ljós­mynd/​Adela Auriga
Stór skápaveggur prýðir eldhúsið.
Stór skápaveggur prýðir eldhúsið. Ljós­mynd/​Adela Auriga
Horft inn í eldhús úr borðstofunni.
Horft inn í eldhús úr borðstofunni. Ljós­mynd/​Adela Auriga

Það verður forvitnilegt að fylgjast með hjónunum á nýjum stað. Þau eiga án efa eftir að töfra fram eitthvað fallegt sem gleður augað. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál