Á von á barni með sínum fyrrverandi

Konan er ekki viss um hvort hún eigi að halda ...
Konan er ekki viss um hvort hún eigi að halda barninu. mbl.is/Thinkstockphotos

Kona sem er ólétt eftir fyrrverandi eiginmann leitaði til E. Jean ráðgjafa Elle.

Kæra E. Jean. Fyrir sjö mánuðum síðan endurnýjaði ég kynni mín við fyrrverandi eiginmann minn sem er nú kvæntur annarri konu. Heimskulegt, ég veit! Hann sagðist enn elska mig og að hann væri að reyna komast úr hjónabandinu. Það kom í ljós að þau hjónin voru í glasameðferð allan tímann. Nú er ég ólétt og líka eiginkona hans, hún á von á tvíburum. Svo mín spurning er á ég að eyða fóstrinu og láta hann komast í burtu án allrar refsingar. Eða á ég að eignast barnið?

Mig hefur alltaf langað til þess að verða móðir en þessar kringumstæður eru hræðilegar. Ef ég eignast barnið þýðir það að fjölskyldur okkar og vinir vita að ég reyndi að eyðileggja hjónabandið. Þetta barn mun verða annars flokk manneskja. Konan hans og tvíburarnir munu alltaf vera í fyrsta sæti, þau sem fá fjarhagslegan stuðning. Hann sagði mér að ef ég ákveð að eignast barnið vildi hann halda því leyndu frá konunni sinni, fjölskyldu og fyrir heiminum.

Núverandi eiginkona mannsins er líka ólétt.
Núverandi eiginkona mannsins er líka ólétt. mbl.is/Thinkstockphotos

En þetta gæti verið minn síðasti séns til þess að eignast barn. Ég er 35 ára. Get ég virkilega verið einstæð móðir? Nýlega endurnýjaði ég kynni við yndislegan mann sem bað mig um að flytja með sér og minntist á hjónaband. Ef ég held þessu barni gæti ég misst þennan mann. En mun ég sjá eftir því alla ævi ef ég eyði fóstrinu? Ætti ég að verða einstætt foreldri og vona að einhver muni elska mig einhvern daginn?

E. Jean finnst maðurinn vera hræðilegur en ráðleggur henni að eiga barnið ef hún treysti sér að vera einstætt foreldri. Ef hún treystir sér hins vegar ekki í að vera einstæð þá geti hún annaðhvort eytt fóstrinu eða fætt barnið og gefið það til ættleiðingar.

Hún útskýrir fyrir henni að hún geti enn átt barn þótt hún sé orðin 35 ára. Líkurnar minnka þó töluvert og eru tíu prósent líkur hjá konum yfir 35 ára að verða óléttar og aðeins fimm prósent þegar þær eru orðnar fertugar.

Lífið er stanslaust vandamál elskan. Ég mun ekki fara í kosti og galla ættleiðingar hér. Ráðgjafi eða lögfræðingur sem sérhæfir sig í þeim efnum getur útskýrt það fyrri þér miklu betur en ég get. Það sem ég vil segja þér er að taka manninn út úr myndinni.

Einn maður (pabbinn) er tilgangslaus lygari og er að reyna stjórna þér með því að segja þér að halda óléttunni leyndri. Hann mun örugglega bjóða þér peninga til þess að fela það. Hinn maðurinn er stórt spurningarmerki. En þú ert nú þegar byrjuð að hugsa ef ég held barninu gæti ég misst hann. Þessi maður er nýkominn í myndina. Leyfðu mér að endurtaka. Taktu báða mennina út úr myndinni.

E. Jean segir að hún geti ekki reitt sig á mennina. Hún geti bara treyst sjálfri sér.

mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is

Eyðir þú peningum vegna hugarangurs?

Í gær, 15:49 Fjölmargar rannsóknir á áhrifum föstu hafa sýnt fram á að áhrifin eru ekki aðeins líkamleg, heldur upplifa þeir sem fasta gjarnan andlega upplyftingu. En hvernig getum við heimfært hugmyndafræði föstunnar yfir á önnur svið lífsins?,“ segir Edda Jónsdóttir leiðtogamarkþjálfi. Meira »

Þorirðu að gera eitthvað öðruvísi í sumar?

Í gær, 12:46 Stuttar buxur, hvort heldur sem er stuttar útvíðar við ökkla, eða stuttbuxur í alls konar litum verða allsráðandi í sumar. Einnig eru síðar útvíðar buxur áberandi fyrir sumarið. Ertu tilbúin í herlegheitin? Meira »

Á ég að loka á gifta manninn?

Í gær, 09:46 „Ég kynntist manni sem á konu. Hann er rosalega ljúfur og góður og við svakalega góðir vinir. Samband okkar þróaðist úr vináttu og í eitthvað meira. Hann og konan hafa átt í miklum vandræðum og er samband þeirra mjög slæmt og augljóst að hann ber litlar sem engar tilfinningar til hennar.“ Meira »

Aldur færir okkur hamingju

Í gær, 09:00 Mörg okkar lifa í þeirri blekkingu að lífið verði minna áhugavert með aldrinum. Á meðan rannsóknir sýna að það er einmitt öfugt. Með aldrinum öðlumst við þekkingu, reynslu, auðmýkt og hamingju samkvæmt rannsóknum. Meira »

Gáfu gömlu eldhúsinnréttingunni nýtt líf

Í gær, 06:00 Þórunn Stella Hermannsdóttir og Davíð Finnbogason breyttu eldhúsinu hjá sér á dögunum þegar þau máluðu myntugræna eldhússkápana hvíta á lit. Þórunn Stella myndaði ferlið frá a til ö. Meira »

Mættu í hettupeysum og pilsum

í fyrradag Mörgum þykir hettupeysur bara ganga við gallabuxur. Fólk á þessari skoðun ætti að fara að endurforrita tískuvitund sína þar sem nú eru hettupeysur og pils aðalmálið. Meira »

Hryllileg stemming hjá Gucci

í fyrradag Í sal sem minnti á skurðstofu gengu litríkar fyrirsætur Gucci niður tískupallinn. Litrík föt féllu í skuggann á óhugnanlegum aukahlutum. Meira »

Fimm ástæður fyrir kynlífi í kvöld

í fyrradag Það er hægt að finna fjölmargar góðar ástæður fyrir því að stunda kynlíf fyrir utan þá augljósu, bara af því það er gott.   Meira »

Árshátíð Árvakurs haldin með glans

í fyrradag Gleðin var við völd þegar Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, mbl.is, K100 og Eddu útgáfu, hélt árshátíð sína í Gamla bíó um síðustu helgi. Meira »

„Enginn fullorðinn vill láta skipa sér fyrir“

í fyrradag „Það sem eldra fólk er að fást við er að stórum hluta að aðlagast breyttum aðstæðum og vinna sig í gegnum söknuð. Sem dæmi eru margir búnir að missa maka sinn, missa hreyfigetuna, sumir þurfa að aðlagast að flytja á hjúkrunarheimili og búa þá ekki í sínu húsi eins og þau eru vön. Breytingar þegar við verðum eldri, getur komið út í reiði.“ Meira »

Heimilislíf: Miklu rómantískari en áður

í fyrradag Elín Hirst býr ásamt eiginmanni sínum, Friðriki Friðrikssyni, í fallegu einbýlishúsi á Seltjarnarnesi. Eftir að hjónin fluttu varð Elín miklu rómantískari. Hún keypti til dæmis kristalsljós á veggina og speglaborð úr Feneyjagleri. Meira »

Íslenskur karl berst við einmanaleika

í fyrradag „Er rúmlega þrítugur og aldrei verið í sambandi og hef verið að berjast við gífurlegan einmanaleika. Ég hef reynt allnokkrum sinnum að tengjast einhverjum en fæ höfnun á eftir höfnun. Ég reyni að halda höfði en það er farið að reynast erfitt.“ Meira »

Skortir kynlíf en vill ekki halda fram hjá

21.2. „Ef ég stunda ekki kynlíf verð ég slæmur í skapinu en kynlífið með kærustunni er alveg dottið niður. Ég vil ekki vera náinn einhverjum öðrum, ég vil bara meira kynlíf með kærustunni minni.“ Meira »

Hvers vegna viltu dýrt heimili?

21.2. Heimilið á að segja sögu okkar og alls staðar þar sem reynt er of mikið til að allt líti sem dýrast út, það er ekki heimili sem er að virka eins og það á að gera. Þar er verið að skapa ímynd sem er ekki raunveruleiki heldur draumur um eitthvað annað líf. Þar sem sótt er í það sem á að vera „æðislegra” en það sem er. Meira »

Allt á útopnu í Geysi

21.2. Það var margt um manninn við sýningaropnun í Kjallaranum í Geysi Heima á laugardaginn þegar Halla Einarsdóttir opnaði einkasýningu sína, ÞRÖSKULDUR, SKAÐVALDUR, ÁBREIÐUR. Fjöldi fólks lagði leið sína á Skólavörðustíginn en boðið var upp á léttar veitingar. Meira »

Er sjálfsfróunartæknin vandamálið?

21.2. „Hann hefur aldrei fengið fullnægingu eða sáðlát við samfarir. Hann sagði mér nýlega að hann fróaði sér á maganum (liggur með andlitið niður og nuddar sér upp við rúmið).“ Meira »

Ófrjósemi er ekkert til að skammast sín fyrir

21.2. Eftir þrjú ár af árangurslausum tilraunum til þess að eignast barn hafa Eyrún Telma Jónsdóttir og unnusti hennar Rúnar Geirmundsson ákveðið að leita sér frekari hjálpar. Meira »

Mjöður sem kveikir meltingareldinn

21.2. „Logandi sterkur eplasíder er magnað fyrirbæri og eitthvað sem við ættum öll að brugga á þessum tíma árs. Svona mjöður „bústar“ ofnæmiskerfið og hitar okkur frá hvirfli ofan í tær. Nú er lag að skella í einn (eða tvo) til að koma eldhress undan vetri,“ segir Guðrún Kristjánsdóttir í Systrasamlaginu í sínum nýjasta pistli. Meira »

Er ég of ung fyrir botox?

21.2. „Ég er tæplega þrítug og farin að hafa áhyggjur af því að eldast. Það eru ekki komnar neinar sjáanlegar hrukkur en andlitið mitt er farið að missa fyllingu og verða „eldra“ í útliti,“ spyr íslensk kona. Meira »

Katrín átti ekki roð í Naomi Campbell

20.2. Katrín hertogaynja er ekki alltaf best klædda konan á svæðinu. Á mánudaginn fyllti hún Buckingham-höll af fagfólki.  Meira »