Heillandi verkum Guðrúnar fagnað

Málverkasýning Guðrúnar Einarsdóttur undir yfirskriftinni „Málverk“ var opnuð með glæsibrag á dögunum í Gallerí Gróttu á Seltjarnarnesi. Hópur af fólki lét sjá sig á opnuninni sem er ekkert skrýtið því verkin eru heillandi. 

Verkin á sýningunni eru öll ný og sýna þau ríka efniskennd og áþreifanlegt yfirborð fullt af smáatriðum. Viðfangsefnin eru náttúran og náttúruöflin, þar sem Guðrún beitir margvíslegum efnistökum og vinnur með fjölbreytt birtingarform olíuefnanna. Vinnan á bak við hvert málverk er afar flókin og ferlið langt en samkvæmt Guðrúnu tekur það hana um 1-3 ár að fullvinna hvert verk. Sýningin stendur yfir til 22. desember. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál