Vigdís Finnbogadóttir mætti í Hafnarhúsið

Vigdís Finnbogadóttir mætti á sýninguna í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu. Með ...
Vigdís Finnbogadóttir mætti á sýninguna í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu. Með henni á myndinni er Lín Wei, fiðluleikari í Sinfoníuhljómsveit Íslands. mbl/Arnþór Birkisson

Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, mætti á tískusýningu „In­ternati­onal Young Fashi­on Designers Showca­se Tour“ á föstudag í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Auk hennar voru fjölmargir gestir sem tilheyra tísku- og hönnunargreininni hér á landi. Sýningin sem er alþjóðleg sýningarröð með fatahönnuðum frá Hong Kong, Kína, Panama, Tansaníu og Íslandi er hugarefni Annie Wu. Wu, sem tilnefnd var sem ein af tíu áhrifamestu konum Kína árið 2002, stóð fyrir tískusýningunni í Hafnarhúsinu á föstudag. Mark­miðið með sýn­ing­unni er að beina sjón­um að ung­um og upp­renn­andi fata­hönnuðum.

Formleg opnun sýningarinnar „In­ternati­onal Young Fashi­on Designers Showca­se Tour“ var ...
Formleg opnun sýningarinnar „In­ternati­onal Young Fashi­on Designers Showca­se Tour“ var á föstudag. Hér má sjá m.a. Lín Wei, Kristínu Aðalbjörgu Árnadóttur, Vigdís Finnbogadóttir, Annie Wu og Steinunni Siguarðar fatahönnuð. mbl/Arnþór Birkisson

Al­menn­ing­ur gat skoðað sýninguna í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu á laugardag. Sýningin var formlega opnuð á föstudag fyrir boðsgesti. Þeir sem sýndu hönnun sína voru: Hildur Yeoman, Veronice Angel, Jarel Zhang Sing, Chin Lo, Janne, Kanoe, Kenny Li, Kemi Kalikawe, Mary Yu, Mountain Yam,Tony Vergara og QIQI.

mbl/Arnþór Birkisson
mbl/Arnþór Birkisson
mbl/Arnþór Birkisson
mbl/Arnþór Birkisson
mbl/Arnþór Birkisson
mbl/Arnþór Birkisson
mbl/Arnþór Birkisson
mbl/Arnþór Birkisson
mbl/Arnþór Birkisson
mbl/Arnþór Birkisson

Smartland birti viðtal við Annie Wu á föstudag. 

Kristín Aðalbjörg Árnadóttir, fyrrverandi sendiherra Íslands í Kína og núverandi sendiherra jafnréttismála á vegum utanríkisráðuneytisins, segist heilluð af sýningunni á föstudag. „Ég held og vona að þessi vettvangur sem Annie Wu er að leggja drög að muni fela í sér aukin tækifæri fyrir íslenska hönnuði á erlendri grundu.“ 

Kristín kynntist Annie Wu þegar hún var sendiherra í Kína á sínum tíma. Þetta verkefni er eitt af þeim verkefnum sem utanríkisráðuneytið kemur að. Staða Kristínar í ráðuneytinu er ný. „Ríkisstjórnin setur jafnréttismál í forgrunn. Við viljum hvetja til framfara bæði hér á landi og erlendis. Auka skilning á sjónarmiðum okkar, mikilvægi jafnréttis fyrir þróun samfélaga, hagsæld og hamingju. 

Steinunn Sigurðardóttir hélt ræðu við opnun sýningarinnar. Hún blés ungum hönnuðum von í brjóst. Steinunn er með víðtæka reynslu á sviði tísku og hönnunar. Er með sitt eigið merki, en hefur einnig reynslu af því að starfa fyrir Ralph Lauren og Calvin Klein svo eitthvað sér nefnt. 

Áslaug Snorradóttir sá um veitingar fyrir sýninguna sem voru fallegar og framandi. 

Margir voru á tískusýningunni í Hafnarhúsinu.
Margir voru á tískusýningunni í Hafnarhúsinu. mbl/Arnþór Birkisson
Gestir gæddu sér að dýrindis mat sem var gerður af ...
Gestir gæddu sér að dýrindis mat sem var gerður af Áslaugu Snorradóttur. Hún er á myndinni í bláum fatnaði. mbl/Arnþór Birkisson
Flottir gestir í Hafnarhúsinu á föstudag.
Flottir gestir í Hafnarhúsinu á föstudag. mbl/Arnþór Birkisson
Gestir í Hafnarhúsinu á föstudag.
Gestir í Hafnarhúsinu á föstudag. mbl/Arnþór Birkisson
Fjölmennt og góðmennt í Hafnarhúsinu. Fyrir miðja myndina standa þau ...
Fjölmennt og góðmennt í Hafnarhúsinu. Fyrir miðja myndina standa þau Kristín, Annie Wu og Vigdís Finnbogadóttir fyrrum forseti Íslands. mbl/Arnþór Birkisson
Prúðbúnir gestir Hafnarhúsins.
Prúðbúnir gestir Hafnarhúsins. mbl/Arnþór Birkisson
mbl.is

Fegrunarráð Gemmu Chan

15:00 Leikkonan Gemma Chan hefur fengið orð á sig fyrir að vera nútíma Audrey Hepburn. Hún er klassísk og alltaf vel til höfð. Hvernig fer hún að því að fá húðina til að ljóma á þennan hátt? Meira »

Mega konur ekki ganga í jakkafötum?

12:00 Þegar Blake Lively klæðist jakkafötum er það fréttaefni en ekki þegar karlarnir við hlið hennar gera það. Leikkonan hvetja konur til þess að gera það sem menn gera án þess að vera strídd fyrir það. Meira »

Makinn vill ekki að ég hitti vinkonur mínar

09:00 „Hann virðist stöðugt óttast að eitthvað gerist og tilhugsunin um að „sleppa“ mér einni virðist vera meira en hann ræður við. Það er orðið mjög erfitt fyrir mig að afsaka mig frá því að hitta vinkonur mínar og þegar til dæmis er talað um að fara til útlanda saman þá fæ ég bara kvíðahnút í magann af því ég veit að það er í rauninni ekki möguleiki fyrir mig, það kostar of mikið álag.“ Meira »

Fór til Noregs eftir hrun en kennir nú jóga

05:30 Bríet Birgisdóttir hjúkrunarfræðingur sérhæfir sig í námskeiðum í jóga og svefni hjá Heilsu og Spa. Reynsla hennar spannar allt frá gjörgæsludeild spítalanna yfir í lýðheilsuverkefni í samstarfi við norska hamingjusérfræðinga. Meira »

Pör sem hættu saman en eru enn bestu vinir

Í gær, 23:59 Nokkrum fyrrverandi pörum í Hollywood hefur tekist það ómögulega, að halda vinskapnum þrátt fyrir að ástarsambandið sé búið. Meira »

Þetta drepur alla stemmingu í rúminu

Í gær, 21:00 Það þarf ekki meira til en símhringingu frá mömmu þinni seint um kvöld svo að allir fari strax aftur í náttbuxurnar.   Meira »

„Það eru allir að reyna að vera fullkomnir“

Í gær, 18:00 Leikkonan Kristen Bell kemur fram í hjartnæmu viðtali og sýnir að stjörnurnar i Hollywood eru ekki ólíkar okkur hinum. Það eru allir með vandamál. Það er hluti þess að vera mannlegur. Meira »

Auglýsingageirinn skemmti sér

í gær Pipar\TBWA fagnaði vel heppnaðri Krossmiðlun með teiti í lok dags í höfuðstöðvum fyrirtækisins við Guðrúnatún. Þar var margt góðra gesta og góð stemmning. Meira »

Allt sem þú vissir ekki um píkuna

í gær Það þýðir ekkert að örva kynfærin ef heilinn er látinn eiga sig. Þetta er meðal þess sem fjallað er um í píkubókinni Gleðin að neðan - píkan, legið og allt hitt. Meira »

Það stoppar enginn Heiðdísi Rós

í gær Heiðdís Rós Reynisdóttir fann sjálfa sig í L.A. eftir að hafa átt erfitt uppdráttar í skóla á Íslandi. Heiðdís hefur sýnt það í verki að það stoppar hana ekkert. Meira »

„Flott taska er nauðsynleg og sólgleraugu“

í gær „Að hafa góða heilsu til þess að geta notið lífsins alla daga með fjölskyldunni minni sem er frábær og góðum vinum. Ég er svo heppin að rækta líkama og sál og hafa gaman að. Ég hef frábæra aðstöðu til þess í World Class-stöðvunum.“ Meira »

Fegurðardrottningin lét sig ekki vanta

í fyrradag Anna Lára Orlowska fyrrverandi Ungfrú Íslands lét sig ekki vanta þegar ný lína frá Dr. Organic var kynnt á Kaffi Flóru í Laugardalnum. Um er að ræða nýja línu úr Cocoa Butter og í leiðinni var nýtt andlitskrem kynnt en það er með mikið af collageni í. Meira »

Linda Pé fór í loftbelg með dótturinni

í fyrradag Linda Pétursdóttir mælir með því að framkvæma hluti sem eru á „bucket“ listanum okkar. Eftir heilablóðfall gerir hún miklu meira af því að láta drauma rætast. Meira »

Græjan sem reddar á þér hárinu

í fyrradag Konur sem eyða miklum tíma í hárið á sér á hverjum morgni gleðjast yfir hverju tæki sem sparar tíma og gerir hárið betra. Þær sem eru vanar að slétta eða krulla á sér hárið eiga eftir að kunna að meta Inverse græjuna. Meira »

Endalausir möguleikar með einni pallettu

21.9. Nýjasta augnskuggapalletta Urban Decay nefnist Born To Run og fór hún eins og stormsveipur um förðunarheiminn en hún er loksins komin til Íslands. Meira »

Versalir Alberts og Bergþórs falir

21.9. Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson eiga örugglega merkilegustu íbúð Íslands. Að utan er húsið látlaust en þegar inn er komið er eins og þú sért kominn til Versala. Þvílíkur íburður og fegurð. Meira »

Hulda og Aðalsteinn í Módern selja höllina

21.9. Hulda Hrönn Finsen og Aðalsteinn Finsen, eigendur Módern, hafa sett sitt fallega hús í Garðabæ á sölu.   Meira »

Er konan að brjóta á maka sínum?

21.9. Gift kona segir að hún sé ekki búin að lofa konu kvænta mannsins sem hún er að reyna við neinu og skuldi henni því ekki neitt. Sama segir hún um kvænta manninn sem er að reyna við hana að hann sé ekki búinn að lofa manninum hennar neinu og þess vegna skuldi hann honum ekki neitt. Þau séu bara að brjóta á mökum sínum en ekki mökum hvors annars. Er þetta rétt? Meira »

7 ráð til að koma í veg fyrir hrotur

20.9. Ef þú vilt koma í veg fyrir skilnað eða að þér verði ekki boðið með í sumarbústaðarferð með vinunum er eins gott að reyna allt til þess að koma í veg fyrir hroturnar. Meira »

Tróð sér í kjólinn frá 1999

20.9. Sarah Michelle Geller getur huggað sig við það að passa enn í kjól sem hún klæddist á Emmy-verðlaunahátíðinni fyrir 19 árum. Meira »

Með IKEA-innréttingu á baðinu

20.9. Ert þú með eins innréttingu á baðinu og Julia Roberts? Leikkonan hefur sett yndislegt hús sem hún á í Kaliforníu á leigumarkað en húsið keypti hún í fyrra. Meira »