Védís Hervör og Ásta Fjeldsted létu sig ekki vanta

Rithöfundurinn Andri Snær Magnason fyllti stóra svið Borgarleikhússins á dögunum þar sem hann tók þátt fyrirlestrarröðinni, Kvöldstund með listamanni. Andri Snær var með hugvekju um nýjasta verk sitt, Tímann og vatnið. Með honum var listamaðurinn Högni Egilsson ásamt skólakór Kársnesskóla. 

Eins og sést á myndunum var einstaklega vel mætt og mikil stemning. Á meðal gesta voru Védís Hervör Árnadóttir og Ásta Fjeldsted ásamt Degi B. Eggertssyni, Vigdísi Finnbogadóttur, Brynhildi Guðjónsdóttur, Ástríði Magnúsdóttur og fleirum. 

mbl.is