Lilja Pálma mætti glóandi eins og sólin

Pálmi Kormákur, Lilja Pálmadóttir, Ottó Guðjónsson og Guðbjörg Sigurðardóttir.
Pálmi Kormákur, Lilja Pálmadóttir, Ottó Guðjónsson og Guðbjörg Sigurðardóttir. mbl.is/Stella Andrea

Kvikmyndin Agnes Joy var frumsýnd í gærkvöldi í Háskólabíói við mikinn fögnuð. Lilja Pálmadóttir hestakona í Skagafirði mætti ásamt syni sínum, Pálma Kormáki. Þar var líka Ottó Guðjónsson lýtalæknir og eiginkona hans Guðbjörg Sigurðardóttir og Elísabet Ronaldsdóttir, einn virtasti klippari Íslands. 

Silja Hauksdóttir leikstýrir myndinni en handritið gerði hún í samstarfi við Mikael Torfason, Göggu Jónsdóttur og Jóhönnu Friðriku Sæmundsdóttur. 

Með aðalhlutverk í myndinni fara Björn Hlynur Haraldsson, Þorsteinn Bachmann, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Donna Cruz og Kristinn Óli Haraldsson sem oftast er kallaður Króli. 

Agnes Joy fjallar um Rannveigu sem hefur að undanförnu upplifað kulnun í bæði starfi og einkalífi. Það er ekki nóg með að hún sé einmana, hjónabandið við eiginmanninn Einar sé á leið í hundana og að hún sé föst í starfi sem hún hatar heldur á hún í stöðugum útistöðum við dóttur sína Agnesi, sem er uppreisnargjörn og krefst þess að fara sínar eigin leiðir þrátt fyrir boð, bönn og sígildar móðurlegar ráðleggingar. Þegar nýr nágranni, leikarinn Hreinn, birtist á tröppunum er eins og vonbrigði og gremja hversdagsins hverfi um stund hjá mæðgunum. Það leiðir til þess að fjölskyldan neyðist til að endurmeta hlutina og horfast í augu við glænýjar áskoranir.

Svanhildur Jakobsdóttir og Stefanía.
Svanhildur Jakobsdóttir og Stefanía. mbl.is/Stella Andrea
Margrét Örnólfsdóttir og Elísabet Ronaldsdóttir.
Margrét Örnólfsdóttir og Elísabet Ronaldsdóttir. mbl.is/Stella Andrea
Heiða Sigrún, Baldvin Z og Tinna Björt Guðjónsdóttir.
Heiða Sigrún, Baldvin Z og Tinna Björt Guðjónsdóttir. mbl.is/Stella Andrea
Elísabet Skagfjörð og Þórey Birgisdóttir.
Elísabet Skagfjörð og Þórey Birgisdóttir. mbl.is/Stella Andrea
Gagga Jónsdóttir, Donna Cruz, Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir, Silja Hauksdóttir, Katla …
Gagga Jónsdóttir, Donna Cruz, Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir, Silja Hauksdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Þorsteinn Bachmann. mbl.is/Stella Andrea
Lára Böðvarsdóttir og Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir.
Lára Böðvarsdóttir og Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir. mbl.is/Stella Andrea
Hekla Hrund Gunnarsdóttir, Bryndís Hrund Högnadóttir, Sveinn Andri Sveinsson, Sara …
Hekla Hrund Gunnarsdóttir, Bryndís Hrund Högnadóttir, Sveinn Andri Sveinsson, Sara Sveinsdóttir, Lára Snædal og Ingunn Snædal. mbl.is/Stella Andrea
Sigurður Tómas, Arnar Már Pétursson og Védís Halla.
Sigurður Tómas, Arnar Már Pétursson og Védís Halla. mbl.is/Stella Andrea
Anna Gréta og Anna Birna.
Anna Gréta og Anna Birna. mbl.is/Stella Andrea
Karna Sigurðardóttir, Andri Snær Magnússon, Margrét Sjöfn Torp og María …
Karna Sigurðardóttir, Andri Snær Magnússon, Margrét Sjöfn Torp og María Kristín Jónsdóttir. mbl.is/Stella Andrea
Kristinn Óli Haraldsson og Ragnhildur Birta Ásmundsdóttir.
Kristinn Óli Haraldsson og Ragnhildur Birta Ásmundsdóttir. mbl.is/Stella Andrea
Anna Lára Orlowska og Ástríður Guðrún Einarsdóttir.
Anna Lára Orlowska og Ástríður Guðrún Einarsdóttir. mbl.is/Stella Andrea
Hrefna Lind Lárusdóttir og Huginn Þór Arason.
Hrefna Lind Lárusdóttir og Huginn Þór Arason. mbl.is/Stella Andrea
Sigríður Sunna Reynirsdóttir, og Elísabet Alma Sventsen.
Sigríður Sunna Reynirsdóttir, og Elísabet Alma Sventsen. mbl.is/Stella Andrea
mbl.is