Oddný og Hilmar tóku partívaktina

Oddný Magnadóttir og Hilmar Hansson.
Oddný Magnadóttir og Hilmar Hansson.

Oddný Magnadóttir og Hilmar Hansson létu sig ekki vanta þegar Sigurður Héðinn fagnaði útkomu bókar sinnar, Af flugum, löxum og mönnum. Boðið var haldið í Veiðiflugum við Langholtsveg. 

Sigurður, sem margir þekkja sem Sigga Haug, tók á móti fjölmörgum gestum og áritaði bókina sína fyrir þá sem fjárfestu í eintaki. Bókin er einkar vel úr garði gerð og það var ljóst að veiðimenn og -konur voru spennt fyrir því að fá veiðibók fyrir jólin. 

Sigurður Héðinn hélt stutta tölu og þeir sem unnu bókina …
Sigurður Héðinn hélt stutta tölu og þeir sem unnu bókina með honum fengu blóm. Með Sigurði á myndinni eru Ásmundur Helgason útgefandi, Arndís Lilja Guðmundsdóttir hönnuður, Kristinn Magnússon ljósmyndari og Sól Hilmarsdóttir myndskreytir.
Sigurður Héðinn áritar bók sína, Af flugum, mönnum og löxum.
Sigurður Héðinn áritar bók sína, Af flugum, mönnum og löxum.
Gunnar Helgason rithöfundur gat ekki annað en komið við í …
Gunnar Helgason rithöfundur gat ekki annað en komið við í veiðibókarteitinu á leið sinni í sitt eigið útgáfuteiti. Á myndinni heldur Ásmundur á nýrri bók Gunnars, Draumaþjófnum, og Gunnar heldur á bók Sigurðar Héðins, Af flugum, löxum og mönnum.
Arndís Lilja hönnuður fékk afhent Hönnunarverðlaun Drápu 2019 fyrir umbrot …
Arndís Lilja hönnuður fékk afhent Hönnunarverðlaun Drápu 2019 fyrir umbrot og hönnun á bók Sigurðar.
mbl.is