Valdimar og Elva Ósk eru geislandi saman

Valdimar Jónasson og Elva Ósk Ólafsdóttir.
Valdimar Jónasson og Elva Ósk Ólafsdóttir. mbl.is/Sigurður Ragnarsson

Það var glatt á hjalla í Þjóðleikhúsinu þegar verkið Útsending var frumsýnt á föstudaginn. Elva Ósk Ólafsdóttir leikkona mætti með kærastanum honum Valdimari. Eins og sést á myndinni voru þau svona líka alsæl.  

Pálmi Gestsson fer með aðalhlutverkið í Útsendingu eða hlutverk fréttamannsins Howard Beale sem sagt er upp eftir tuttugu og fimm ára starf hjá sömu sjónvarpsstöðinni. 

Áhorfið þykir of lítið. Hann tilkynnir áhorfendum að eftir viku muni hann svipta sig lífi í beinni útsendingu og skyndilega er fréttaþátturinn hans orðinn miðpunktur athyglinnar.

Sjónvarpsstöðin þarf á auknu áhorfi að halda og Howard er leyft að halda áfram á skjánum. Hann fer að tjá sig reglulega í beinni útsendingu um grimmdina í heiminum, hræsnina og blekkingarnar í þjóðfélaginu og hvetur fólk til að rísa upp.

Spennandi leikrit sem vekur fjölda spurninga um vald fjölmiðla og áhrif þeirra á líf fólks. Nýta fjölmiðlar sér skeytingarlaust mannlega harmleiki og andlegt ójafnvægi fólks í samkeppni sinni um æsilegasta efnið? Eða er einmitt mikilvægt að raddir reiðinnar og sársaukans fái að hljóma hindrunarlaust?

Sýning Breska þjóðleikhússins, sem var á fjölunum bæði í London (2017-18) og New York (2018-19), sló rækilega í gegn og var tilnefnd til fjölda verðlauna. Bryan Cranston (Breaking Bad) hlaut fimm virt leiklistarverðlaun fyrir leik sinn í aðalhlutverkinu, meðal annars Laurence Olivier- og Tony-verðlaunin.

Leikrit Lee Halls er byggt á Óskarsverðlaunamyndinni Network (leikstjórn: Sidney Lumet, handrit: Paddy Chayefsky).

Ásgerður Ósk Jakobsdóttir og Agnes Marinósdóttir.
Ásgerður Ósk Jakobsdóttir og Agnes Marinósdóttir. mbl.is/Sigurður Ragnarsson
Bjarki Erlingsson.
Bjarki Erlingsson. mbl.is/Sigurður Ragnarsson
Ragnar og Helga.
Ragnar og Helga. mbl.is/Sigurður Ragnarsson
Harpa Cilia og Ivon Cilia.
Harpa Cilia og Ivon Cilia. mbl.is/Sigurður Ragnarsson
Ingvelur Þorkelsdóttir og Margrét Sigurðardóttir.
Ingvelur Þorkelsdóttir og Margrét Sigurðardóttir. mbl.is/Sigurður Ragnarsson
Kristjana Kristjánsdóttir, Guðbjörg Magnúsdóttir og Magnús Magnússon.
Kristjana Kristjánsdóttir, Guðbjörg Magnúsdóttir og Magnús Magnússon. mbl.is/Sigurður Ragnarsson
Nína Guðmundsdóttir og Kjartan Tindur Gunnarsson.
Nína Guðmundsdóttir og Kjartan Tindur Gunnarsson. mbl.is/Sigurður Ragnarsson
Ragnheiður Hrafnsdóttir og Stefán Svan Stefánsson.
Ragnheiður Hrafnsdóttir og Stefán Svan Stefánsson. mbl.is/Sigurður Ragnarsson
mbl.is