Kauphallarforstjóri grillaði fyrir frumkvöðla

Jóhann Guðbjargarson stofnandi Plaio og Margrét Tryggvadóttir forstjóri Nova.
Jóhann Guðbjargarson stofnandi Plaio og Margrét Tryggvadóttir forstjóri Nova.

Það er ekki á hverjum degi sem forstjórar félaga í Kauphöll Íslands taka sér stöðu á grillinu í Grósku en það gerðist í gær þegar Margrét Tryggvadóttir forstjóri Nova grillaði hamborgara fyrir svanga gesti sem komin voru á BBQ & Pitch. Viðburðurinn var haldinn af KLAK sem er helsti stuðningsaðili við frumkvöðla og nýsköpun á Íslandi og heldur árlega nokkra viðskiptahraðla auk frumkvöðlakeppninnar Gulleggið.

BBQ & Pitch er hluti af viðskiptahraðlinum Startup SuperNova sem er samstarfsverkefni Nova og KLAK þar sem leitast er við að byggja upp viðskiptalausnir ætlaðar eru alþjóðamarkaði og tóku þátttakendur í hraðlinum sviðið og æfðu sínar lyftukynningar sem þau munu svo endurtaka á fjárfestadeginum 9. september sem einnig verður haldinn í Grósku.

Nova er bakhjarl Startup SuperNova og þess má geta að Margrét er önnur konan á Íslandi til að stýra félagi í íslensku Kauphöllinni en Nova var skráð í Kauphöllina 21. júní sl. og kynna þau í dag sitt fyrsta ársfjórðungsuppgjör.

Svana Gunnarsdóttir, Margrét, Jóhann og Kristján Schram við grillið.
Svana Gunnarsdóttir, Margrét, Jóhann og Kristján Schram við grillið.

„Við hjá Nova viljum hafa góða áhrif á samfélagið og vera leiðandi í tæknibreytingum og síðan út frá samfélagsbreytingum með tilkomu tækninnar. Nova elskar frábærar hugmyndir og við viljum svo sannarlega taka þátt í að koma hugmyndum framtíðarinnar á framfæri. Við höfum lagt áherslu á nýsköpun innan Nova sem og stutt við grasrótina og er Startup SuperNova frábær vettvangur þar sem þátttakendur fá tækifæri til þess að koma hugmyndum sínum á framfæri,“ segir Margrét Tryggvadóttur, forstjóri Nova.

Við hlið Margrétar við grillið stóðu Svana Gunnarsdóttir, annar eiganda og framkvæmdastjóri Frumtaks og Kristján Schram hjá Instrúment en þau taka bæði þátt í viðskiptahraðlinum sem mentorar og fyrirlesara en auk þeirra var þar stofnandi og framkvæmdastjóri PLAIO, Jóhann Guðbjargarson en hann tók þátt í Startup SuperNova í fyrra. Hætt var við að grillið stæli senunni enda fólk vel búið og í miklu stuði að munda tangirnar.

„Stemningin var algjörlega frábær og mætingin framar vonum. Teymin hafa tekið miklum framförum og er frábært að sjá samheldnina sem myndast hefur innan hópsins. Hamborgararnir runnu út aðeins hraðar en við gerðum ráð fyrir en við lofum jafnvel enn betra partíi og kynningum 9. september og hvetjum alla áhugaverða fjárfesta og aðra til að taka daginn frá strax,“ segir Ása María Þórhallsdóttir verkefnastjóri Startup SuperNova.

Sölvi Smárason hjá Level Up.
Sölvi Smárason hjá Level Up.
Viddi stofnandi Fit Tales.
Viddi stofnandi Fit Tales.
Katrín Jónsdóttir stofnandi NúnaTrix og Vallý Helgadóttir hjá Controlant.
Katrín Jónsdóttir stofnandi NúnaTrix og Vallý Helgadóttir hjá Controlant.
Stefán Baxter.
Stefán Baxter.
Helga Jóhanna Oddsdóttir stofnandi Opus Futura.
Helga Jóhanna Oddsdóttir stofnandi Opus Futura.
Helga Jóhanna Oddsdóttir.
Helga Jóhanna Oddsdóttir.
Haukur Guðmundsson.
Haukur Guðmundsson.
Guðrún Ragnarsdóttir.
Guðrún Ragnarsdóttir.
Daníel Már Friðriksson.
Daníel Már Friðriksson.
Baldur Baldursson og fleiri.
Baldur Baldursson og fleiri.
Freyr Friðfinnsson.
Freyr Friðfinnsson.
Agnes Flosadóttir og Eva Rós Brink.
Agnes Flosadóttir og Eva Rós Brink.
Birna Dröfn Birgisdóttir.
Birna Dröfn Birgisdóttir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál