Edda Björk komin til landsins og mætti á þorrablót

Edda Björk Arnardóttir er hér í miðjunni í gráum kjól …
Edda Björk Arnardóttir er hér í miðjunni í gráum kjól ásamt góðum félögum. Ljósmynd/Viktor Richardsson

Edda Björk Arnardóttir var á meðal þeirra sem skemmtu sér á þorrablóti Grafarvogs um helgina. Edda Björk komst í fréttir þegar hún nam á brott þrjá drengi sína frá Noregi í óþökk föður þeirra. Foreldrarnir hafa átt í harðri forsjárdeilu. 

Edda Björk var framseld til Noregs í lok síðasta árs. Fram kom í fréttum á föstudaginn að Edda Björk hefði verið látin laus og væri komin til Íslands. Mun hún afplána dóm á Íslandi en í janúar hlaut hún 20 mánaða dóm í Noregi. 

Það var greinilega mikið stuð í Egilshöll á laugardagskvöldið eins og Smartland hefur áður greint frá. Þema kvöldsins var níundi áratugurinn og kom fjöldi tónlistarmanna fram, þar á meðal sjálfur Herbert Guðmundsson. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál