Góð ráð fyrir konur sem stunda sjálfsfróun

Það er gott að stunda kynlíf einn.
Það er gott að stunda kynlíf einn. mbl.is/Thinkstockphotos

Fjölmargar konur fara í gegnum lífið án þess að stunda sjálfsfróun. Sjálfsfróun getur ekki bara veitt unað heldur læra konur margt um sjálfan sig með því að snerta sig. Það er gott að hafa nokkur atriði í huga til þess að gera upplifunina ánægjulegri. Cosmopolitan tók saman góð ráð frá nokkrum sérfræðingum. 

Gefðu þér tíma

Til þess að fá sem mest út úr sjálfsfróuninni er mikilvægt að gefa sér tíma og ekki hugsa um þetta sem eitthvað sem þarf að klára eins og hvað annað húsverk. Einnig er gott að fullvissa sig um að verða ekki fyrir neinni truflun. Ef verið er að flýta sér er líklegt að unaðurinn nái ekki þeim hápunkti sem vonast er eftir. 

Sleipiefni

Af hverju ekki að nota sleipiefni? Það getur verið gott að setja smá sleipiefni á vísifingur og löngutöng og nudda síðan snípinn og skapabarmana að innanverðu. Þó svo að náttúrulegt sleipiefni sé til staðar getur sleipiefni bara aukið unaðinn. 

Ekki hugsa bara um píkuna

þegar kona stundar kynlíf með sjálfri sér ætti hún ekki bara að hugsa um píkuna. Mælt er með því að konur örvi geirvörtuna, taki um rass sinn eða læri, eða hvar sem þeim finnst gott að koma við sig. 

Ekki byrja endilega að hamast á snípnum

Það tekur tíma að hita sig upp og það er tilvalið að koma blóðfæðinu af stað með því að renna fingrunum rólega um innanverða skapabarmana og meðfram snípnum. 

Kynlífstæki

Það getur verið gagnlegt að nota kynlífstæki eins og titrara en það þarf ekki endilega hefja leika strax með því. Það getur verið frábært og lærdómsríkt að nota hendurnar til að byrja með. Það er einnig mun líkara því sem á sér stað þegar stundað er kynlíf með annarri manneskju ef verið er að leitast eftir slíkri upplifun. 

Myndir

Augun leika stórt hlutverk þegar kemur að kynlífi. Ef æsandi myndir hjálpa þér notaðu æsandi myndir. 

Ekki bara snípurinn

Ólíkt því sem á sér stað þegar kona stundar kynlíf með manni þá láta margar konur leggöngin vera þegar þær stunda sjálfsfróun. Hins vegar ef konur vilja það ættu þær að gera það. Þá er hægt hreyfa fingurna inn og út á meðan haldið er áfram að snerta snípinn. 

Ekki liggja bara á bakinu

Augljósasta og einfaldasta leiðin til að stunda sjálfsfróun er að liggja á bakinu. Það getur hins vegar verið gaman að prófa aðrar stellingar. Það er hægt að lyfta fótunum hátt, hné að öxlum er markmiðið. Einnig er hægt að liggja á bakinu, það er erfiðara að ná um snípinn í þeirri stöðu en sumum konum finnst mjög gott að vera á maganum. 

Það ætti ekki bara að liggja á bakinu.
Það ætti ekki bara að liggja á bakinu. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is

Edda Björgvins bauð í partí

Í gær, 15:00 Edda Björgvinsdóttir og samstarfsfólk hennar tóku á móti gestum í Mun á Barónsstíg í tilefni útgáfu Styrkleikakortanna.  Meira »

Hvati og Dóra selja í Vestmannaeyjum

Í gær, 12:00 Fjölmiðlamaðurinn Sighvatur Jónsson eða Hvati eins og útvarpshlustendur þekkja hann hyggst flytja upp á land ásamt fjölskyldu sinni. Meira »

Best klæddu konur Íslands

Í gær, 09:00 Hefð hefur skapast fyrir því að velja best klæddu konur landsins árlega. Að þessu sinni var valið vandasamt enda fjölmargar íslenskar konur sem bera af þegar kemur að klæðaburði. Eftirfarandi er listi yfir þær sem komust á blað dómnefndar sem skipuð var af ritstjórn Tískublaðs Morgunblaðsins. Meira »

Taktu inn sama vítamín og Kim Kardashian

Í gær, 06:00 Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian er með þykkt og fallegt hár á höfðinu. Nú hefur hún ljóstrað því upp hver galdurinn á bak við þetta er. Meira »

Ósiðir kvenna eftir ræktina

í fyrradag Ekki fara allar konur í sturtu eftir æfingu, skipta um föt, drekka vatn og borða hollt. Sumar fara í sveittum buxum í næstu bílalúgu. Meira »

Sjálfstæðiskonur skemmtu sér

í fyrradag Landssamband sjálfstæðiskvenna hélt landsfundarhóf á Hótel Íslandi og þangað mættu um 150 konur. Hefð er að LS standi fyrir hófi fimmtudaginn fyrir landsfund og á því var engin breyting nú. Meira »

Heitustu tæknivörurnar fyrir fermingarbarnið

í fyrradag Tækninni fleygir fram og það sem var heitasta tæknivaran á síðasta ári er svo sannarlega ekki það sama og nú.   Meira »

Gjafir fyrir fermingarstúlkuna

í fyrradag Verslanir landsins eru fullar af áhugaverðum gjöfum fyrir fermingarbarnið í dag. Eftirfarandi eru gjafahugmyndir sem ættu að koma að gagni. Meira »

Katrín paraði saman grænt og grænt

í fyrradag Græn föt eru framarlega í fataskáp Katrínar hertogaynju. Við grænan kjól klæddist hún grænni kápu en ekki er lengra síðan en um síðustu helgi að hún klæddist dökkgrænni kápu. Meira »

Heiðrún Anna heimsótt í Lundúnum

í fyrradag Baðherbergi Heiðrúnar Önnu Björnsdóttur tónlistarmanns í Lundúnum fékk yfir 100.000 læk á Pinterest. Baðherbergið hannaði hún sjálf frá grunni ásamt öllum öðrum rýmum á heimili sínu. Húsið er ákaflega fallegt og litríkt. Meira »

Er algjör töskuperri

í fyrradag Birgitta Ósk Harðardóttir fatahönnunarnemi segist versla alltof mikið á netinu. Hún segist fara inn á Asos-appið nokkrum sinnum á dag og endar oft á því að kaupa sér bunka af fötum. Meira »

Komdu vel fyrir á fyrstu 5 mínútunum

21.3. Hversu snemma á að mæta í atvinnuviðtal? Ekki of snemma en ekki of seint heldur. Það þarf ekki bara að heilla ráðningastjórann líka fólkið í móttökunni til þess að landa draumastarfinu. Meira »

Pör sem gera þetta stunda meira kynlíf

21.3. Kynlífið batnar ekki bara við betri bólbrögð. Það er gott fyrir sambandið að skreppa til útlanda eða upp í bústað.   Meira »

Fermingargjafir sem breyta

21.3. Þegar kemur að því að gefa fermingarbörnum gjafir eru mörg okkar hugsandi yfir hvaða gjafir geta gefið börnunum í lífinu okkar nýtt og jákvætt sjónarhorn á lífið. Á fermingaraldri er unga fólkið okkar svo meðtækilegt fyrir heimspeki og jákvæðum boðskap. Meira »

Nýtt heimili fyrir litla peninga

21.3. Sæbjörg Guðjónsdóttir innanhússhönnuður er komin með sína litalínu sem fæst í Slippfélaginu. Sæbjörg eða Sæja eins og hún er kölluð segir samstarfið hafi orðið til eftir þrotlausa vinnu við að finna réttu litina. Meira »

Mikilvægt að kenna lifandi trúfræðslu

20.3. Unnur Guðný María Gunnarsdóttir hefur ásamt prestum leitt börnin í kaþólsku kirkjunni í Reykjavík í fermingarfræðslunni í vetur. Meira »

Einfalt ráð til að auka brennsluna

21.3. Einfaldasta leiðin velja þann tímaglugga að fasta sem þér hentar, 12 eða 14 klst sem dæmi. Þú þarft ekki að styðjast við Intermittent fasting á hverjum degi. Hugsaði bara með þér að borða ekkert 2-4 klst fyrir svefn á virkum dögum. Þar sem konur eru viðkvæmari fyrir blóðsykursójafnvægi en karlar m.a mæli ég því fremur með konur fasti í 12-14 klst fremur en lengur. Meira »

Missirinn blossaði upp

21.3. Emilíana Torrini er gestur Trúnó á fimmtudaginn. Hún segir frá því hvernig paranojan hafi blossað upp þegar hún varð móðir.   Meira »

Útlandalegt við Hagamel

21.3. Við Hagamel í Reykjavík stendur glæsileg íbúð með áhugaverðu yfirbragði. Hver hlutur á sinn stað og smekklegheitin eru allsráðandi. Meira »

Á erfitt með að fá fullnægingu 75 ára

20.3. „Ég er 75 ára og varð ekkja fyrir fjórum árum eftir 50 ára langt hjónaband. Ég hef verið að prófa stefnumótasíður og hef hitt tvo indæla menn síðasta árið.“ Meira »