Heldur ekki reisn eftir að hafa misst sveindóminn

Eftir fyrsta skiptið reynist manninum erfitt að halda reisn.
Eftir fyrsta skiptið reynist manninum erfitt að halda reisn. mbl.is/Thinkstockphotos

Ungur maður í vandræðum leitaði ráða hjá Pamela Stephenson Connolly, ráðgjafa The Guardian

Ég er 22 ára gamall og missti sveindóminn með 25 ára kærustu minni fyrir mánuði. Eftir þetta fyrsta skipti á ég erfitt með að halda standpínunni og missi einbeitinguna vegna frammistöðukvíða og fer á taugum þrátt fyrir að kærastan mín fullvissi mig um að það sé allt í lagi. Er eitthvað sem ég get gert?

Ráðgjafinn segir honum að hlusta á maka sinn og ekki búa til vandamál þegar þau eru ekki til staðar.

Þú ert langt frá því að vera eini maðurinn sem hefur þessar áhyggjur en ef þú hættir því ekki munu þær trufla getu þína til þess að njóta kynlífs. Að stjórna kynlífskvíða er oft stærsta verkefni karlmanns í bólinu, sama hversu reyndur hann er. Reyndu að muna að kynlíf á að vera skemmtilegt. Ef þú svo rétt sem hugsar um kynlíf sem sýningu eykur það líkur á að þú haldir ekki reisn. Þú ert ekki á sviði. Einbeittu þér bara að mynda ástrík tengsl, að hlæja og þróa getu til þess að gera kærustu þinni til geðs á fjölbreyttan hátt, biddu hana um að sýna þér nákvæmlega hvað henni finnst gott og segðu henni hvað þér finnst gott. 

Margir karlmenn hafa áhyggjur af því að missa standpínuna en ef það er ekki neitt læknisfræðilegt vandamál er mjög eðlilegt að missa reisn og fá standpínu aftur á meðan kynlífi stendur. Það er mikilvægt að vera rólegur þegar það gerist, geta beðið um það sem kemur þér aftur af stað, og geta veitt henni unað án samfara. 

Frammistöðukvíði er ekki óalgengur.
Frammistöðukvíði er ekki óalgengur. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál