Hvaða máli skiptir heiðarleiki?

Það að vera heiðarlegur elur á sterkum persónuleika og gerir …
Það að vera heiðarlegur elur á sterkum persónuleika og gerir okkur kleift að mynda sterk tengsl við aðra. mbl.is/Thinkstockphotos

Heiðarleiki er fyrirbæri sem flestir bera virðingu fyrir. Þeir sem eru heiðarlegir geta talað hug sinn frjálsir og eru með sterkan karakter. Þrátt fyrir að heiðarleiki sé eftirsóttur í samfélaginu er alls ekki svo að allir séu heiðarlegir. Við skoðum nokkrar staðhæfingar um heiðarleika og af hverju það að vera heiðarlegur getur skapað okkur eftirsóknavert líf.

Heiðarleiki gefur okkur sérkenni

Þegar við erum hreinskilin og heiðarleg tjáum við okkur um eigin tilfinningar og hugsanir. Svo ef þú vilt að fólk kynnist því hver þú raunverulega ert, vertu þá heiðarlegur með það hvernig þér líður og hvernig þú tjáir þig. Mikilvægt er að við tökum okkur stöðu í lífinu og sjáum okkar eigin hlut. Það sem skiptir máli er að vera fyrst og fremst heiðarleg gagnvart okkur sjálfum, þannig getum við verið góður spegill á samfélagið okkar.

Heiðarleiki nærir hugrekkið

Að sýna hugrekki þýðir ekki að við séum óttalaus. Þegar við sýnum hugrekki þá erum við að gera það sem við teljum rétt, þrátt fyrir ótta okkar. Æfingin skapar meistarann, með því að taka eitt skref í einu við að segja hvernig okkur líður kemst heiðarleiki í æfingu og við öðlumst hugrekkið til að tala hug okkar við aðra.

Heiðarleiki sýnir að þér er ekki sama

Þegar þú ert heiðarlegur við þig og aðra sýnir þú að þér er ekki sama. Þú sýnir einnig sjálfsvirðingu og að þú virðir aðra. Þegar viðhorf þitt er samkennd staldrar fólk við. Mikilvægt er að við séum heiðarleg með hluti sem snúa að okkur og öðrum, án þess að vilja breyta öðrum með skoðunum okkar.

Hreinskilni sýnir þroska og sjálfsamþykki

Það að vera hreinskilin getur oft falið í sér sársauka. Þroskaður einstaklingur passar upp á það að hreinskilni hans meiði ekki eða særi aðra. Hreinskilni snýst ekki um að setja aðra niður eða það að benda á hluti sem aðrir hafa ekki áhuga á að heyra. Oft getur mesta hreinskilni okkar verið um okkur sjálf, og með þannig hreinskilni getum við umbreytt veröld annarra.

Heiðarleiki elur á sterkum félagslegum tengslum við aðra

Heiðarleiki getur fært fólk nær hvert öðru með því að skapa umhverfi sem elur á sterkum tilfinningalegum tengslum. Með því að skapa umhverfi, þar sem fólk getur verið heiðarlegt, geta báðir aðilar unnið sig í gegnum málefni, sem þeir fá svigrúm til að vinna í án þess að vera dæmdir eða hræddir við að tjá sig.

Heiðarleiki frelsar okkur

Að vera þú og tala frjálslega um hvernig þér líður getur verið frelsandi. Þannig ertu án ótta og treystir að þú hafir rétt á og vilja til að koma fram eins og þú ert.

Heiðarleiki losar okkur við óþarfa drasl

Með því að fela okkar sönnu tilfinningar og þegar við höldum fyrir okkur upplýsingum sem ættu að koma fram í dagsljósið söfnum við tilfinningalegu rusli. Slíkt tekur mikla orku frá okkur. Þegar við erum heiðarleg frá upphafi við fólk losum við okkur við það sem getur dregið okkur niður. Heiðarleiki þýðir ekki eitthvað neikvætt, við getum alltaf formað setningar sem eru tillitsamar og kærleiksríkar í garð annarra.

Heiðarleiki laðar að sér heiðarleika

Þegar það að vera heiðarlegur verður vani hjá okkur mun annað heiðarlegt fólk laðast að þér. Líf sem er fullt af heiðarleika og sterkum tengslum getur gert lífið mjög litríkt og skemmtilegt.

Heiðarleiki getur haldið þér frá vandamálum

Við þekkjum flest það þegar við gröfum okkar eigin holu í óheiðarleika og svikum. Svo frá byrjun, hafðu það hugfast hvað það að vera óheiðarlegur hefur í för með sér. Óheiðarlegt fólk er á flótta, það getur hvergi staldrað lengi við eða myndað sterk tengsl við aðra. Þar sem þú átt erfitt með að vera heiðarlegur/leg, leggðu þig fram um að vera það. Það getur breytt miklu fyrir þig og haldið þér frá vandamálum sem þú skapar þér eða vandamálum sem aðrir hafa skapað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál