Hvernig get ég haft jákvæð áhrif í vinnunni?

Gæti ég verið þessi gaur í vinnunni þar sem ríkir ...
Gæti ég verið þessi gaur í vinnunni þar sem ríkir vantraust og óheiðarleiki? Ljósmynd/Thinkstock photos

Á Smartlandi starfa nokkr­ir ráðgjaf­ar sem leit­ast við að gefa les­end­um góð ráð. Eft­ir­far­andi bréf barst á dög­un­um frá les­anda sem velt­ir fyr­ir sér hvernig hann geti haft jákvæð áhrif á menninguna á vinnustaðnum. Hann líkir vinnustaðnum við veika fjölskyldu og talar um tvo aðila sem glíma við áfengisvandamál og mikil meðvirkni er að myndast í kringum. Ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjaf­inn El­ín­rós Lín­dal gef­ur ráð.

Hæ.

Mig langaði að fá ráð tengt vinnunni minni. Málið er að ég er í góðri vinnu, þar sem verkefnin eru skemmtileg og krefjandi og launin góð. Hins vegar er starfsandinn á vinnustaðnum skrítinn. Ég átta mig ekki á hvað það er nákvæmlega, en það er eins og enginn okkar geti verið við sjálf, án þess þó að einhver einn hafi planað þetta.

Ég er millistjórnandi á þessum vinnustað og get haft ágætlega mikil áhrif á menninguna hérna. En ég er bara ekki alveg að átta mig á hvað þetta er raunverulega. Við erum í nokkrum hópum hér og það ríkir lítið traust á millli hópanna. Ég er ekki viss um að nokkur manneskja hér sé alveg hún sjálf, nema kannski ein manneskja sem menningin nær ekki til. Henni virðist líða vel. En mér líður illa í vinnunni. Samt er ég þessi gaur sem er alltaf í góðu skapi, hef gaman af lífinu og væri til í að vera sá gaur í vinnunni líka.

Það eru tveir aðilar í vinnunni sem allir vita að eru alkóhólistar, og í kringum þá er mikil meðvirkni en líka baktal. Enginn er að taka á því.

Ég er að spá í hvort ég ætti að skoða fleiri valmöguleika eða hvort ég get gert eitthvað til að hafa jákvæð áhrif hér inni. Í það minnsta er ég kominn með nóg af því að líða eins og inniveikri fjölskyldu á vinnustaðnum. En mér þykir leiðinlegt að missa af verkefnunum mínum hér. 

Hvað get ég gert í þessari stöðu?

Kærar, ráðvilltur.

Elínrós Líndal er NLP-einstaklings- og fjölskylduráðgjafi.
Elínrós Líndal er NLP-einstaklings- og fjölskylduráðgjafi. Eggert Jóhannesson

Hæ hæ og takk fyrir bréfið.

Mér þykir áhugavert hvað þú ert meðvitaður um menninguna á vinnustaðnum þínum og hvernig þú líkir vinnustaðnum við fjölskyldu. Ég er á því að á mjög mörgum vinnustöðum hefur menningin þróast á ákveðinn hátt, sem er kannski ekki besta þróunin eða meðvitað. Þessar óskrifuðu reglur sem sumir fara eftir geta verið þvingandi.

Það er ýmislegt sem þú getur gert. Meðal annars aftengt þig menningunni líkt og þessi eina manneskja hefur gert og tekist vel til með.

Ég hef reynsluna af því að vinna á sama vinnustað fyrir og eftir vinnu í meðvirkni. Ég get því staðfastlega sagt þér að þessi vinnustaður er ekki sá sami. Áður var ég mjög meðvituð um allar þessar óskrifuðu reglur, hópa, viðhorf og ágreininga. Eftir að hafa skoðað meðvirkni, hvernig maður aftengir sig og velur viðbrögð og aðstæður að fara inn í, varð vinnustaðurinn  kærleiksríkur, áhugaverður og afslappaður.  Breytingarnar eiga sér nefnilega stað inni í okkur í sjálfsvinnu.

Það sem ég mæli með er eftirfarandi:

  • Lærðu að aftengja þig menningunni og skoðaðu meðvirkni og þig sjálfan í aðstæðum með ráðgjafa.
  • Fáðu fræðslu hjá fíkniráðgjafa um hegðun alkóhólista á vinnustað og hvernig þeir smita út frá sér. Fáðu að sama skapi upplýsingar um hvernig þú getur aftengt þig því og orðið kærleiksríkur gagnvart þessum sjúkdómi í vinnunni og þá hluti af batanum en ekki sjúkdóminum.
  • Veldu á hverjum degi að vera í þessari vinnu, eða skoðaðu fleiri valmöguleika. Hvað værir þú að gera ef þú ættir alla peninga sem þú þyrftir og værir að vinna þér til skemmtunar? Ef það er að vinna í þessari vinnu sem þú ert í, þá myndi ég segja að þú værir að fá frábært verkefni til þín sem þú munt læra að leysa og í kjölfarið vaxa og þroskast.

Að mínu mati er mikið jafnvægi yfir þér eins og þú skrifar. Kannski ertu í þessari stöðu til að læra af henni og gefa lærdóminn áfram á vinnustaðnum. Ég hef hingað til ekki enn þá hitt einstaklinga sem eru alveg ómeðvirkir, en ég þekki einn sem hefur tæpa fjörutíu ára reynslu í að æfa sig að aftengja eftir viðurkenndustu aðferðum. Sú manneskja er á eftirsóknarverðum stað en gefur mér daglega áminningu um hversu samofin meðvirkni er samfélaginu í heild sinni.

Að mínu mati ættu vinnustaðir í landinu að vera duglegir að fá inn fyrirlesara til að fræða starfsmenn sína um þessi málefni. Hvetja starfsmenn til að mæta í vinnuna sem „þeir“, ýta undir opin samskipti, heiðarleika og traust. 

Ég vona að þessi vinna megi byrja með þér á þínum vinnustað.

Gangi þér vel.

Kærar Elínrós Líndal.

Áhugasamir geta sent spurningar  á elinros@mbl.is. Fyllsta trúnaðar heitið.

mbl.is

Frikki Weiss best klæddi maðurinn?

12:34 Íslendingar þekkja Friðrik Weisshappel, þúsundþjalasmið og athafnamann. Nú eru Danirnir að fatta að þessi meistari er ekkert blávatn. Meira »

Pabbinn keyrður heim í löggubíl

09:06 „Eiginlega datt botninn úr þessu síðast þegar löggan kom með hann heim í annarlegu ástandi. Hann varð mjög blúsaður eftir þetta, sagðist ætla að hætta en svo fór hann í veiðiferð með félögum sínum og datt í það eins og ekkert væri sjálfsagðara.“ Meira »

0,73 prósent í „stórum stærðum“

06:09 Stærstu tískuhús í Evrópu stóðu sig herfilega í að sýna fjölbreytilegar líkamsgerðir þegar þau sýndu vor- og sumarlínu sína fyrir árið 2019. Meira »

Níu merki um framhjáhald

Í gær, 23:54 Er makinn að halda fram hjá? Komdu auga á hegðunarmynstur þeirra sem halda fram hjá.   Meira »

Hvenær hætta börn að vera viku og viku?

Í gær, 21:00 „Ég hef verið að velta fyrir mér með unglinga sem eiga fráskilda foreldra og búa til skiptis á báðum heimilum. Hvenær eru þeir orðnir það gamlir að það er betra fyrir þá að eiga eitt heimili og hætta að flakka á milli?“ Meira »

Beckham-hjónin skoða íbúð á Hafnartorgi

Í gær, 18:00 Beckham-hjónin hafa heimsótt Ísland nokkrum sinnum síðustu ár í gegnum kunningskap við hjónin. Björgólf Thor Björgólfsson og Kristínu Ólafsdóttur. Meira »

Megrun skilar aldrei neinu

Í gær, 15:44 Anna Eiríksdóttir, deildarstjóri í Hreyfingu, hefur áratugareynslu af því að hjálpa fólki að komast í betra líkamlegt form. Hún segir að megrun skili aldrei neinum árangri. Meira »

Leið eins ég væri að kveðja Bjössa minn

í gær Hafdís Jónsdóttir eða Dísa í World Class eins og hún er jafnan kölluð fer með lítið hlutverk í myndinni Undir halastjörnu.   Meira »

Inga Bryndís í Magnolia selur húsið

í gær Inga Bryndís Jónsdóttir eigandi Magnolia og eiginmaður hennar hafa sett sitt fallega einbýli við Bergsstaðastræti á sölu.   Meira »

Þetta er alveg skothelt eftir ræktina

í gær Nýlega tók ég upp þann sið að mæta í ræktina þótt það fari eftir dögum hvort ég taki æfingu á hlaupabrettinu eða í heita pottinum. Ferill minn í líkamsrækt er jafnskrautlegur og á stefnumótamarkaðnum en líklega finnst mér skemmtilegra að velja hvað eigi að vera í íþróttatöskunni heldur en að svitna. Meira »

Himneskt kvölds og morgna

í fyrradag Alveg síðan Weleda var stofnað árið 1921 hefur fyrirtækið framleitt náttúrulegar húð- og líkamsvörur sem byggjast á sömu heildarsýn og antrosopísk lyf. Vörurnar styðja við góða heilsu og hafa fyrirbyggjandi eiginleika. Meira »

Notalegt heimili ofurfyrirsætu

í fyrradag Victoria's Secret-fyrirsætan Alessandra Ambrosio á dásamlegt heimili í Kaliforníu þar sem afslappaður stíll ræður ríkjum.   Meira »

Lykillinn að skornum maga Pinkett Smith

í fyrradag Jada Pinkett Smith er þekkt fyrir vöðvastæltan líkama en magaæfingarnar getur hún gert án þess að vera í ræktinni.   Meira »

Fegurðarleyndarmál Madonnu afhjúpað

í fyrradag Madonna hefur þróað nýtt nuddtæki sem viðheldur unglegu útliti, minnkar þrota og bólgur í andliti og líkama. Nú getur þú litið út eins og drottningin. Meira »

Snyrtivaran sem Meghan notar aldrei

14.10. Meghan hertogaynja sér um að farða sig sjálf. Daniel Martin farðaði hana á brúðkaupsdag hennar og veit hann hvað Meghan vill og vill ekki. Meira »

Uppáhaldskolvetni englanna

14.10. Victoria's Secret-fyrirsæturnar Josephine Skriver og Jasmine Tookes borða kolvetni á hverjum degi en stundum er fólki ráðlagt að skera niður kolvetnisát sitt. Meira »

Best að sleppa sígarettunum

14.10. Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica segir að fólk leiti yfirleitt til hennar í kringum fertugt til þess að fara í fyllingarefni eða bótox. Andlitslyfting er hins vegar yfirleitt framkvæmd síðar hjá fólki. Meira »

Silkimjúk og mött lína

13.10. Ef þú vilt fá örlítið nýtt yfirbragð og gera þig upp þá er nýr varalitur alltaf góður kostur. Ný varalitalína frá YSL breytir stemningunni. Meira »

Kremið sem stjörnurnar elska

13.10. Rihanna, Adele, Victoria Beckham og Julia Roberts nota allar sama kremið en stjörnurnar eru þekktar fyrir að hugsa vel um útlit sitt. Meira »

Þetta eyðir gylltum tónum í hárinu

13.10. Fjólublá sjampó hafa lengi verið bestu vinir ljóshærða fólksins en þau eru misjöfn eins og þau eru mörg. Nú er komið talsvert fjölbreyttara úrval af hárvörum með fjólubláum litarefnum til þess að viðhalda ljósa hárlitnum. Meira »

Finnst best að byrja daginn á hreyfingu

13.10. Bosu-boltar eru í uppáhaldi hjá Helgu Diljá Gunnarsdóttur en hún notar boltana til þess að gera maga- og jafnvægisæfingar.   Meira »