Hvernig get ég haft jákvæð áhrif í vinnunni?

Gæti ég verið þessi gaur í vinnunni þar sem ríkir ...
Gæti ég verið þessi gaur í vinnunni þar sem ríkir vantraust og óheiðarleiki? Ljósmynd/Thinkstock photos

Á Smartlandi starfa nokkr­ir ráðgjaf­ar sem leit­ast við að gefa les­end­um góð ráð. Eft­ir­far­andi bréf barst á dög­un­um frá les­anda sem velt­ir fyr­ir sér hvernig hann geti haft jákvæð áhrif á menninguna á vinnustaðnum. Hann líkir vinnustaðnum við veika fjölskyldu og talar um tvo aðila sem glíma við áfengisvandamál og mikil meðvirkni er að myndast í kringum. Ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjaf­inn El­ín­rós Lín­dal gef­ur ráð.

Hæ.

Mig langaði að fá ráð tengt vinnunni minni. Málið er að ég er í góðri vinnu, þar sem verkefnin eru skemmtileg og krefjandi og launin góð. Hins vegar er starfsandinn á vinnustaðnum skrítinn. Ég átta mig ekki á hvað það er nákvæmlega, en það er eins og enginn okkar geti verið við sjálf, án þess þó að einhver einn hafi planað þetta.

Ég er millistjórnandi á þessum vinnustað og get haft ágætlega mikil áhrif á menninguna hérna. En ég er bara ekki alveg að átta mig á hvað þetta er raunverulega. Við erum í nokkrum hópum hér og það ríkir lítið traust á millli hópanna. Ég er ekki viss um að nokkur manneskja hér sé alveg hún sjálf, nema kannski ein manneskja sem menningin nær ekki til. Henni virðist líða vel. En mér líður illa í vinnunni. Samt er ég þessi gaur sem er alltaf í góðu skapi, hef gaman af lífinu og væri til í að vera sá gaur í vinnunni líka.

Það eru tveir aðilar í vinnunni sem allir vita að eru alkóhólistar, og í kringum þá er mikil meðvirkni en líka baktal. Enginn er að taka á því.

Ég er að spá í hvort ég ætti að skoða fleiri valmöguleika eða hvort ég get gert eitthvað til að hafa jákvæð áhrif hér inni. Í það minnsta er ég kominn með nóg af því að líða eins og inniveikri fjölskyldu á vinnustaðnum. En mér þykir leiðinlegt að missa af verkefnunum mínum hér. 

Hvað get ég gert í þessari stöðu?

Kærar, ráðvilltur.

Elínrós Líndal er NLP-einstaklings- og fjölskylduráðgjafi.
Elínrós Líndal er NLP-einstaklings- og fjölskylduráðgjafi. Eggert Jóhannesson

Hæ hæ og takk fyrir bréfið.

Mér þykir áhugavert hvað þú ert meðvitaður um menninguna á vinnustaðnum þínum og hvernig þú líkir vinnustaðnum við fjölskyldu. Ég er á því að á mjög mörgum vinnustöðum hefur menningin þróast á ákveðinn hátt, sem er kannski ekki besta þróunin eða meðvitað. Þessar óskrifuðu reglur sem sumir fara eftir geta verið þvingandi.

Það er ýmislegt sem þú getur gert. Meðal annars aftengt þig menningunni líkt og þessi eina manneskja hefur gert og tekist vel til með.

Ég hef reynsluna af því að vinna á sama vinnustað fyrir og eftir vinnu í meðvirkni. Ég get því staðfastlega sagt þér að þessi vinnustaður er ekki sá sami. Áður var ég mjög meðvituð um allar þessar óskrifuðu reglur, hópa, viðhorf og ágreininga. Eftir að hafa skoðað meðvirkni, hvernig maður aftengir sig og velur viðbrögð og aðstæður að fara inn í, varð vinnustaðurinn  kærleiksríkur, áhugaverður og afslappaður.  Breytingarnar eiga sér nefnilega stað inni í okkur í sjálfsvinnu.

Það sem ég mæli með er eftirfarandi:

  • Lærðu að aftengja þig menningunni og skoðaðu meðvirkni og þig sjálfan í aðstæðum með ráðgjafa.
  • Fáðu fræðslu hjá fíkniráðgjafa um hegðun alkóhólista á vinnustað og hvernig þeir smita út frá sér. Fáðu að sama skapi upplýsingar um hvernig þú getur aftengt þig því og orðið kærleiksríkur gagnvart þessum sjúkdómi í vinnunni og þá hluti af batanum en ekki sjúkdóminum.
  • Veldu á hverjum degi að vera í þessari vinnu, eða skoðaðu fleiri valmöguleika. Hvað værir þú að gera ef þú ættir alla peninga sem þú þyrftir og værir að vinna þér til skemmtunar? Ef það er að vinna í þessari vinnu sem þú ert í, þá myndi ég segja að þú værir að fá frábært verkefni til þín sem þú munt læra að leysa og í kjölfarið vaxa og þroskast.

Að mínu mati er mikið jafnvægi yfir þér eins og þú skrifar. Kannski ertu í þessari stöðu til að læra af henni og gefa lærdóminn áfram á vinnustaðnum. Ég hef hingað til ekki enn þá hitt einstaklinga sem eru alveg ómeðvirkir, en ég þekki einn sem hefur tæpa fjörutíu ára reynslu í að æfa sig að aftengja eftir viðurkenndustu aðferðum. Sú manneskja er á eftirsóknarverðum stað en gefur mér daglega áminningu um hversu samofin meðvirkni er samfélaginu í heild sinni.

Að mínu mati ættu vinnustaðir í landinu að vera duglegir að fá inn fyrirlesara til að fræða starfsmenn sína um þessi málefni. Hvetja starfsmenn til að mæta í vinnuna sem „þeir“, ýta undir opin samskipti, heiðarleika og traust. 

Ég vona að þessi vinna megi byrja með þér á þínum vinnustað.

Gangi þér vel.

Kærar Elínrós Líndal.

Áhugasamir geta sent spurningar  á elinros@mbl.is. Fyllsta trúnaðar heitið.

mbl.is

Stjörnumerkin um kynlífsárið 2019

Í gær, 23:30 Hrútar ættu að taka meiri áhættu á árinu og meyjur eiga eftir að stunda mikið kynlíf árið 2019. Hvað segir stjörnumerkið um þig? Meira »

Konur í hárugum janúar

Í gær, 21:00 Konur víða um heim hafa birt myndir af líkamshárum sínum á Instagram undir myllumerkinu Januhairy, ætlast er til af samfélaginu að konur fjarlægi líkamshár sín. Meira »

Eitt heitasta merkið í bransanum í dag

Í gær, 19:00 Brock Collection er vörumerki sem vert er að fylgjast með. Stjörnur á borð við Alicia Vikander, Zoe Saldana og Emily Ratajkowski fá ekki nóg. Meira »

Ertu ljón, höfrungur, björn eða úlfur?

Í gær, 16:00 Hvernig er líkamsklukkan þín? Tilheyrir þú hópi ljóna, höfrunga, bjarna eða úlfa? Það hentar ekki öllum að mæta í vinnu klukkan níu og borða kvöldmat klukkan sex. Meira »

Eru áhrifavaldar komnir til að vera?

Í gær, 13:20 Andrea Guðmundsdóttir býr í Hong Kong þar sem hún rannsakar áhrifavalda. Hún trúir því að áhrifavaldar séu komnir til að vera og segir þá hafa upp á annað að bjóða en hefðbundnar auglýsingar. Meira »

Geislaði með kúlu í rauðu

Í gær, 10:00 Vel sást í myndarlega óléttukúlu hertogaynjunnar í þröngum fjólubláum kjól sem hún klæddist í heimsókninni en Meghan er sögð hafa ljóstrað því upp að hún ætti von á sér í apríl. Meira »

Breytti ljótu húsi í fallegt heimili

Í gær, 06:02 Skapari Grey's Anatomy reif niður hæð og framhliðina á húsinu sínu og finnst húsið nú fallegt þótt það hafi verið ljótt og eitthvað rangt við það í upphafi. Meira »

Hvítt og ljóst átti rauða dregilinn

í fyrradag Leikkonurnar voru ekki þær einu sem mættu í þessu litaþema á Critics Choice-verðlaunin þar sem einnig mátti sjá karlmenn í hvítum og ljósum jakkafötum. Meira »

Landaði hlutverki í tannkremsauglýsingu

í fyrradag Ágústa Eva Erlendsdóttir er ekki bara að leika í risaseríum fyrir HBO. Hún lék á dögunum í tannkremsauglýsingum sem sýndar eru í bandarísku sjónvarpi um þessar mundir. Meira »

Ásgeir Kolbeins selur 300 fm einbýli

í fyrradag Ásgeir Kolbeinsson og Bryndís Hera Gísladóttir hafa sett sitt glæsilega einbýli á sölu í Breiðholtinu.   Meira »

Hildur er með bleikt Barbie-eldhús

í fyrradag Hildur Gunnlaugsdóttir arkitekt fylgir hjartanu þegar kemur að því að gera fallegt í kringum sig. Hún er með stóran blómavegg í stofunni og bleikt eldhús. Meira »

Trylltar fréttir fyrir COS-aðdáendur

í fyrradag Verslunin COS opnar á Íslandi. Mun verslunin opna á Hafnartorgi - í húsinu við hlið H&M.;  Meira »

Svefninn bjargaði heilsunni

í fyrradag Jamie Oliver fann fyrir mikilli depurð í aðeins of langan tíma. Þegar hann breytti svefnvenjum sínum lagaðist ansi margt.   Meira »

Kostir þess að sofa nakinn

13.1. Það að sofa í guðsgallanum hefur ekki einungis jákvæð áhrif á kynlífið. Það eru ófáir kostir þess að lofta aðeins um að neðan á nóttunni. Meira »

Yndislegur en með litla kynhvöt

13.1. „Við elskum hvort annað mjög mikið en stundum bara kynlíf einu sinni í mánuði eða svo. Hann segist bara hafa litla kynhvöt.“  Meira »

Hvers vegna þurfum við vítamín?

13.1. „Margir halda því fram að þeir fái öll næringarefni sem þeir þurfa úr fæðunni. Því miður er fæðan í dag almennt mjög rýr af næringarefnum, m.a. vegna margra ára notkunar á tilbúnum áburði sem hefur rýrt jarðveginn af steinefnum.“ Meira »

Jakob og Birna Rún skemmtu sér

13.1. Jakob Frímann Magnússon og Birna Rún Gísladóttir létu sig ekki vanta þegar sýningin Líffærin var opnuð í Ásmundarsal.   Meira »

Svona ætti ekki að innrétta í febrúar

13.1. Burt með stráin og nýja lampann með beru ljósaperunni. Sérfræðingar eru víst komnir með nóg af gylltum nýtískuhnífapörum.   Meira »

Svona hættir Robbie Williams að reykja

13.1. Robbie Williams segir ekki auðvelt að hætta að reykja en hann er byrjaður að líta til þess að róa hugann í nikótínfráhvörfunum. Meira »

Einfaldar leiðir í átt að meiri sjálfsást

12.1. Greinin fjallar um 45 lítil atriði sem hægt er að setja inn í lífið til að upplifa meiri vellíðan. Þetta eru atriði sem hafa áhrif á huga, líkama og sál. Meira »

Með veski eða gæludýr?

12.1. Lady Gaga mætti með stórundarlegan aukahlut á rauða dregilinn í vikunni. Fólk virðist ekki vera visst um hvaða hlutverki aukahluturinn átti að þjóna. Meira »