Hvernig get ég haft jákvæð áhrif í vinnunni?

Gæti ég verið þessi gaur í vinnunni þar sem ríkir ...
Gæti ég verið þessi gaur í vinnunni þar sem ríkir vantraust og óheiðarleiki? Ljósmynd/Thinkstock photos

Á Smartlandi starfa nokkr­ir ráðgjaf­ar sem leit­ast við að gefa les­end­um góð ráð. Eft­ir­far­andi bréf barst á dög­un­um frá les­anda sem velt­ir fyr­ir sér hvernig hann geti haft jákvæð áhrif á menninguna á vinnustaðnum. Hann líkir vinnustaðnum við veika fjölskyldu og talar um tvo aðila sem glíma við áfengisvandamál og mikil meðvirkni er að myndast í kringum. Ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjaf­inn El­ín­rós Lín­dal gef­ur ráð.

Hæ.

Mig langaði að fá ráð tengt vinnunni minni. Málið er að ég er í góðri vinnu, þar sem verkefnin eru skemmtileg og krefjandi og launin góð. Hins vegar er starfsandinn á vinnustaðnum skrítinn. Ég átta mig ekki á hvað það er nákvæmlega, en það er eins og enginn okkar geti verið við sjálf, án þess þó að einhver einn hafi planað þetta.

Ég er millistjórnandi á þessum vinnustað og get haft ágætlega mikil áhrif á menninguna hérna. En ég er bara ekki alveg að átta mig á hvað þetta er raunverulega. Við erum í nokkrum hópum hér og það ríkir lítið traust á millli hópanna. Ég er ekki viss um að nokkur manneskja hér sé alveg hún sjálf, nema kannski ein manneskja sem menningin nær ekki til. Henni virðist líða vel. En mér líður illa í vinnunni. Samt er ég þessi gaur sem er alltaf í góðu skapi, hef gaman af lífinu og væri til í að vera sá gaur í vinnunni líka.

Það eru tveir aðilar í vinnunni sem allir vita að eru alkóhólistar, og í kringum þá er mikil meðvirkni en líka baktal. Enginn er að taka á því.

Ég er að spá í hvort ég ætti að skoða fleiri valmöguleika eða hvort ég get gert eitthvað til að hafa jákvæð áhrif hér inni. Í það minnsta er ég kominn með nóg af því að líða eins og inniveikri fjölskyldu á vinnustaðnum. En mér þykir leiðinlegt að missa af verkefnunum mínum hér. 

Hvað get ég gert í þessari stöðu?

Kærar, ráðvilltur.

Elínrós Líndal er NLP-einstaklings- og fjölskylduráðgjafi.
Elínrós Líndal er NLP-einstaklings- og fjölskylduráðgjafi. Eggert Jóhannesson

Hæ hæ og takk fyrir bréfið.

Mér þykir áhugavert hvað þú ert meðvitaður um menninguna á vinnustaðnum þínum og hvernig þú líkir vinnustaðnum við fjölskyldu. Ég er á því að á mjög mörgum vinnustöðum hefur menningin þróast á ákveðinn hátt, sem er kannski ekki besta þróunin eða meðvitað. Þessar óskrifuðu reglur sem sumir fara eftir geta verið þvingandi.

Það er ýmislegt sem þú getur gert. Meðal annars aftengt þig menningunni líkt og þessi eina manneskja hefur gert og tekist vel til með.

Ég hef reynsluna af því að vinna á sama vinnustað fyrir og eftir vinnu í meðvirkni. Ég get því staðfastlega sagt þér að þessi vinnustaður er ekki sá sami. Áður var ég mjög meðvituð um allar þessar óskrifuðu reglur, hópa, viðhorf og ágreininga. Eftir að hafa skoðað meðvirkni, hvernig maður aftengir sig og velur viðbrögð og aðstæður að fara inn í, varð vinnustaðurinn  kærleiksríkur, áhugaverður og afslappaður.  Breytingarnar eiga sér nefnilega stað inni í okkur í sjálfsvinnu.

Það sem ég mæli með er eftirfarandi:

  • Lærðu að aftengja þig menningunni og skoðaðu meðvirkni og þig sjálfan í aðstæðum með ráðgjafa.
  • Fáðu fræðslu hjá fíkniráðgjafa um hegðun alkóhólista á vinnustað og hvernig þeir smita út frá sér. Fáðu að sama skapi upplýsingar um hvernig þú getur aftengt þig því og orðið kærleiksríkur gagnvart þessum sjúkdómi í vinnunni og þá hluti af batanum en ekki sjúkdóminum.
  • Veldu á hverjum degi að vera í þessari vinnu, eða skoðaðu fleiri valmöguleika. Hvað værir þú að gera ef þú ættir alla peninga sem þú þyrftir og værir að vinna þér til skemmtunar? Ef það er að vinna í þessari vinnu sem þú ert í, þá myndi ég segja að þú værir að fá frábært verkefni til þín sem þú munt læra að leysa og í kjölfarið vaxa og þroskast.

Að mínu mati er mikið jafnvægi yfir þér eins og þú skrifar. Kannski ertu í þessari stöðu til að læra af henni og gefa lærdóminn áfram á vinnustaðnum. Ég hef hingað til ekki enn þá hitt einstaklinga sem eru alveg ómeðvirkir, en ég þekki einn sem hefur tæpa fjörutíu ára reynslu í að æfa sig að aftengja eftir viðurkenndustu aðferðum. Sú manneskja er á eftirsóknarverðum stað en gefur mér daglega áminningu um hversu samofin meðvirkni er samfélaginu í heild sinni.

Að mínu mati ættu vinnustaðir í landinu að vera duglegir að fá inn fyrirlesara til að fræða starfsmenn sína um þessi málefni. Hvetja starfsmenn til að mæta í vinnuna sem „þeir“, ýta undir opin samskipti, heiðarleika og traust. 

Ég vona að þessi vinna megi byrja með þér á þínum vinnustað.

Gangi þér vel.

Kærar Elínrós Líndal.

Áhugasamir geta sent spurningar  á elinros@mbl.is. Fyllsta trúnaðar heitið.

mbl.is

Chloé Ophelia opnar snyrtibudduna

12:00 Chloé Ophelia er ljósmyndari búsett í Portúgal. Hún býr í litlum bæ í Algarve með eiginmanni sínu Árna Elliott ásamt tveimur sonum þeirra, þeim Högna Hierónymus og Hyrning Harper. Meira »

Allt sem umvefur þig ætti að hafa tilgang

09:00 Karitas Möller er arkitekt hjá Tvíhorf arkitektum. Hún hefur nýverið eignast tvíbura. Karitas ákvað að verða arkitekt eftir að hafa heimsótt húsið hennar Högnu Sigurðardóttur arkitekts á Bakkaflöt. Meira »

Konur eiga bullandi séns

06:00 Hjördís Hugrún Sigurðardóttir og móðir hennar Ólöf Rún Skúladóttir skrifuðu bókina „Tækifærin“ saman. Þær hvetja konur að deila ráðum sem þú myndir gefa þér yngri undir #jáhúnáséns. Meira »

Sex stellingar fyrir sturtuna

Í gær, 23:59 Sturtukynlíf getur verið snúið en hér er listi yfir sex stellingar sem hafa reynt vel í sturtunni. Vert er að taka fram að stórar og rúmgóðar sturtur henta betur en litlir sturtuklefar. Meira »

Útlitið segir ekki allt – kafaðu dýpra

Í gær, 21:00 Ert þú ein/einn af þeim sem eyðir lunganum úr deginum í ræktinni í að æfa rassvöðvana svo þeir verði eins og Kardashian? Eða bringuvöðvana svo þeir verði eins og á Rocky Balboa? Þú verður að hætta því, í það minnsta fókusera á fleira. Vísindin segja að fleira en útlitið skipti máli þegar kemur að því að vera sjarmerandi. Meira »

Æfingin sem breytti handleggjum Jennifer Garner

Í gær, 18:00 Leikkonan Jennifer Garner er komin með upphandleggsvöðva sem minna á ofurmenni. Garner notaði ekki bara lóð heldur er uppáhaldsæfingin hennar framkvæmd með teygju. Meira »

Skáparáð frá fataskápahönnuði stjarnanna

Í gær, 15:00 Fataskápur er ekki sama og fataskápur, það veit fataskápahönnuðurinn Lisa Adams. Tyra Banks, Khloé Kardashian og Christina Aguiliera treysta á skápahönnun Adams. Meira »

Ertu að gefast upp á Instagram?

í gær Það eru ekki allir að leita að berum bossum og andarandlitum á samfélagsmiðlum. Hér eru nokkrir áhugaverðir reikningar fyrir þá fróðleiksfúsu á Instagram. Meira »

Allt á útopnu á Bastard Brew&Food

í gær Það var glaumur og gleði í loftinu þegar veitingastaðurinn Bastard Brew&Food var opnaður í sama húsnæði og Vegamót voru áður til húsa. Eins og sést á myndunum var allt á útopnu og mikið stuð. Meira »

Heilluð af axlarpúðum

í gær Ágústa Sveinsdóttir sér um kynningarmál fyrir Geysi ásamt því að vera með ýmis sjálfstæð hönnunar-verkefni á hliðarlínunni. Hún er útskrifuð úr vöruhönnun frá Listaháskóla Íslands og ræðir hér um uppáhalds flíkurnar sínar. Meira »

Magnesíum núllstillir sykurlöngun og fleira

í fyrradag „Færð þú oft sykurlöngun þegar það er streitutímabil hjá þér? Magnesíum hjálpar við sendingu taugaboða og slökun vöðva. Við þurfum magnesíum til að sinna taugaboðum frá vöðvunum til heilans og einnig er magnesíum nauðsynlegt fyrir upptöku kalks. Magnesíum ásamt kalki hjálpar við vöðvaslökun sem aðstoðar m.a. við æðavíkkun og lækkun á blóðþrýstingi,“ segir Júlía Magnúsdóttir heilsumarkþjálfi í sínum nýjasta pistli. Meira »

Snjallforrit sem hraðar þér í áttina að ástinni

í fyrradag Það er alltaf gott að hafa vísindin með sér á ókunnar slóðir. Sér í lagi ef þú mátt engan tíma missa og ert að leita að ástinni. Heystax er nýtt snjallforrit sem notar andlitsgreini til að nema hversu hrifin þið eruð af hvort öðru á einungis 30 sekúndum. Meira »

Hildur og Jón geisluðu af gleði

í fyrradag Ungir sjálfstæðismenn, Huginn, Heimdallur, Týr og Stefnir, héldu bjórkvöld á kosningaskrifstofunni við Klapparstíg. Eyþór Arnalds tók nokkra vel valda slagara. Meira »

Ég er mjög langt frá því að vera handlaginn

í fyrradag „Við fluttum inn í Háagerðið í mars 2016. Það var ansi margt sem þurfti að laga því íbúðin var illa farin. Við brutum niður veggi, tókum allt gólfefni af gólfinu. Þar á meðal rifum við af um það bil þrjú lög af dúkum, sem voru lagðir ofan á hvorn annan og sennilega var elsta lagið frá 1967 þegar íbúðin var byggð.“ Meira »

Ég skalf ef ég þurfti að tjá mig

í fyrradag „Að tala fyrir framan hóp af fólki var bara algjörlega ógerlegt fyrir mig og ég man eftir fyrsta verkefninu mínu þar sem ég þurfti að tala yfir ca 20 manna hópi. Ég skalf á beinunum, fékk svimatilfinningu og það hefði líklega liðið yfir mig ef ég hefði ekki haft standandi tússtöflu fyrir framan mig til að styðja mig við.“ Meira »

Á ég að hætta með henni?

25.5. „Ég er í sambandi við konu og við eigum barn saman, ég elska barnið mitt meira en sjálfan mig og mér hryllir við þeirri tilhugsun að fá ekki að vera í kringum það á hverjum degi. En aftur á móti er allur neisti farinn úr þessu sambandi og hann kemur ekki aftur hvað mig varðar amk,“ segir íslenskur karl í spurningu til Valdimars. Meira »

Hvernig gluggatjöld á ég að velja?

25.5. Í hverri viku berast spurningar frá lesendum Smartlands sem vantar ráð varðandi heimili sitt. Hér kemur spurning frá konu sem er týnd í frumskógi gluggatjaldanna og veit ekki hvað hún á að velja. Meira »

Þetta ætti að gera fyrir 35 ára aldurinn

24.5. Það er ekki allir sem ná að safna tvöföldum árlaunum sínum fyrir 35 ára aldurinn. Hér eru níu atriði sem eru viðráðanlegri.   Meira »

Er kominn tími til að fella grímuna?

24.5. Hvernig er hægt að vera atvinnumaður í íþróttum, eiga fallega eiginkonu, fullt af eignum og í raun allt í lífinu sem maður óskaði sér. En ekki hamingjusamur? Atvinnumaðurinn Lewis Howes hefur fellt grímuna og hvetur aðra karlmenn til að gera hið sama. Meira »

Auðvelt að leika eftir hárgreiðslu Meghan

24.5. Hárgreiðslumaður hertogaynjunnar af Sussex segir að fólk ætti að geta leikið eftir brúðargreislu Meghan heima. Hárgreiðslukonan Teddi Cranford gerði ágæta tilraun. Meira »

Ágústa Eva hélt uppi stuðinu

24.5. Viðreisn og Neslistinn héldu kosningahátíð í kosningamiðstöð sinni við Sundlaug Seltjarnerness í gær. Kosningamiðstöðin er í sögufrægum söluskála sem meðal annars hefur hýst Skarasjoppu og Systrasamlagið, sem því miður hætti starfsemi sinni fyrir rúmu ári. Meira »