Er þetta gott í kynlífi eða ógeðslegt?

Eru kossar eftir munnmök málið?
Eru kossar eftir munnmök málið? mbl.is/Thinkstockphotos

Það sem sumum finnst gott í kynlífi finnst öðrum ógeðslegt. Oft erum við ekki að tala um þessi atriði en það er óþarfi að skammast sín eitthvað enda ertu örugglega ekki sú eina eða sá eini sem finnst einhver ákveðin athöfn ánægjuleg. Fólk greindi frá slíkum leyndarmálum sínum á Reddit eins og Women's Health fór yfir. Er ekki eitthvað sem þú kannast við?

Kossar eftir munnmök

Einn notandi skildi ekki af hverju fólki þætti það ógeðslegt að kyssast eftir munnmök. Þótti honum það ekkert nema eðlilegt. 

Sæðið

Einn notandi viðurkenndi að hann elskaði að kyngja sæði eða fá sæði ofan á sig. 

Sleikja handarkrika

Annar notandi uppljóstraði að hann væri þekktur fyrir að sleikja handarkrika bólfélaga sinna sér til ánægju. Ánægjan væri þó ekki jafnmikil ef bólfélagarnir væru með svitalyktareyði. 

Svitinn hans

Sviti makans og lyktin sem honum fylgdi heillaði einn notanda. Fannst honum sérstaklega gott að sleikja svitann af maka sínum eftir kynlíf.

Óvæntur hráki

Einn notandi stundaði kynlíf með kærasta sínum drukknum fyrir stuttu. Kærastinn hrækti óvænt upp í hann en notandinn segir það hafa komið ánægjulega á óvart.

Hárin hans

Hár og þá sérstaklega líkamshár heilla ekki alla, en þó suma. Einn notandi sagðist elska hár og þá ekki endilega höfuðhár heldur líka hár á fótum og bringuhár. Hann segist elska að toga í þau, leika með þau og koma við þau og segir ekkert toppa mann með góðan hárvöxt. 

Hár á fótum heilla suma meira en aðra.
Hár á fótum heilla suma meira en aðra. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál