Slæm hjónabönd óholl eins og reykingar

Of mikil átök í samböndum geta haft slæmar afleiðingar.
Of mikil átök í samböndum geta haft slæmar afleiðingar. mbl.is/Thinkstockphotos

Slæmt hjónaband getur tekið sinn toll en The Guardian greinir frá rannsókn á 373 gagnkynhneigðum hjónaböndum á 16 ára tímabili þar sem skoðað var hvort mikill ágreiningur í hjónaböndum hefði áhrif á heilsuna. 

Fólk sem sagði mikinn ágreining vera í hjónabandi sínu var borið saman við fólk í þeim hjónaböndum þar sem minni ágreiningur átti sér stað. Slæmu hjónaböndin höfðu neikvæð áhrif á báða aðila í hjónaböndum en hafði þó meiri áhrif á karlmenn. Góðu hjónaböndin höfðu sömuleiðis góð áhrif á heilsuna til að byrja með. 

Þrátt fyrir að því hafi oft verið haldið fram að gift fólk lifi lengra og heilbrigðara lífi er samkvæmt þessu þó ekki endilega alltaf betra að vera giftur. „Að upplifa mikil átök í sambandi getur haft mjög slæm áhrif á heilsuna, eins er önnur hegðun sem hefur neikvæð áhrif á heilsuna eins og að reykja eða drekka,“ útskýrði einn rannsakandinn. 

Það er í lagi fyrir hjón að rífast stöku sinnum en þegar átökin verða mikil í mörg ár getur það haft áhrif á heilsuna. 

Það er ekki alltaf betra að vera giftur.
Það er ekki alltaf betra að vera giftur. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál