9 atriði sem auka ánægjuna á fyrsta stefnumóti

Fyrsta stefnumót ætti að vera hversdagslegt að mati sérfræðinga og ...
Fyrsta stefnumót ætti að vera hversdagslegt að mati sérfræðinga og ef við erum ekki með of miklar væntingar gæti stefnumótið komið verulega á óvart. Raunveruleg tenging á milli fólks er erfitt að finna ef það er of mikil framleiðsla á bak við fyrsta stefnumótið. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Stefnumótamenningin á Íslandi hefur aukist talsvert með tilstuðlan samskiptamiðla. Nú þykir ekki mikið tiltökumál að fara á stefnumót með fólki án þess að formlegur vinskapur hafi komist á fyrst. Tinder og aðrir samskiptamiðlar tengja fólk með nýjum hætti. Þess vegna er gott að minna sig á atriði sem vert er að hafa í huga til að auka ánægjuna á fyrsta stefnumóti. Greinin birtist á Bustle nýverið þar sem Julie Spira stefnumótamarkþjálfi minnir lesendur á að það getur verið ákaflega skemmtilegt að fara út og hitta fólk í staðinn fyrir að sitja heima og stara á sjónvarpið eða á símann að bíða eftir því að einhver annar taki af skarið. 

„Fyrstu stefnumót geta verið alls konar. Auðvitað er frábært ef það er þannig að þú hittir einhvern og þið smellið saman strax, en ef það gerist ekki er það ekkert mál heldur. Stefnumót eru fyrst og fremst tækifæri á að hitta og kynnast einhverjum nýjum. Að hafa gaman eða í það minnsta að læra eitthvað nýtt um okkur sjálf.“

Eftirfarandi ráð eru frá sérfræðingum í stefnumótum sem geta aðstoðað við að gera fyrstu stefnumótin þín aðeins betri.

1. Settu öryggið í öndvegi

Í hvert skiptið sem þú hittir einhvern sem þú ekki þekkir er góð hugmynd að vera varkár þegar þú ert að skipuleggja stefnumót – því það er allaf betra að vera öruggur en að sjá eftir því seinna.

„Hafið stefnumótið á almannafæri og segðu einhverjum sem þú treystir hvert þú ert að fara,“ segir Alisha Powell sambandsráðgjafi. „Ekki hika við að staðsetja þig á samfélagsmiðlum á ákveðnum stað og ef eitthvað er vertu þá viðbúin/viðbúinn að geta komið þér í burtu (þarna geturðu látið símann þinn hringja og fleira í þeim dúrnum).“

2. Hafðu fyrsta stefnumótið hversdagslegt

Fyrsta stefnumótið þarf ekki að vera eitthvað svakalega fínt eða mjög langt til að það sé gott. Í raun og veru finnur þú betur hvort um raunverulega tengingu er að ræða eftir því sem fyrsta stefnumótið er einfaldara. 

„Fyrsta stefnumótið ætti ekki að vera flókið. Það ætti að hugsast sem fyrsta tækifærið til að hitta aðila og ræða við hann/hana um lífið og tilveruna. Það er gott að hittast í hljóðlátu umhverfi svo að friður og ró sé þannig að fólk heyri vel í hvort öðru,“ segir Powell.

3. Ekki gera of miklar væntingar

Það er gott að vera jákvæður og vona hið besta, en ef við erum með of miklar væntingar getur það valdið vonbrigðum. Bestu væntingarnar er einfaldlega að þú kynnist einhverjum nýjum, þú getur beðið með áhyggjur af öllu öðru þangað til seinna. 

„Að vera maður sjálfur og að vera heiðarlegur er alltaf best. Þú vilt ekki kynnast allri lífssögu fólks strax á fyrsta stefnumóti, en þú vilt fá góða innsýn í hver hinn aðilinn er og hvert hann stefnir. Ekki setja of mikla athygli í litlu hlutina og haltu þig við stóru myndina. Þú getur alltaf hafnað öðru stefnumóti ef þér finnst vanta tengingu eða áhuga á fyrsta stefnumóti,“ segir Powell.

4. Haltu þér frá smáhjali

Það er ekki auðvelt að halda uppi samræðum við ókunnugt fólki á fyrsta stefnumóti en ef þú treystir þér að fara aðeins dýpra ofan í samtalið og sleppa öllu smáhjali, getur þú komið á raunverulegri tenginu.

„Ekki tala bara um veðrið á stefnumótinu,“ segir Caleb Backe ráðgjafi. „Þá muntu fara í gegnum fyrsta stefnumótið án þess að kynnst raunverulega þeim sem þú ert með á stefnumótinu og þarft að fara á nýtt stefnumót með sama aðila til að finna út um hlutina. Farðu bara strax ofan í saumana á því sem skiptir þig máli – hver er þessi persóna og eigið þig eitthvað sameiginlegt?“

5. Undirbúðu þig

Hugsaðu út í nokkra hluti sem þú ert að vinna að, markmið sem þú hefur sett þér og ef samtalið á fyrsta stefnumóti er að missa dampinn, nýttu þá tækifærið og talaðu um þessi atriði. 

„Ég segi alltaf mínum viðskiptavinum að undirbúa einhverjar 3 – 5 sögur, hluti eða verkefni sem þau eru að vinna í að breyta eða gera í sínu lífi,“ segir Marni Kinrys stefnumótamarkþjálfi. „Ef þú talar um markmiðin þín í lífinu ertu að segja söguna þína og upplýsa hver þú ert. Með slíkri hreinskilni færðu góða mynd af þeim sem þú deilir stefnumótinu með. Segir hann þér sína sögu? Hvað skiptir þann aðila mestu máli?“

6. Ekki gleyma þínum þörfum

Það er eðlilegt að vilja koma vel fyrir á fyrsta stefnumóti, en það þýðir samt ekki að þú gleymir sjálfri þér á stefnumótinu. Er hinn aðilinn að vekja hjá þér áhuga og aðdáun?

„Þegar fólk fer á fyrsta stefnumót vill það vanalega að hinum aðilanum líki vel við sig,“ segir Julia L. Alperovich sambandsráðgjafi. „Fólk er þá með það að markmiði að hinum aðilanum líki vel við sig og gleymir að spyrja sig: Líkar mér vel við þann sem ég er að hitta? Það sem gerist þá vanalega er að þú selur þig sem persónu fyrir hinn aðilann, en þú verður að læra að taka við því hver hinn er á móti. Ef þú ert að reyna að passa í eitthvert box sem þú hefur gefið þér fyrir stefnumótið eða skynjar að hinn aðilinn hafi áhuga á að þú sért á stefnumótinu getur þú lent í því að missa sjálfan þig í ferlinu. Settu þínar langanir í forgang, enginn annar gerir það fyrir þig.“

7. Settu mörk

Þegar þú ferð út með einhverjum sem þú hefur ekki hitt áður, er mikilvægt að þú haldir þig við þín mörk. 

„Allir eiga rétt á að setja mörk og halda sig við þau,“ segir Alperovich. „Ef þér finnst eins og það sé þrýstingur á að þú færir til mörkin þín skaltu líta á það sem vandamál. Þú átt allan rétt á því að finnast þú öruggur/örugg á stefnumóti, hvað svo sem það felur í sér. Gerðu það sem þú þarft að gera til að upplifa öryggi og ekki afsaka þig. Þeir sem passa vel við þig munu virða mörkin þín og skilja þig.“

 8. Vertu til staðar

Það er margt sem getur truflað okkur á fyrsta stefnumóti: neikvæðar hugsanir, áhyggjur um hvernig stefnumótið er að ganga, eða litlir hlutir eins og tíst í símanum. Ef þú vilt raunverulega tengingu við hinn aðilann er mikilvægt að vera andlega til staðar á stefnumótinu. 

„Fyrstu stefnumót eru full af sjálfsmeðvitund, sem getur verið mjög truflandi,“ segir Alperovich. „Klæddi ég mig á réttan hátt fyrir staðinn og stefnumótið? Er ég með mat í tönnunum? Ætli ég virki á taugum? Ætli ég sé að tala of mikið? Skoðaðu þessa hluti áður en þú ferð á stefnumótið en ekki á því. Þá getur þú sett fókusinn á hvernig þér líður með manneskjunni á stefnumótinu.“

9. Skemmtu þér vel

Það sem þú átt að setja í forgang á fyrsta stefnumóti er að þú skemmtir þér vel. Ef þú skemmtir þér vel en ekkert rómantískt gerist er það í lagi. Þú ert aldrei að eyða tímanum til einskis þegar þú ert að skemmta þér og hafa gaman.

„Ef það að fara á stefnumót er leiðinlegt fyrir þig þá áttu ekki að eyða tímanum þínum í það,“ segir Alperovich. „Kannski ertu ekki komin/kominn yfir sambandið sem þú varst í áður, eða ekki tilbúin/tilbúinn að hitta einhvern nýjan, eða þig langar bara ekki út. Þú átt ekki að fara yfir þín eigin mörk og alls ekki að pína þig á stefnumót. Stefnumót er einungis tækifæri til að kynnast einhverju nýju, það er eins konar ferli ekki kjarni. Þú getur einnig notað stefnumót til að kynnast nýjum stöðum í bænum, eignast vini, nýta tækifærið til að klæða þig upp á, eða læra nýja hluti um þig. Hvert svo sem markmiðið er, þá er það fyrir þig gert að fara á stefnumót, engan annan. Þess vegna verður þig að langa að fara og það verður að vekja áhuga þinn.“

Auðvitað getur maður fyllst ótta við það að fara á stefnumót, en um leið og þú gerir raunhæfar væntingar, ert samkvæm/samkvæmur sjálfri/sjálfum þér og gerir það sem þig langar og reynir að hafa gaman af því þá er ekkert að óttast. Hver veit nema að þú finnir ástina í þessu ferli?

mbl.is

Fegurðardrottningin lét sig ekki vanta

Í gær, 22:30 Anna Lára Orlowska fyrrverandi Ungfrú Íslands lét sig ekki vanta þegar ný lína frá Dr. Organic var kynnt á Kaffi Flóru í Laugardalnum. Um er að ræða nýja línu úr Cocoa Butter og í leiðinni var nýtt andlitskrem kynnt en það er með mikið af collageni í. Meira »

Linda Pé fór í loftbelg með dótturinni

Í gær, 20:00 Linda Pétursdóttir mælir með því að framkvæma hluti sem eru á „bucket“ listanum okkar. Eftir heilablóðfall gerir hún miklu meira af því að láta drauma rætast. Meira »

Græjan sem reddar á þér hárinu

Í gær, 17:00 Konur sem eyða miklum tíma í hárið á sér á hverjum morgni gleðjast yfir hverju tæki sem sparar tíma og gerir hárið betra. Þær sem eru vanar að slétta eða krulla á sér hárið eiga eftir að kunna að meta Inverse græjuna. Meira »

Endalausir möguleikar með einni pallettu

Í gær, 16:00 Nýjasta augnskuggapalletta Urban Decay nefnist Born To Run og fór hún eins og stormsveipur um förðunarheiminn en hún er loksins komin til Íslands. Meira »

Versalir Alberts og Bergþórs falir

Í gær, 13:03 Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson eiga örugglega merkilegustu íbúð Íslands. Að utan er húsið látlaust en þegar inn er komið er eins og þú sért kominn til Versala. Þvílíkur íburður og fegurð. Meira »

Hulda og Aðalsteinn í Módern selja höllina

Í gær, 12:00 Hulda Hrönn Finsen og Aðalsteinn Finsen, eigendur Módern, hafa sett sitt fallega hús í Garðabæ á sölu.   Meira »

Er konan að brjóta á maka sínum?

Í gær, 09:05 Gift kona segir að hún sé ekki búin að lofa konu kvænta mannsins sem hún er að reyna við neinu og skuldi henni því ekki neitt. Sama segir hún um kvænta manninn sem er að reyna við hana að hann sé ekki búinn að lofa manninum hennar neinu og þess vegna skuldi hann honum ekki neitt. Þau séu bara að brjóta á mökum sínum en ekki mökum hvors annars. Er þetta rétt? Meira »

7 ráð til að koma í veg fyrir hrotur

í fyrradag Ef þú vilt koma í veg fyrir skilnað eða að þér verði ekki boðið með í sumarbústaðarferð með vinunum er eins gott að reyna allt til þess að koma í veg fyrir hroturnar. Meira »

Tróð sér í kjólinn frá 1999

í fyrradag Sarah Michelle Geller getur huggað sig við það að passa enn í kjól sem hún klæddist á Emmy-verðlaunahátíðinni fyrir 19 árum. Meira »

Með IKEA-innréttingu á baðinu

í fyrradag Ert þú með eins innréttingu á baðinu og Julia Roberts? Leikkonan hefur sett yndislegt hús sem hún á í Kaliforníu á leigumarkað en húsið keypti hún í fyrra. Meira »

Mamma Meghan flottari?

í fyrradag Meghan mætti í nýrri blárri kápu með móður sína við hlið sér þegar útgáfu uppskriftarbókar sem hún gefur út var fagnað.   Meira »

Skvísupartý á Hilton

í fyrradag Allar flottustu skvísur landsins mættu á Hilton Nordica í gærkvöldi og kynntu sér spennandi förðunar- og snyrtivörur frá vörumerkjum BOX12. Meira »

Stórglæsilegar með ör eftir bólur

í fyrradag Margir skammast sín fyrir bólur og ör eftir þær en það er auðvitað algjör óþarfi enda kemur fegurðin innan frá.   Meira »

Ekkert kynlíf í þrjú ár en mjög ástfangin

í fyrradag Jacob og Charlotte hafa verið saman í fjögur ár en síðustu þrjú ár hafa þau ekki stundað kynlíf og kynlíf er ekki á dagskrá hjá þeim. Meira »

Hvaða náttgalli er bestur fyrir kynlífið?

19.9. Í hverju þú sef­ur eða sef­ur ekki get­ur haft áhrif á kyn­lífið sem þú stund­ar. Þessi náttgalli þarf ekki að kosta mikið.   Meira »

Bjarni vill gera húsaskipti næstu vikur

19.9. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, sem steig til hliðar á meðan málefni fyrirtækisins eru skoðuð, vill ólmur gera húsaskipti fram til 31. október 2018. Meira »

Á hraðferð í rauðri leðurkápu

19.9. Anna Wintour gefur grænt ljós á síðar leðurkápur en leðurjakkar eru ekki hennar tebolli. Það gustaði af henni á götum Lundúna á tískuvikunni þar í borg. Meira »

Hvaða reglur gilda um inneignarnótur?

19.9. „Þegar ég fór að skoða innleggsnótuna betur sá ég að hún rann út í lok sumars og peningurinn minn þar með glataður. Mega búðir setja svona frest á innleggsnótur? Er þetta ekki í rauninni minn peningur?“ Meira »

Þorbjörg Helga og Hallbjörn selja höllina

19.9. Hjónin Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Hallbjörn Karlsson hafa sett sitt fallega hús við Bjarmaland í Fossvogi á sölu.   Meira »

Rakel og Helgi Þorgils giftu sig

19.9. Rakel Halldórsdóttir og Helgi Þorgils Friðjónsson gengu í hjónaband í Hallgrímskirkju 25. ágúst.  Meira »

Best klæddu stjörnurnar á Emmy

18.9. Hvítt og fjaðrir voru áberandi á Emmy-verðlaunahátíðinni. Spænska leikkonan Penelope Cruz var með þetta tvennt á hreinu í hvítum Chanel-kjól með fjöðrum. Meira »