9 atriði sem auka ánægjuna á fyrsta stefnumóti

Fyrsta stefnumót ætti að vera hversdagslegt að mati sérfræðinga og ...
Fyrsta stefnumót ætti að vera hversdagslegt að mati sérfræðinga og ef við erum ekki með of miklar væntingar gæti stefnumótið komið verulega á óvart. Raunveruleg tenging á milli fólks er erfitt að finna ef það er of mikil framleiðsla á bak við fyrsta stefnumótið. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Stefnumótamenningin á Íslandi hefur aukist talsvert með tilstuðlan samskiptamiðla. Nú þykir ekki mikið tiltökumál að fara á stefnumót með fólki án þess að formlegur vinskapur hafi komist á fyrst. Tinder og aðrir samskiptamiðlar tengja fólk með nýjum hætti. Þess vegna er gott að minna sig á atriði sem vert er að hafa í huga til að auka ánægjuna á fyrsta stefnumóti. Greinin birtist á Bustle nýverið þar sem Julie Spira stefnumótamarkþjálfi minnir lesendur á að það getur verið ákaflega skemmtilegt að fara út og hitta fólk í staðinn fyrir að sitja heima og stara á sjónvarpið eða á símann að bíða eftir því að einhver annar taki af skarið. 

„Fyrstu stefnumót geta verið alls konar. Auðvitað er frábært ef það er þannig að þú hittir einhvern og þið smellið saman strax, en ef það gerist ekki er það ekkert mál heldur. Stefnumót eru fyrst og fremst tækifæri á að hitta og kynnast einhverjum nýjum. Að hafa gaman eða í það minnsta að læra eitthvað nýtt um okkur sjálf.“

Eftirfarandi ráð eru frá sérfræðingum í stefnumótum sem geta aðstoðað við að gera fyrstu stefnumótin þín aðeins betri.

1. Settu öryggið í öndvegi

Í hvert skiptið sem þú hittir einhvern sem þú ekki þekkir er góð hugmynd að vera varkár þegar þú ert að skipuleggja stefnumót – því það er allaf betra að vera öruggur en að sjá eftir því seinna.

„Hafið stefnumótið á almannafæri og segðu einhverjum sem þú treystir hvert þú ert að fara,“ segir Alisha Powell sambandsráðgjafi. „Ekki hika við að staðsetja þig á samfélagsmiðlum á ákveðnum stað og ef eitthvað er vertu þá viðbúin/viðbúinn að geta komið þér í burtu (þarna geturðu látið símann þinn hringja og fleira í þeim dúrnum).“

2. Hafðu fyrsta stefnumótið hversdagslegt

Fyrsta stefnumótið þarf ekki að vera eitthvað svakalega fínt eða mjög langt til að það sé gott. Í raun og veru finnur þú betur hvort um raunverulega tengingu er að ræða eftir því sem fyrsta stefnumótið er einfaldara. 

„Fyrsta stefnumótið ætti ekki að vera flókið. Það ætti að hugsast sem fyrsta tækifærið til að hitta aðila og ræða við hann/hana um lífið og tilveruna. Það er gott að hittast í hljóðlátu umhverfi svo að friður og ró sé þannig að fólk heyri vel í hvort öðru,“ segir Powell.

3. Ekki gera of miklar væntingar

Það er gott að vera jákvæður og vona hið besta, en ef við erum með of miklar væntingar getur það valdið vonbrigðum. Bestu væntingarnar er einfaldlega að þú kynnist einhverjum nýjum, þú getur beðið með áhyggjur af öllu öðru þangað til seinna. 

„Að vera maður sjálfur og að vera heiðarlegur er alltaf best. Þú vilt ekki kynnast allri lífssögu fólks strax á fyrsta stefnumóti, en þú vilt fá góða innsýn í hver hinn aðilinn er og hvert hann stefnir. Ekki setja of mikla athygli í litlu hlutina og haltu þig við stóru myndina. Þú getur alltaf hafnað öðru stefnumóti ef þér finnst vanta tengingu eða áhuga á fyrsta stefnumóti,“ segir Powell.

4. Haltu þér frá smáhjali

Það er ekki auðvelt að halda uppi samræðum við ókunnugt fólki á fyrsta stefnumóti en ef þú treystir þér að fara aðeins dýpra ofan í samtalið og sleppa öllu smáhjali, getur þú komið á raunverulegri tenginu.

„Ekki tala bara um veðrið á stefnumótinu,“ segir Caleb Backe ráðgjafi. „Þá muntu fara í gegnum fyrsta stefnumótið án þess að kynnst raunverulega þeim sem þú ert með á stefnumótinu og þarft að fara á nýtt stefnumót með sama aðila til að finna út um hlutina. Farðu bara strax ofan í saumana á því sem skiptir þig máli – hver er þessi persóna og eigið þig eitthvað sameiginlegt?“

5. Undirbúðu þig

Hugsaðu út í nokkra hluti sem þú ert að vinna að, markmið sem þú hefur sett þér og ef samtalið á fyrsta stefnumóti er að missa dampinn, nýttu þá tækifærið og talaðu um þessi atriði. 

„Ég segi alltaf mínum viðskiptavinum að undirbúa einhverjar 3 – 5 sögur, hluti eða verkefni sem þau eru að vinna í að breyta eða gera í sínu lífi,“ segir Marni Kinrys stefnumótamarkþjálfi. „Ef þú talar um markmiðin þín í lífinu ertu að segja söguna þína og upplýsa hver þú ert. Með slíkri hreinskilni færðu góða mynd af þeim sem þú deilir stefnumótinu með. Segir hann þér sína sögu? Hvað skiptir þann aðila mestu máli?“

6. Ekki gleyma þínum þörfum

Það er eðlilegt að vilja koma vel fyrir á fyrsta stefnumóti, en það þýðir samt ekki að þú gleymir sjálfri þér á stefnumótinu. Er hinn aðilinn að vekja hjá þér áhuga og aðdáun?

„Þegar fólk fer á fyrsta stefnumót vill það vanalega að hinum aðilanum líki vel við sig,“ segir Julia L. Alperovich sambandsráðgjafi. „Fólk er þá með það að markmiði að hinum aðilanum líki vel við sig og gleymir að spyrja sig: Líkar mér vel við þann sem ég er að hitta? Það sem gerist þá vanalega er að þú selur þig sem persónu fyrir hinn aðilann, en þú verður að læra að taka við því hver hinn er á móti. Ef þú ert að reyna að passa í eitthvert box sem þú hefur gefið þér fyrir stefnumótið eða skynjar að hinn aðilinn hafi áhuga á að þú sért á stefnumótinu getur þú lent í því að missa sjálfan þig í ferlinu. Settu þínar langanir í forgang, enginn annar gerir það fyrir þig.“

7. Settu mörk

Þegar þú ferð út með einhverjum sem þú hefur ekki hitt áður, er mikilvægt að þú haldir þig við þín mörk. 

„Allir eiga rétt á að setja mörk og halda sig við þau,“ segir Alperovich. „Ef þér finnst eins og það sé þrýstingur á að þú færir til mörkin þín skaltu líta á það sem vandamál. Þú átt allan rétt á því að finnast þú öruggur/örugg á stefnumóti, hvað svo sem það felur í sér. Gerðu það sem þú þarft að gera til að upplifa öryggi og ekki afsaka þig. Þeir sem passa vel við þig munu virða mörkin þín og skilja þig.“

 8. Vertu til staðar

Það er margt sem getur truflað okkur á fyrsta stefnumóti: neikvæðar hugsanir, áhyggjur um hvernig stefnumótið er að ganga, eða litlir hlutir eins og tíst í símanum. Ef þú vilt raunverulega tengingu við hinn aðilann er mikilvægt að vera andlega til staðar á stefnumótinu. 

„Fyrstu stefnumót eru full af sjálfsmeðvitund, sem getur verið mjög truflandi,“ segir Alperovich. „Klæddi ég mig á réttan hátt fyrir staðinn og stefnumótið? Er ég með mat í tönnunum? Ætli ég virki á taugum? Ætli ég sé að tala of mikið? Skoðaðu þessa hluti áður en þú ferð á stefnumótið en ekki á því. Þá getur þú sett fókusinn á hvernig þér líður með manneskjunni á stefnumótinu.“

9. Skemmtu þér vel

Það sem þú átt að setja í forgang á fyrsta stefnumóti er að þú skemmtir þér vel. Ef þú skemmtir þér vel en ekkert rómantískt gerist er það í lagi. Þú ert aldrei að eyða tímanum til einskis þegar þú ert að skemmta þér og hafa gaman.

„Ef það að fara á stefnumót er leiðinlegt fyrir þig þá áttu ekki að eyða tímanum þínum í það,“ segir Alperovich. „Kannski ertu ekki komin/kominn yfir sambandið sem þú varst í áður, eða ekki tilbúin/tilbúinn að hitta einhvern nýjan, eða þig langar bara ekki út. Þú átt ekki að fara yfir þín eigin mörk og alls ekki að pína þig á stefnumót. Stefnumót er einungis tækifæri til að kynnast einhverju nýju, það er eins konar ferli ekki kjarni. Þú getur einnig notað stefnumót til að kynnast nýjum stöðum í bænum, eignast vini, nýta tækifærið til að klæða þig upp á, eða læra nýja hluti um þig. Hvert svo sem markmiðið er, þá er það fyrir þig gert að fara á stefnumót, engan annan. Þess vegna verður þig að langa að fara og það verður að vekja áhuga þinn.“

Auðvitað getur maður fyllst ótta við það að fara á stefnumót, en um leið og þú gerir raunhæfar væntingar, ert samkvæm/samkvæmur sjálfri/sjálfum þér og gerir það sem þig langar og reynir að hafa gaman af því þá er ekkert að óttast. Hver veit nema að þú finnir ástina í þessu ferli?

mbl.is

Húsið sem Ármann færði yfir á konuna

10:00 Ármann Þorvaldsson skráði einbýlishús þeirra hjónanna, Dyngjuveg 2, á eiginkonu sína, Þórdísi Edwald árið 2011 eða 18. apríl það ár. Meira »

Var 100 kíló en keppir nú í fitness

05:32 Lilja Ingvadóttir var um 100 kg fyrir áratug þegar hún ákvað að taka sig taki. Í dag er hún á fullu að undirbúa fitnessmótið Iceland Open sem fram fer á laugardaginn. Meira »

Þurfti rútu fyrir kjólinn

Í gær, 23:59 Jennifer Lopez mætti í bleiku skrímsli á rauða dregilinn. Slóði kjólsins var svo stór að stjarnan gat ekki mætt á frumsýningu í hefðbundinni lúxusbifreið. Meira »

Bullandi stemming í ICE HOT-veislu

Í gær, 21:00 Listafólk kom saman og skemmti sér þegar opnunarhátíð norræna danstvíæringsins ICE HOT Nordic Dance Platform fór fram í Borgarleikhúsinu á miðvikudagskvöldið Meira »

Drukku í sig listina í kjallaranum

Í gær, 18:00 Á dögunum opnaði myndlistarkonan Þórdís Erla Zoëga sýninguna HARMONY í Kjallaranum, Geysi heima. Það var því fagnað í versluninni þar sem gestir og gangandi nutu listar og hönnunar með léttum veitingum. Meira »

Lærðu að farða þig eins og Kardashian

Í gær, 15:30 Nýlega tók Kim Kardashian smokey-augnförðunina alla leið og paraði brúnan varalitablýant við ásamt hlutlausum varalit.  Meira »

Henti tugum þúsunda í ruslið

Í gær, 11:46 Ebba Sig eyddi eitt sinn aðfangadagskvöldi úti í ruslageymslu við peningaleit. „Það er afar sjaldgæft að ég hjálpi við tiltekt, af því ég borða alltaf yfir mig, þannig að þetta hlaut að enda illa.“ Meira »

Rut Kára: „Svörtu-loftin stækka rýmið“

í gær Rut Káradóttir innanhússarkitekt hefur verið leiðandi í hönnun á íslenskum heimilum síðan hún kom heim úr námi frá Ítalíu fyrir meira en tveimur áratugum. Hún notar sitt eigið heimili sem tilraunastofu og segir að það sé miklu betra að selja fólki sem hún er að hanna fyrir hugmyndir þegar það getur séð hvernig hlutirnir líta út í raun og veru. Hún segir líka að það að fá innanhússarkitekt spari fólki mikla peninga. Meira »

Heimilislæknir selur rándýrt hús við sjóinn

í fyrradag Heimilislæknirinn Torbjörn Andersen og eiginkona hans, Eygló Jónsdóttir, hafa sett einbýlishús sitt við Sæbraut 17 á sölu.   Meira »

Anna Margrét og Laufey buðu í flott partí

í fyrradag Útgáfuhóf barnabókarinnar Milli svefns og Vöku eftir Önnu Margréti Björnsson og Laufeyju Jónsdóttur var haldið að viðstöddu góðmenni á Hlemmi Square síðastliðið fimmtudagskvöld. Sagt var frá bókinni sem er tileinkuð Ásu Georgíu, dóttur Önnu Margrétar, sem fékk blóm í tilefni dagsins. Meira »

Svona fer Chris Pratt að því að grennast

í fyrradag „Virkar frekar vel og ég hef misst nokur kíló nú þegar,“ sagði leikarinn Chris Pratt um föstuna sem hann er á en hann hvetur fólk til þess að kynna sér málið enn frekar. Meira »

Svona bjuggu Katrín og Pippa

12.12. Áður en Katrín gekk að eiga Vilhjálm Bretaprins bjó hún með systur sinni í notalegri íbúð í eigu foreldra þeirra í Chelsea-hverfinu í London. Meira »

Algeng hönnunarmistök í svefnherberginu

12.12. Þó að fólk geri fátt annað en að sofa í svefnherberginu ætti herbergið ekki að bíða afgangs. Listaverk og fjölbreytt lýsing er meðal þess sem ætti að fá að njóta sín í svefnherberginu líkt og í stofunni. Meira »

Æskan hefur áhrif á hjónalíf fullorðinsára

11.12. Linda Baldvinsdóttir segir að tengsl okkar við foreldra í æsku hafi miklu meiri áhrif á tengsl okkar á fullorðinsárum en við gerum okkur grein fyrir. Meira »

Í gömlum kjól af mömmu 23 árum seinna

11.12. Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar mætti í 23 ára gömlum kjól af móður sinni þegar Nóbelsverðlaunahöfum ársins 2018 var fangað í Stokkhólmi. Meira »

Snákurinn sem táknar óendanleikann

11.12. „Við erum söm við okkur að því leyti að heimur táknanna er okkur endalaus innblástur. Að þessu sinni er það Ouroboros, snákurinn sem hringar sig og bítur í skottið á sér, hann byrjar hvorki né endar. Þannig minnir Ouroboros okkur á eilífa hringrás lífs og dauða.“ Meira »

Meghan Markle mætti óvænt og sló í gegn

11.12. Meghan Markle mætti öllum að óvörum á bresku tískuverðlaunin þar sem hún veitti Claire Waight Keller verðlaun. Keller hannaði brúðarkjól hertogaynjunnar fyrr á þessu ári. Meira »

Hjónarúmið í aðalhlutverki í stofunni

11.12. Við Njálsgötu í Reykjavík hefur fjölskylda búið sér fallegt heimili. Hjónaherbergið er inni í stofunni og býr til heillandi heildarmynd. Meira »

Jólagjafir fyrir hana sem munu slá í gegn

11.12. Þegar kemur að því að velja jólagjöfina hennar er úr miklu að moða í verslunum borgarinnar um þessar mundir. Jólagjafir hafa alls konar merkingu í huga fólks. Sumir kaupa einungis lúxus um jólin en aðrir vilja vera praktískir. Meira »

Fólk ætti að vakna ekki seinna en sex

10.12. Það hljómar eins og hræðileg hugmynd að vakna klukkan sex á morgnana en rannsókn sýnir þó að fólk sem vaknar snemma er hamingjusamara. Meira »

Styrkja Kristínu Sif á erfiðum tímum

10.12. Maður Kristínar Sifjar útvarpskonu á K100 féll fyrir eigin hendi fyrr í þessum mánuði. Siggi Gunnars, dagskrárstjóri K100 og spinning-kennari, ætlar að leggja sitt af mörkum ásamt Hafdísi Björgu. Meira »