9 atriði sem auka ánægjuna á fyrsta stefnumóti

Fyrsta stefnumót ætti að vera hversdagslegt að mati sérfræðinga og ...
Fyrsta stefnumót ætti að vera hversdagslegt að mati sérfræðinga og ef við erum ekki með of miklar væntingar gæti stefnumótið komið verulega á óvart. Raunveruleg tenging á milli fólks er erfitt að finna ef það er of mikil framleiðsla á bak við fyrsta stefnumótið. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Stefnumótamenningin á Íslandi hefur aukist talsvert með tilstuðlan samskiptamiðla. Nú þykir ekki mikið tiltökumál að fara á stefnumót með fólki án þess að formlegur vinskapur hafi komist á fyrst. Tinder og aðrir samskiptamiðlar tengja fólk með nýjum hætti. Þess vegna er gott að minna sig á atriði sem vert er að hafa í huga til að auka ánægjuna á fyrsta stefnumóti. Greinin birtist á Bustle nýverið þar sem Julie Spira stefnumótamarkþjálfi minnir lesendur á að það getur verið ákaflega skemmtilegt að fara út og hitta fólk í staðinn fyrir að sitja heima og stara á sjónvarpið eða á símann að bíða eftir því að einhver annar taki af skarið. 

„Fyrstu stefnumót geta verið alls konar. Auðvitað er frábært ef það er þannig að þú hittir einhvern og þið smellið saman strax, en ef það gerist ekki er það ekkert mál heldur. Stefnumót eru fyrst og fremst tækifæri á að hitta og kynnast einhverjum nýjum. Að hafa gaman eða í það minnsta að læra eitthvað nýtt um okkur sjálf.“

Eftirfarandi ráð eru frá sérfræðingum í stefnumótum sem geta aðstoðað við að gera fyrstu stefnumótin þín aðeins betri.

1. Settu öryggið í öndvegi

Í hvert skiptið sem þú hittir einhvern sem þú ekki þekkir er góð hugmynd að vera varkár þegar þú ert að skipuleggja stefnumót – því það er allaf betra að vera öruggur en að sjá eftir því seinna.

„Hafið stefnumótið á almannafæri og segðu einhverjum sem þú treystir hvert þú ert að fara,“ segir Alisha Powell sambandsráðgjafi. „Ekki hika við að staðsetja þig á samfélagsmiðlum á ákveðnum stað og ef eitthvað er vertu þá viðbúin/viðbúinn að geta komið þér í burtu (þarna geturðu látið símann þinn hringja og fleira í þeim dúrnum).“

2. Hafðu fyrsta stefnumótið hversdagslegt

Fyrsta stefnumótið þarf ekki að vera eitthvað svakalega fínt eða mjög langt til að það sé gott. Í raun og veru finnur þú betur hvort um raunverulega tengingu er að ræða eftir því sem fyrsta stefnumótið er einfaldara. 

„Fyrsta stefnumótið ætti ekki að vera flókið. Það ætti að hugsast sem fyrsta tækifærið til að hitta aðila og ræða við hann/hana um lífið og tilveruna. Það er gott að hittast í hljóðlátu umhverfi svo að friður og ró sé þannig að fólk heyri vel í hvort öðru,“ segir Powell.

3. Ekki gera of miklar væntingar

Það er gott að vera jákvæður og vona hið besta, en ef við erum með of miklar væntingar getur það valdið vonbrigðum. Bestu væntingarnar er einfaldlega að þú kynnist einhverjum nýjum, þú getur beðið með áhyggjur af öllu öðru þangað til seinna. 

„Að vera maður sjálfur og að vera heiðarlegur er alltaf best. Þú vilt ekki kynnast allri lífssögu fólks strax á fyrsta stefnumóti, en þú vilt fá góða innsýn í hver hinn aðilinn er og hvert hann stefnir. Ekki setja of mikla athygli í litlu hlutina og haltu þig við stóru myndina. Þú getur alltaf hafnað öðru stefnumóti ef þér finnst vanta tengingu eða áhuga á fyrsta stefnumóti,“ segir Powell.

4. Haltu þér frá smáhjali

Það er ekki auðvelt að halda uppi samræðum við ókunnugt fólki á fyrsta stefnumóti en ef þú treystir þér að fara aðeins dýpra ofan í samtalið og sleppa öllu smáhjali, getur þú komið á raunverulegri tenginu.

„Ekki tala bara um veðrið á stefnumótinu,“ segir Caleb Backe ráðgjafi. „Þá muntu fara í gegnum fyrsta stefnumótið án þess að kynnst raunverulega þeim sem þú ert með á stefnumótinu og þarft að fara á nýtt stefnumót með sama aðila til að finna út um hlutina. Farðu bara strax ofan í saumana á því sem skiptir þig máli – hver er þessi persóna og eigið þig eitthvað sameiginlegt?“

5. Undirbúðu þig

Hugsaðu út í nokkra hluti sem þú ert að vinna að, markmið sem þú hefur sett þér og ef samtalið á fyrsta stefnumóti er að missa dampinn, nýttu þá tækifærið og talaðu um þessi atriði. 

„Ég segi alltaf mínum viðskiptavinum að undirbúa einhverjar 3 – 5 sögur, hluti eða verkefni sem þau eru að vinna í að breyta eða gera í sínu lífi,“ segir Marni Kinrys stefnumótamarkþjálfi. „Ef þú talar um markmiðin þín í lífinu ertu að segja söguna þína og upplýsa hver þú ert. Með slíkri hreinskilni færðu góða mynd af þeim sem þú deilir stefnumótinu með. Segir hann þér sína sögu? Hvað skiptir þann aðila mestu máli?“

6. Ekki gleyma þínum þörfum

Það er eðlilegt að vilja koma vel fyrir á fyrsta stefnumóti, en það þýðir samt ekki að þú gleymir sjálfri þér á stefnumótinu. Er hinn aðilinn að vekja hjá þér áhuga og aðdáun?

„Þegar fólk fer á fyrsta stefnumót vill það vanalega að hinum aðilanum líki vel við sig,“ segir Julia L. Alperovich sambandsráðgjafi. „Fólk er þá með það að markmiði að hinum aðilanum líki vel við sig og gleymir að spyrja sig: Líkar mér vel við þann sem ég er að hitta? Það sem gerist þá vanalega er að þú selur þig sem persónu fyrir hinn aðilann, en þú verður að læra að taka við því hver hinn er á móti. Ef þú ert að reyna að passa í eitthvert box sem þú hefur gefið þér fyrir stefnumótið eða skynjar að hinn aðilinn hafi áhuga á að þú sért á stefnumótinu getur þú lent í því að missa sjálfan þig í ferlinu. Settu þínar langanir í forgang, enginn annar gerir það fyrir þig.“

7. Settu mörk

Þegar þú ferð út með einhverjum sem þú hefur ekki hitt áður, er mikilvægt að þú haldir þig við þín mörk. 

„Allir eiga rétt á að setja mörk og halda sig við þau,“ segir Alperovich. „Ef þér finnst eins og það sé þrýstingur á að þú færir til mörkin þín skaltu líta á það sem vandamál. Þú átt allan rétt á því að finnast þú öruggur/örugg á stefnumóti, hvað svo sem það felur í sér. Gerðu það sem þú þarft að gera til að upplifa öryggi og ekki afsaka þig. Þeir sem passa vel við þig munu virða mörkin þín og skilja þig.“

 8. Vertu til staðar

Það er margt sem getur truflað okkur á fyrsta stefnumóti: neikvæðar hugsanir, áhyggjur um hvernig stefnumótið er að ganga, eða litlir hlutir eins og tíst í símanum. Ef þú vilt raunverulega tengingu við hinn aðilann er mikilvægt að vera andlega til staðar á stefnumótinu. 

„Fyrstu stefnumót eru full af sjálfsmeðvitund, sem getur verið mjög truflandi,“ segir Alperovich. „Klæddi ég mig á réttan hátt fyrir staðinn og stefnumótið? Er ég með mat í tönnunum? Ætli ég virki á taugum? Ætli ég sé að tala of mikið? Skoðaðu þessa hluti áður en þú ferð á stefnumótið en ekki á því. Þá getur þú sett fókusinn á hvernig þér líður með manneskjunni á stefnumótinu.“

9. Skemmtu þér vel

Það sem þú átt að setja í forgang á fyrsta stefnumóti er að þú skemmtir þér vel. Ef þú skemmtir þér vel en ekkert rómantískt gerist er það í lagi. Þú ert aldrei að eyða tímanum til einskis þegar þú ert að skemmta þér og hafa gaman.

„Ef það að fara á stefnumót er leiðinlegt fyrir þig þá áttu ekki að eyða tímanum þínum í það,“ segir Alperovich. „Kannski ertu ekki komin/kominn yfir sambandið sem þú varst í áður, eða ekki tilbúin/tilbúinn að hitta einhvern nýjan, eða þig langar bara ekki út. Þú átt ekki að fara yfir þín eigin mörk og alls ekki að pína þig á stefnumót. Stefnumót er einungis tækifæri til að kynnast einhverju nýju, það er eins konar ferli ekki kjarni. Þú getur einnig notað stefnumót til að kynnast nýjum stöðum í bænum, eignast vini, nýta tækifærið til að klæða þig upp á, eða læra nýja hluti um þig. Hvert svo sem markmiðið er, þá er það fyrir þig gert að fara á stefnumót, engan annan. Þess vegna verður þig að langa að fara og það verður að vekja áhuga þinn.“

Auðvitað getur maður fyllst ótta við það að fara á stefnumót, en um leið og þú gerir raunhæfar væntingar, ert samkvæm/samkvæmur sjálfri/sjálfum þér og gerir það sem þig langar og reynir að hafa gaman af því þá er ekkert að óttast. Hver veit nema að þú finnir ástina í þessu ferli?

mbl.is

Orðsporið það eina sem þú tekur með þér

05:00 Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff, sem fagnaði 90 ára afmæli á dögunum, hefur verið áberandi í FKA síðan félagið var stofnað fyrir 20 árum. Margrét er FKA-viður­kenn­ing­ar­hafi 2019 og segir hún að félagið hafi breytt mjög miklu í íslensku samfélagi og það sé dýrmætt fyrir konur að hafa gott tengslanet. Það þýði ekkert að vera á tossabekk þegar kemur að jafnréttismálum. Meira »

Svona lærir Meghan förðunartrixin

Í gær, 22:30 Meghan hertogaynja er ekkert öðruvísi en hinn venjulegi unglingur í dag og aflar sér þekkingar á Youtube.   Meira »

Aldrei heitari eftir breytt mataræði

Í gær, 18:00 „Á innan við 24 tímum breytti ég mataræði mínu og hef ekki séð eftir því. Þér líður betur, þú lítur betur út,“ sagði Simon Cowell um nýtt mataræði sitt. Meira »

Áfall að koma að unnustanum látnum

Í gær, 13:08 Kristín Sif Björgvinsdóttir boxari og útvarpskona á K100 prýðir forsíðu Vikuna. Í viðtalinu talar hún opinskátt um lát unnusta síns og barnsföður, Brynjars Berg Guðmundssonar, sem framdi sjálfsvíg í október. Hún segir í viðtalinu að hún ætli ekki að láta þessa reynslu buga sig. Meira »

Er eðlilegt að fyrrverandi gangi inn og út?

Í gær, 09:37 „Ég kynntist manni fyrir ári síðan og við stefnum á að fara að búa saman á hans heimili. Er eðlilegt að fyrrverandi konan hans gangi inn og út af heimilinu þeirra gamla þegar við erum ekki heima til að hitta krakkana sem vilja alls ekki fara til hennar?“ Meira »

Fimm skref í átt að einfaldari þvottarútínu!

í gær „Stundum líður mér eins og þvotturinn vaxi í þvottakörfunni.Ég hef oft pirrað mig á þvottinum sem fylgir stóru heimili. Reyndar var ég pirruð yfir þvottinum áður en við eignuðumst svona mörg börn.“ Meira »

Heiðruðu Margréti með stæl

í fyrradag Það var gleði og glaumur í versluninni Pfaff þegar Margrét Kristmannsdóttir framkvæmdastjóri fyrirtækisins og FKA viðurkenningarhafi 2019 tók á móti gestum og fór yfir 90 ára sögu Pfaff. Heimsóknin fór fram 9. apríl en þann dag fyrir 20 árum, eða árið 1999. Margrét er ein af prímusmótorum FKA og hefur alltaf verið hamhleypa til verka. Meira »

Gunnar og Jónína Ben. hvort í sína áttina

í fyrradag Jónína Benediktsdóttir og Gunnar Þorsteinsson oft kenndur við Krossinn eru farin hvort í sína áttina eftir að hafa verið gift í áratug. Meira »

Einhleyp í 16 ár og langar í kærasta

í fyrradag „Ég hef verið mjög lítið á „date“ markaðinum og hef í raun lítið gefið færi á mér. Mín tilfinning hefur verið sú að í þau fáu skipti sem ég hef slegið til og hitt einhvern hafa málin iðulega farið í sama farið. Ég virðist draga að mér menn sem henta ekki mínum persónuleika og eru alls ekki á sama stað og ég í lífinu.“ Meira »

Burðastu með „tilfinningalega“ þyngd

í fyrradag „Algengustu setningarnar sem ég heyri frá konum sem ég hef verið með í heilsumarkþjálfun er: „Mér var sagt að það sé næstum ómögulegt fyrir mig að grennast út af aldrinum, efnaskiptin verða svo hæg.“ „Ég get bara ekki losnað við aukakílóin síðan ég eignaðist börn og það er víst mjög algengt.” Meira »

Tók hús systur sinnar í nefið

23.4. Ofurfyrirsætan Kate Upton ákvað að koma stóru systur sinni á óvart með því að gera upp hús hennar í Flórída ásamt innanhúshönnuði. Meira »

Gefandi að hjálpa fólki að finna sér heimili

22.4. Guðbjörg Guðmundsdóttir rekur fasteignasöluna Fjölhús ásamt Thelmu Víglundsdóttur. Þær eru engir venjulegir fasteignasalar því þær taka að sér að stílisera íbúðirnar fyrir sölu. Meira »

Svona býr einn frægasti arkitekt í heimi

22.4. Einn frægasti arkitekt í heimi, Frank Gehry, flutti nýverið í nýtt hús enda níræður. Húsið er þó ekki hefðbundið frekar en annað sem Gehry kemur að. Meira »

Svona undirbýrðu húðina fyrir stóra daginn

22.4. Flestir vilja líta sem best út á brúðkaupsdaginn en gott er að byrja með góðum fyrirvara að hressa upp á húðina og hárið til að fyrirbyggja öfgar stuttu fyrir stóru stundina. Meira »

Hvað þarftu að eiga til að geta keypt?

22.4. Það getur verið snjallt að nota viðbótarlífeyrissparnaðinn til að brúa bilið í fasteignakaupum. Með smá aga og góðri yfirsýn ætti flestum að takast að spara fyrir innborgun á nokkrum árum. Meira »

Armbeygjurnar sem koma Hudson í form

22.4. Leikkonan Kate Hudson gerir armbeygjur sem fær fólk til að svitna við það eitt að horfa á hana framkvæma þær. Þjálfarinn kallar æfinguna nöðruna. Meira »

Algeng og óþægileg kynlífsvandamál

21.4. Vill hún ekki leyfa þér að sleikja píkuna eða rennur limurinn alltaf út? Ekkert vandamál er of stórt eða flókið fyrir kynlífssérfræðinginn Tracey Cox. Meira »

Öll leynitrixin í bókinni fyrir karlana

21.4. „Það er nú bara þannig að við karlarnir erum jú orðnir mun meira metro en fyrir einhverjum árum og ég vil meina að okkar metro tími hafi samt sem áður farið að kikka inn fyrir u.þ.b. 20 árum eða þegar ég var á hátindi míns hárferils.“ Meira »

Svona hefur gardínutískan þróast

21.4. Guðrún Helga Theodórsdóttir fékk sitt fyrsta starf níu ára en hún hefur allar götur síðan unnið í fjölskyldufyrirtækinu Z-brautum og gluggatjöldum. Foreldrar hennar stofnuðu fyrirtækið eftir að faðir hennar hafði gengið í hús til þess að kynna gardínukappa. Meira »

„Ég var feit sem barn“

21.4. Radhi Devlukia Shetty átti erfitt með þyngdina þegar hún var ung stúlka. Sumir eru á því að ef Dalai Lama og Oprah Winfrey hefðu átt barn væri það hún. Meira »

Vertu í þínu pínasta pússi um páskana

20.4. Óþarfi er að kaupa nýjan fatnað fyrir páskahátíðina. Fylgihlutir geta verið það eina sem þarf til.   Meira »