Þessi stjörnumerki þykja best á deitum

Það er eins gott að þú sért ekki búin/búinn að ...
Það er eins gott að þú sért ekki búin/búinn að skipuleggja rólegt stefnumót upp í sófa inn í stofu með þeim sem þú elskar í hrútsmerkinu um helgina. Hrúturinn á eftir að vera upptekin/upptekinn við vinnu. Nema að það sé eitthvað spennandi og óvænt á dagskránni um helgina. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Einn vinsælasti stjörnuspekingur veraldar, Suzan Miller, heldur úti síðunni Astrology Zone, þar sem þú getur lesið allt um stjörnumerkin og samskipti þeirra. Miller gefur góð ráð tengd stjörnumerkjum og ástinni. Augljóst þykir eftir lestur síðunnar að þeir sem fæddir eru í ljóns- og hrútsmerkinu eru einstaklega skemmtilegir á stefnumótum. Ef þú elskar einhvern í þessum merkjum er eins gott að þú lesir þetta áður en þú planar stefnumót með þeim. 

Hrúturinn (21. mars - 19. apríl) karlmaður

Ef þú ert ástfangin af karlmanni í hrútsmerkinu er eins gott að þú sért byrjuð að plana helgina. Karlmenn í þessu merki eru miklir karlmenn. Þeir vilja berjast, sækja, gera og græja og hafa fyrir hlutunum. Skilurðu hvert við erum að fara?

Ef þú ætlar að skipuleggja eitthvað spennandi fyrir hrútinn þessa helgina er sniðugt að elda sterkan mat og bjóða honum upp á til að kveikja í honum. Síðan væri gott að fara með hann á íþróttaleik, spennumynd í bíó eða á einhvern stað þar sem hann getur gargað og tekið þátt í einhverju sem heldur honum við efnið. Það er eins gott að stefnumótið endi með heitu ástríðufullu kynlífi uppi í rúmi, því hrúturinn gengur fyrir góðu kynlífi sem þarf að vera mjög reglulega á dagskránni.

Hrúturinn (21. mars - 19. apríl) kona

Ef þú ert ástfanginn af konu í hrútsmerkinu er von á skemmtilegri helgi ef þú hefur nokkra hluti hugfasta. Þú verður að muna að kona í þessu merki er einstaklega gáfuð og sterk. Hún þarf ekki á neinum að halda og þess vegna verður þú að vera góð viðbót við líf hennar. Hún er stjórnandi, hvort heldur sem er í rúminu, heima eða í vinnunni, og þarf að fá að leiða á sinn ævintýralega hátt.

Ef þú vilt fara á stefnumót með henni um helgina ættirðu að gera eitthvað með henni sem vekur kátínu og spennu. Finndu leið til að koma henni á óvart og leggðu á þig að skipuleggja stefnumótið vel. Gefðu henni ilmvatn með djúpum dramatískum tón og gerðu eitthvað mjög óvænt þegar þú ert að raka þig um helgina. Sem dæmi elska konur í hrútsmerkinu þegar karlar gera eitthvað, sem þeir eru vanir að gera, naktir. Þú byrjar og svo leiðir hún ykkur áfram. Það er það sem konur í þessu merki elska.

Ljónið (23. júlí - 22. ágúst) karlmaður

Ef þú elskar karlmann í ljónsmerkinu ertu með ástríðufullan einstakling í höndunum sem sér einungis þig. Hann vill ekki vera í samkeppni við neitt enda leggur hann mikla áherslu á gæði umfram magn. Hann er stjórnandi, í raun mikill leiðtogi á öllum sviðum lífsins.

Karlmaður í þessu merki fer ekki framhjá neinum, enda leggur hann mikið upp úr því að fólk kunni vel að meta það sem hann gerir og segir. 

Ef þú vilt gleðja ljónið þitt um helgina gætirðu sett gott kampavín í kælinn og boðið honum upp á grillaðan humar eða kavíar með. Ef þú vilt taka hann út að borða verðurðu að velja besta veitingahúsið í bænum. Það sama má segja um leikhús eða tónleika; hann skemmtir sér ekki vel nema á því allra besta í bænum.

Þegar kemur að svefnherberginu þá veit karlmaður í ljónsmerkinu fátt betra en að kenna þér eitthvað nýtt. Njóttu helgarinnar í faðmi mannsins sem hefur lagt mikið á sig í þekkingu á þessu sviði. Það mun koma þér á óvart hvað hann kann og er tilbúinn að gefa áfram til þín.

Ljónið (23. júlí - 22. ágúst) kona

Ef þú ert að leita þér að konu í ljónsmerkinu þá finnurðu hana hvar sem gæði og íburður eru. Hún er stúlkan sem lýsir upp herbergið í rándýrum fatnaði svo eftir er tekið. Hún er skemmtileg og uppátækjasöm og elskar dýra hluti. 

Áskorunin tengd konu í ljónsmerkinu er hvort þú hefur efni á henni, því hún velur gæði umfram magn og sættir sig einungis við það allra besta í lífinu.

Hún elskar leiki og ef þið eruð nýbyrjuð saman má vænta þess að hún sé að leika sér aðeins með þig. 

Ef þú vilt gera eitthvað skemmtilegt með henni þessa helgina skaltu kaupa handa henni eitthvað rándýrt og fallegt. Hugsaðu peysu í gylltum lit eða gullskart og þá ertu á réttri leið með þessa konu. Þú ferð ekki með hana á hvaða veitingahús sem er. Hún vil frekar vera heima en fara á hversdagslegan stað þegar hún hefur klætt sig upp á um helgina. Leikhús, íburðarmikið hótel úti á landi og fleira í þeim dúrnum er henni að skapi. Já og kalt og gott kampavín í upphafi kvöldsins slær alltaf í gegn hjá konum í ljónsmerkinu.

mbl.is

Græjan sem reddar á þér hárinu

17:00 Konur sem eyða miklum tíma í hárið á sér á hverjum morgni gleðjast yfir hverju tæki sem sparar tíma og gerir hárið betra. Þær sem eru vanar að slétta eða krulla á sér hárið eiga eftir að kunna að meta Inverse græjuna. Meira »

Endalausir möguleikar með einni pallettu

16:00 Nýjasta augnskuggapalletta Urban Decay nefnist Born To Run og fór hún eins og stormsveipur um förðunarheiminn en hún er loksins komin til Íslands. Meira »

Versalir Alberts og Bergþórs falir

13:03 Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson eiga örugglega merkilegustu íbúð Íslands. Að utan er húsið látlaust en þegar inn er komið er eins og þú sért kominn til Versala. Þvílíkur íburður og fegurð. Meira »

Hulda og Aðalsteinn í Módern selja höllina

12:00 Hulda Hrönn Finsen og Aðalsteinn Finsen, eigendur Módern, hafa sett sitt fallega hús í Garðabæ á sölu.   Meira »

Er konan að brjóta á maka sínum?

09:05 Gift kona segir að hún sé ekki búin að lofa konu kvænta mannsins sem hún er að reyna við neinu og skuldi henni því ekki neitt. Sama segir hún um kvænta manninn sem er að reyna við hana að hann sé ekki búinn að lofa manninum hennar neinu og þess vegna skuldi hann honum ekki neitt. Þau séu bara að brjóta á mökum sínum en ekki mökum hvors annars. Er þetta rétt? Meira »

7 ráð til að koma í veg fyrir hrotur

Í gær, 23:59 Ef þú vilt koma í veg fyrir skilnað eða að þér verði ekki boðið með í sumarbústaðarferð með vinunum er eins gott að reyna allt til þess að koma í veg fyrir hroturnar. Meira »

Tróð sér í kjólinn frá 1999

Í gær, 21:00 Sarah Michelle Geller getur huggað sig við það að passa enn í kjól sem hún klæddist á Emmy-verðlaunahátíðinni fyrir 19 árum. Meira »

Með IKEA-innréttingu á baðinu

í gær Ert þú með eins innréttingu á baðinu og Julia Roberts? Leikkonan hefur sett yndislegt hús sem hún á í Kaliforníu á leigumarkað en húsið keypti hún í fyrra. Meira »

Mamma Meghan flottari?

í gær Meghan mætti í nýrri blárri kápu með móður sína við hlið sér þegar útgáfu uppskriftarbókar sem hún gefur út var fagnað.   Meira »

Skvísupartý á Hilton

í gær Allar flottustu skvísur landsins mættu á Hilton Nordica í gærkvöldi og kynntu sér spennandi förðunar- og snyrtivörur frá vörumerkjum BOX12. Meira »

Stórglæsilegar með ör eftir bólur

í gær Margir skammast sín fyrir bólur og ör eftir þær en það er auðvitað algjör óþarfi enda kemur fegurðin innan frá.   Meira »

Ekkert kynlíf í þrjú ár en mjög ástfangin

í gær Jacob og Charlotte hafa verið saman í fjögur ár en síðustu þrjú ár hafa þau ekki stundað kynlíf og kynlíf er ekki á dagskrá hjá þeim. Meira »

Hvaða náttgalli er bestur fyrir kynlífið?

í fyrradag Í hverju þú sef­ur eða sef­ur ekki get­ur haft áhrif á kyn­lífið sem þú stund­ar. Þessi náttgalli þarf ekki að kosta mikið.   Meira »

Bjarni vill gera húsaskipti næstu vikur

19.9. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, sem steig til hliðar á meðan málefni fyrirtækisins eru skoðuð, vill ólmur gera húsaskipti fram til 31. október 2018. Meira »

Á hraðferð í rauðri leðurkápu

19.9. Anna Wintour gefur grænt ljós á síðar leðurkápur en leðurjakkar eru ekki hennar tebolli. Það gustaði af henni á götum Lundúna á tískuvikunni þar í borg. Meira »

Hvaða reglur gilda um inneignarnótur?

19.9. „Þegar ég fór að skoða innleggsnótuna betur sá ég að hún rann út í lok sumars og peningurinn minn þar með glataður. Mega búðir setja svona frest á innleggsnótur? Er þetta ekki í rauninni minn peningur?“ Meira »

Þorbjörg Helga og Hallbjörn selja höllina

19.9. Hjónin Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Hallbjörn Karlsson hafa sett sitt fallega hús við Bjarmaland í Fossvogi á sölu.   Meira »

Rakel og Helgi Þorgils giftu sig

19.9. Rakel Halldórsdóttir og Helgi Þorgils Friðjónsson gengu í hjónaband í Hallgrímskirkju 25. ágúst.  Meira »

Best klæddu stjörnurnar á Emmy

18.9. Hvítt og fjaðrir voru áberandi á Emmy-verðlaunahátíðinni. Spænska leikkonan Penelope Cruz var með þetta tvennt á hreinu í hvítum Chanel-kjól með fjöðrum. Meira »

Skúli aldrei verið flottari fimmtugur

18.9. Skúli Mogensen fagnar 50 ára afmæli í dag, 18. september. Smartland lítur hér yfir farinn veg og svo virðist sem Skúli eldist eins og gott rauðvín. Meira »

Fyrstu íslensku snyrtivörurnar í Sephora

18.9. Snyrtivörukeðjan Sephora er feykivinsæl um allan heim en nú voru þær fréttir að berast að íslenska húðvörumerkið BIOEFFECT væri nú komið í sölu í versluninni. Meira »