Þessi stjörnumerki þykja best á deitum

Það er eins gott að þú sért ekki búin/búinn að ...
Það er eins gott að þú sért ekki búin/búinn að skipuleggja rólegt stefnumót upp í sófa inn í stofu með þeim sem þú elskar í hrútsmerkinu um helgina. Hrúturinn á eftir að vera upptekin/upptekinn við vinnu. Nema að það sé eitthvað spennandi og óvænt á dagskránni um helgina. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Einn vinsælasti stjörnuspekingur veraldar, Suzan Miller, heldur úti síðunni Astrology Zone, þar sem þú getur lesið allt um stjörnumerkin og samskipti þeirra. Miller gefur góð ráð tengd stjörnumerkjum og ástinni. Augljóst þykir eftir lestur síðunnar að þeir sem fæddir eru í ljóns- og hrútsmerkinu eru einstaklega skemmtilegir á stefnumótum. Ef þú elskar einhvern í þessum merkjum er eins gott að þú lesir þetta áður en þú planar stefnumót með þeim. 

Hrúturinn (21. mars - 19. apríl) karlmaður

Ef þú ert ástfangin af karlmanni í hrútsmerkinu er eins gott að þú sért byrjuð að plana helgina. Karlmenn í þessu merki eru miklir karlmenn. Þeir vilja berjast, sækja, gera og græja og hafa fyrir hlutunum. Skilurðu hvert við erum að fara?

Ef þú ætlar að skipuleggja eitthvað spennandi fyrir hrútinn þessa helgina er sniðugt að elda sterkan mat og bjóða honum upp á til að kveikja í honum. Síðan væri gott að fara með hann á íþróttaleik, spennumynd í bíó eða á einhvern stað þar sem hann getur gargað og tekið þátt í einhverju sem heldur honum við efnið. Það er eins gott að stefnumótið endi með heitu ástríðufullu kynlífi uppi í rúmi, því hrúturinn gengur fyrir góðu kynlífi sem þarf að vera mjög reglulega á dagskránni.

Hrúturinn (21. mars - 19. apríl) kona

Ef þú ert ástfanginn af konu í hrútsmerkinu er von á skemmtilegri helgi ef þú hefur nokkra hluti hugfasta. Þú verður að muna að kona í þessu merki er einstaklega gáfuð og sterk. Hún þarf ekki á neinum að halda og þess vegna verður þú að vera góð viðbót við líf hennar. Hún er stjórnandi, hvort heldur sem er í rúminu, heima eða í vinnunni, og þarf að fá að leiða á sinn ævintýralega hátt.

Ef þú vilt fara á stefnumót með henni um helgina ættirðu að gera eitthvað með henni sem vekur kátínu og spennu. Finndu leið til að koma henni á óvart og leggðu á þig að skipuleggja stefnumótið vel. Gefðu henni ilmvatn með djúpum dramatískum tón og gerðu eitthvað mjög óvænt þegar þú ert að raka þig um helgina. Sem dæmi elska konur í hrútsmerkinu þegar karlar gera eitthvað, sem þeir eru vanir að gera, naktir. Þú byrjar og svo leiðir hún ykkur áfram. Það er það sem konur í þessu merki elska.

Ljónið (23. júlí - 22. ágúst) karlmaður

Ef þú elskar karlmann í ljónsmerkinu ertu með ástríðufullan einstakling í höndunum sem sér einungis þig. Hann vill ekki vera í samkeppni við neitt enda leggur hann mikla áherslu á gæði umfram magn. Hann er stjórnandi, í raun mikill leiðtogi á öllum sviðum lífsins.

Karlmaður í þessu merki fer ekki framhjá neinum, enda leggur hann mikið upp úr því að fólk kunni vel að meta það sem hann gerir og segir. 

Ef þú vilt gleðja ljónið þitt um helgina gætirðu sett gott kampavín í kælinn og boðið honum upp á grillaðan humar eða kavíar með. Ef þú vilt taka hann út að borða verðurðu að velja besta veitingahúsið í bænum. Það sama má segja um leikhús eða tónleika; hann skemmtir sér ekki vel nema á því allra besta í bænum.

Þegar kemur að svefnherberginu þá veit karlmaður í ljónsmerkinu fátt betra en að kenna þér eitthvað nýtt. Njóttu helgarinnar í faðmi mannsins sem hefur lagt mikið á sig í þekkingu á þessu sviði. Það mun koma þér á óvart hvað hann kann og er tilbúinn að gefa áfram til þín.

Ljónið (23. júlí - 22. ágúst) kona

Ef þú ert að leita þér að konu í ljónsmerkinu þá finnurðu hana hvar sem gæði og íburður eru. Hún er stúlkan sem lýsir upp herbergið í rándýrum fatnaði svo eftir er tekið. Hún er skemmtileg og uppátækjasöm og elskar dýra hluti. 

Áskorunin tengd konu í ljónsmerkinu er hvort þú hefur efni á henni, því hún velur gæði umfram magn og sættir sig einungis við það allra besta í lífinu.

Hún elskar leiki og ef þið eruð nýbyrjuð saman má vænta þess að hún sé að leika sér aðeins með þig. 

Ef þú vilt gera eitthvað skemmtilegt með henni þessa helgina skaltu kaupa handa henni eitthvað rándýrt og fallegt. Hugsaðu peysu í gylltum lit eða gullskart og þá ertu á réttri leið með þessa konu. Þú ferð ekki með hana á hvaða veitingahús sem er. Hún vil frekar vera heima en fara á hversdagslegan stað þegar hún hefur klætt sig upp á um helgina. Leikhús, íburðarmikið hótel úti á landi og fleira í þeim dúrnum er henni að skapi. Já og kalt og gott kampavín í upphafi kvöldsins slær alltaf í gegn hjá konum í ljónsmerkinu.

mbl.is

Komdu í veg fyrir að þykkna um jólin

09:10 „Við könnumst flest við að borða aðeins of mikið yfir jólahátíðina. Þetta einfalda ráð sem ég ætla að deila með þér í dag gæti verið lausnin til að fyrirbyggja ofát og sleppa þannig við aukakílóin og slenið sem því fylgir,“ segir Júlía. Meira »

Forsetafrúrnar flottar í tauinu

06:00 Brigitte Macron og Melania Trump hittust um síðustu helgi í sínu fínasta pússi. Sú franska var töff að vanda en frú Trump í öllu hefðbundnari klæðnaði. Meira »

Hversu oft á að stunda kynlíf?

Í gær, 23:59 Er ég að stunda nógu mikið kynlíf? Þetta er spurning sem fólk veltir fyrir sér hvort sem það er hamingjusamt eða ekki.   Meira »

Simbi framfleytti sér með glæpum

Í gær, 21:00 Sigmundur Geir Helgason, Simbi, væri líklega ekki á lífi í dag ef hann hefði ekki komist í meðferð í Hlaðgerðarkoti fyrir tæpu einu og hálfu ári. Hann framfleytti sér með glæpum um árabil. Meira »

Fóru í hjónabandsráðgjöf

Í gær, 18:00 Michelle Obama segir að hún og Barack Obama vinni í sambandi sínu og það sé eðlilegt að vilja fara frá maka sínum.   Meira »

Sagan hennar Sunnu Elvíru

Í gær, 13:45 Sunna Elvíra Þorkelsdóttir komst í fréttir í byrjun árs þegar hún féll á milli hæða á heimili sínu á Spáni 19. janúar. Hún lamaðist í slysinu og mun aldrei geta gengið aftur. Meira »

Gjörbreytti borðstofunni fyrir 40.000

Í gær, 12:27 Inga Rut Pétursdóttir fékk alveg nýja borðstofu fyrir 40.000 krónur. Hún málaði í litnum Djúpur sem er litur úr litakorti Sæju hjá Slippfélaginu. Meira »

83 milljóna útsýnisíbúð í Garðabæ

í gær Við Löngulínu í Garðabæ stendur ákaflega falleg 138 fm íbúð á besta stað við sjóinn. Íbúðin er smekklega innréttuð.   Meira »

Komst yfir sjálfsvígshuganirnar

í gær Bill Lokey segir frá reynslu sinni þegar hann var við það að taka eigið líf. Hann segir að það sé hægt að komast yfir þá reynslu. Meira »

Vill líta út eins og lifandi kynlífsdúkka

í fyrradag Transkonan Ivana er búin að fara í 20 fegrunaraðgerðir til þess að líta út eins og lifandi kynlífsdúkka. Ivana sem er 26 ára er sögð hafa eytt um 87 þúsundum punda í aðgerðirnar eða rúmlega 13 milljónum íslenskra króna. Meira »

Einfaldar leiðir til að auka tekjurnar

í fyrradag „Margir eru í þeim sporum að geta ekki aukið tekjurnar á núverandi vinnustað. Þar geta legið ýmsar ástæður að baki. Ein gæti verið sú að fyrirtækið hefur ekki bolmagn til að greiða hærri laun en þú sættir þig við núverandi launakjör í von um að bráðum komi betri tíð,“ segir Edda. Meira »

Svona æfði Jenner fyrir sýningu Victoria's Secret

í fyrradag Ofurfyrirsætan Kendall Jenner segist hafa æft vel og passað mataræðið áður en hún steig á svið fyrir Victoria's Secret.   Meira »

Gilda íslensk hjúskaparlög erlendis?

í fyrradag Ég er með spurningu sem varðar riftun hjónabands sem stofnað er til í öðru landi. Getur einstaklingur sem stofnaði til hjúskapar í öðru landi rekið skilnaðarmál á Íslandi? Málsaðstæður eru þær að viðkomandi vill ljúka hjúskap en makinn í heimalandi ekki. Meira »

Ástarsorgin dró hana í Kópavog

í fyrradag Kamilla Einarsdóttir hefur skrifað sögur alla sína ævi en langaði ekki að gefa neitt út. Eftir að bókaútgáfa sýndi verkum hennar áhuga og bauðst til að gefa bók hennar út varð til bókin Kópavogskronika. Meira »

Sjö stig tilfinninga fólks í ástarsorg

12.11. Sorg er ekki það fyrsta sem einkennir tilfinningar fólks sem er nýhætt í sambandi. Afneitun og reiði kemur á undan.   Meira »

Afmælisstuð í hámarki hjá Spektra

11.11. Ráðgjafafyrirtækið Spektra ehf. hélt upp á 5 ára afmælið sitt á dögunum og af því tilefni bauð fyrirtækið í afmælispartí í húsakynnum sínum að Laugavegi 178. Meira »

Gerðu trúboðastellinguna betri

11.11. Trúboðastellingin þarf ekki að vera leiðinleg og ætti í rauninni að vera reglulega á matseðlinum en fólk ætti ef til vill að kunna að bragðbæta hana. Meira »

Ódýrir hlutir sem gjörbreyta baðherberginu

11.11. Þegar baðherbergið er fallegt er skemmtilegra að tannbursta sig og gera aðra hluti. Það þarf ekki að gera baðherbergið fokhelt og leggja marmara á það allt til þess að gera það fallegt. Meira »

Nýjasta tískan í naglalökkum

11.11. Í vetur er flott að vera með neglur sem eru svipaðar húðlit handanna. Neglur og varir eru þá ekki í sama lit. Þetta útlit minnir á sjöunda áratug síðustu aldar. Þegar hendurnar áttu að vera hreinlegar og fínar. Með þessu útliti ber meira á hringum og fylgihlutum. Meira »

Skemmtilega innréttað í Garðabæ

11.11. Við Bjarkarás í Garðabæ stendur 143 fm íbúð sem innréttuð er á heillandi hátt. Flauelshúsgögn, stór listaverk og grófur viður er áberandi. Meira »

Sagðist ekki passa í kjóla frá Beckham

11.11. Meghan hertogaynja er mjög meðvituð um kosti og galla líkama síns. Í gömlu viðtalið segist Meghan vera með of stuttan búk til þess að klæðast kjólum frá Victoriu Beckham. Meira »
Meira píla