Þessi stjörnumerki þykja best á deitum

Það er eins gott að þú sért ekki búin/búinn að ...
Það er eins gott að þú sért ekki búin/búinn að skipuleggja rólegt stefnumót upp í sófa inn í stofu með þeim sem þú elskar í hrútsmerkinu um helgina. Hrúturinn á eftir að vera upptekin/upptekinn við vinnu. Nema að það sé eitthvað spennandi og óvænt á dagskránni um helgina. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Einn vinsælasti stjörnuspekingur veraldar, Suzan Miller, heldur úti síðunni Astrology Zone, þar sem þú getur lesið allt um stjörnumerkin og samskipti þeirra. Miller gefur góð ráð tengd stjörnumerkjum og ástinni. Augljóst þykir eftir lestur síðunnar að þeir sem fæddir eru í ljóns- og hrútsmerkinu eru einstaklega skemmtilegir á stefnumótum. Ef þú elskar einhvern í þessum merkjum er eins gott að þú lesir þetta áður en þú planar stefnumót með þeim. 

Hrúturinn (21. mars - 19. apríl) karlmaður

Ef þú ert ástfangin af karlmanni í hrútsmerkinu er eins gott að þú sért byrjuð að plana helgina. Karlmenn í þessu merki eru miklir karlmenn. Þeir vilja berjast, sækja, gera og græja og hafa fyrir hlutunum. Skilurðu hvert við erum að fara?

Ef þú ætlar að skipuleggja eitthvað spennandi fyrir hrútinn þessa helgina er sniðugt að elda sterkan mat og bjóða honum upp á til að kveikja í honum. Síðan væri gott að fara með hann á íþróttaleik, spennumynd í bíó eða á einhvern stað þar sem hann getur gargað og tekið þátt í einhverju sem heldur honum við efnið. Það er eins gott að stefnumótið endi með heitu ástríðufullu kynlífi uppi í rúmi, því hrúturinn gengur fyrir góðu kynlífi sem þarf að vera mjög reglulega á dagskránni.

Hrúturinn (21. mars - 19. apríl) kona

Ef þú ert ástfanginn af konu í hrútsmerkinu er von á skemmtilegri helgi ef þú hefur nokkra hluti hugfasta. Þú verður að muna að kona í þessu merki er einstaklega gáfuð og sterk. Hún þarf ekki á neinum að halda og þess vegna verður þú að vera góð viðbót við líf hennar. Hún er stjórnandi, hvort heldur sem er í rúminu, heima eða í vinnunni, og þarf að fá að leiða á sinn ævintýralega hátt.

Ef þú vilt fara á stefnumót með henni um helgina ættirðu að gera eitthvað með henni sem vekur kátínu og spennu. Finndu leið til að koma henni á óvart og leggðu á þig að skipuleggja stefnumótið vel. Gefðu henni ilmvatn með djúpum dramatískum tón og gerðu eitthvað mjög óvænt þegar þú ert að raka þig um helgina. Sem dæmi elska konur í hrútsmerkinu þegar karlar gera eitthvað, sem þeir eru vanir að gera, naktir. Þú byrjar og svo leiðir hún ykkur áfram. Það er það sem konur í þessu merki elska.

Ljónið (23. júlí - 22. ágúst) karlmaður

Ef þú elskar karlmann í ljónsmerkinu ertu með ástríðufullan einstakling í höndunum sem sér einungis þig. Hann vill ekki vera í samkeppni við neitt enda leggur hann mikla áherslu á gæði umfram magn. Hann er stjórnandi, í raun mikill leiðtogi á öllum sviðum lífsins.

Karlmaður í þessu merki fer ekki framhjá neinum, enda leggur hann mikið upp úr því að fólk kunni vel að meta það sem hann gerir og segir. 

Ef þú vilt gleðja ljónið þitt um helgina gætirðu sett gott kampavín í kælinn og boðið honum upp á grillaðan humar eða kavíar með. Ef þú vilt taka hann út að borða verðurðu að velja besta veitingahúsið í bænum. Það sama má segja um leikhús eða tónleika; hann skemmtir sér ekki vel nema á því allra besta í bænum.

Þegar kemur að svefnherberginu þá veit karlmaður í ljónsmerkinu fátt betra en að kenna þér eitthvað nýtt. Njóttu helgarinnar í faðmi mannsins sem hefur lagt mikið á sig í þekkingu á þessu sviði. Það mun koma þér á óvart hvað hann kann og er tilbúinn að gefa áfram til þín.

Ljónið (23. júlí - 22. ágúst) kona

Ef þú ert að leita þér að konu í ljónsmerkinu þá finnurðu hana hvar sem gæði og íburður eru. Hún er stúlkan sem lýsir upp herbergið í rándýrum fatnaði svo eftir er tekið. Hún er skemmtileg og uppátækjasöm og elskar dýra hluti. 

Áskorunin tengd konu í ljónsmerkinu er hvort þú hefur efni á henni, því hún velur gæði umfram magn og sættir sig einungis við það allra besta í lífinu.

Hún elskar leiki og ef þið eruð nýbyrjuð saman má vænta þess að hún sé að leika sér aðeins með þig. 

Ef þú vilt gera eitthvað skemmtilegt með henni þessa helgina skaltu kaupa handa henni eitthvað rándýrt og fallegt. Hugsaðu peysu í gylltum lit eða gullskart og þá ertu á réttri leið með þessa konu. Þú ferð ekki með hana á hvaða veitingahús sem er. Hún vil frekar vera heima en fara á hversdagslegan stað þegar hún hefur klætt sig upp á um helgina. Leikhús, íburðarmikið hótel úti á landi og fleira í þeim dúrnum er henni að skapi. Já og kalt og gott kampavín í upphafi kvöldsins slær alltaf í gegn hjá konum í ljónsmerkinu.

mbl.is

Mætir klukkan 04:30 í ræktina

10:00 Mel B ætlar að vera í góðu formi á tónleikum Kryddpíanna í sumar. Hún vaknar um miðja nótt til þess að mæta æfingu ef það er það sem þarf til. Meira »

Þór lærði tantra hjá jógamunkum

05:00 Þór Jóhannesson er einn vinsælasti jógakennarinn um þessar mundir. Hann er að fara af stað með námskeið í World Class á nýju ári þar sem hann kennir fólki að ná jafnvægi á hvolfi. Meira »

Ástæður þess að fólk hendir ekki drasli

Í gær, 23:24 Það er fátt vinsælla núna en að endurskipuleggja líf sitt eftir aðferðum Marie Kondo. Það getur þó reynst erfitt að einfalda lífið þegar heimilið er fullt af óþarfa hlutum sem enginn tímir að henda. Meira »

Karlmenn lýsa ótrúlegum fullnægingum

Í gær, 19:00 Einn maður fékk svo rosalega fullnægingu að hann var ófær um gang næstu 20 mínúturnar. Var kannski besta fullnægingin þín fyrir 20 árum? Meira »

Toppurinn sem tryllir allt

Í gær, 16:00 Gífurlegur aukinn áhugi á stuttum öðruvísi toppklippingum gefur í skyn að toppatískan verði í anda Berglind Festival í ár.   Meira »

Þvoði ekki hárið í mörg ár

Í gær, 14:00 „Það var ógeðslegt,“ sagði GOT-stjarnan Sophie Turner um það þegar hún mátti ekki þvo á sér hárið.   Meira »

Fröken Fix endurhannaði Rekstrarvörur

í gær Fyrirtækið Rekstrarvörur er eins og nýtt eftir að Sesselja Thorberg sem rekur fyrirtækið Fröken Fix endurhannaði húsnæði fyrirtækisins. Mesta áskorunin var að laga hljóðvistina og var það gert með risastórum sérhönnuðum loftljósum. Meira »

Léttist um 37 kg og langar í stærri brjóst

í gær „Ég er búin að missa um 37 kg að verða á einu ári og er komin í kjörþyngd. Brjóstin á mér eru orðin mjög slöpp og eiginlega eins og tómir pokar. Hvað er best að gera?“ Meira »

Fitnessdrottningin Sigga Ómars flytur

í fyrradag Fitnessdrottningin Sigríður Ómarsdóttir, eða Sigga Ómars eins og hún er kölluð, hyggst flytja en hún hefur sett íbúð sína í Kópavogi á sölu. Íbúðin er 114 fm. Meira »

Langar í kærasta og upplifir höfnun

í fyrradag „Ég hitti mann á djamminu, fórum heim saman og kannski vöknuðum saman og svo heyrði ég ekkert í honum. Þá fór ég að vera óörugg og fór að hafa samband sem ég veit að er mjög „desperate“. Hvað geri ég til að eignast kærasta? Meira »

Samtalsmeðferð er ekki skyndilausn

í fyrradag „Rannsóknir sýna að samtalsmeðferð er sú aðferð sem best hefur nýst fagaðilum til að hjálpa einstaklingum að vinna úr ýmis konar áföllum, hvort heldur sem er í parsamböndum sínum, æsku eða í raun og veru hvar sem er á lífsleið viðkomandi. Samtalsmeðferð er hins vegar ekki skyndilausn og snýst ekki um 1-2 viðtöl.“ Meira »

Benedikt mætti með dæturnar

í fyrradag Það var líf og fjör þegar einleikur Charlottu Böving, Ég dey, var frumsýndur í Borgarleikhúsinu. Benedikt Erlingsson eiginmaður Charlottu lét sig ekki vanta. Meira »

Fyrrverandi hættur að borga meðlag

18.1. „Sá sem greiðir auka meðlag hættir því án þess að láta neinn vita og án þess að sækja um niðurfellingu. Meðlagsþegi beitir innheimtuaðgerðum þar sem greiðslur berast ekki án árangurs og líða meira en tvö ár á þess að greiðslur berist. Hvað er til ráða?“ Meira »

Stjörnurnar stunda kynlíf í háloftunum

18.1. Stjörnurnar eru duglegar að stunda kynlíf í háloftunum og ekki endilega inni á klósetti eða í einkaflugvélum.   Meira »

Allt önnur 27 kílóum léttari

17.1. Óskarsverðlaunaleikkonan Kathy Bates grenntist með því að beita núvitund við matarborðið. Hún forðast líka skyndibita og óskar þess að hafa tekið sig mun fyrr á. Meira »

Koparljós og svört húsgögn setja svip

17.1. Svartar vandaðar innréttingar, falleg húsgögn og vel skipulagt rými einkenna þetta huggulega einbýli í Njarðvík.   Meira »

Fáir með öll svör við sjálfsvígum

17.1. Linda Baldvinsdóttir segir að það sé ekki gott að ráðast á Öldu Karen því fáir hafi svör við sjálfsvígum.   Meira »

Heiða Rún og Meghan mættu glerfínar

17.1. Harry og Meghan sem og Heiða Rún Sigurðardóttir létu sig ekki vanta á frumsýningu Cirque du Soleil í Royal Albert Hall.   Meira »

6 snilldarrassæfingar Önnu Eiríks

17.1. „Í þessu myndbandi sýni ég þér 6 snilldarrassæfingar sem gott er að gera með ökklalóðum (ef þú átt) til að styrkja og móta rassvöðva. Hver æfing er gerð í 60 sekúndur.“ Meira »

Ekki vera goslaus 2019

17.1. Janúar er ekki bara mánuður tiltektar og leikfimisiðkunar og ekki heldur mánuður fagurra fyrirheita og loforða um að nú verðir þú loksins upp á tíu á öllum sviðum lífsins. Janúar er mánuðurinn þar sem þú tekur til í fataskápnum og ákveður að hleypa einhverju nýju inn. Það er nefnilega bannað að vera goslaus 2019. Meira »

4 ástæður fyrir þurrki í svefnherberginu

16.1. Það getur haft þveröfug áhrif að leita nýrra leiða til þess að krydda kynlífið og gera það betra. Snjalltækjabann í svefnherberginu getur þó haft góð áhrif. Meira »