„Ég er hrædd við að stunda kynlíf“

Konan er stressuð þegar kemur að kynlífi.
Konan er stressuð þegar kemur að kynlífi. mbl.is/Thinkstockphotos

„Ég er 20 ára gömul kona í háskóla. Mig langar hræðilega mikið að vera í alvarlegu sambandi, eða einhvers konar sambandi, en ég er hrædd við að stunda kynlíf. Ég hef gert það nokkrum sinnum, en snertingar og leikir stressa mig, sérstaklega með ókunnugum. Þetta er mjög erfitt og ekki eitthvað sem ég myndi eiga frumkvæði að,“ segir ung kona og leitar ráða hjá Pamelu Stephenson Connolly, ráðgjafa The Guardian

„Ég skil ekki af hverju þetta er svona og hvað er að mér. Ég kann mjög vel við stráka, hef alltaf gert. Mig langar að hafa getuna til þess að verða ástfangin og vera innileg en ekkert virðist virka fyrir mig. Ég hélt að ef það væri maður sem gæti sýnt þolinmæði og beðið myndi það hjálpa, en það er enginn slíkur maður í mínu líf. Ég vil ekki vera samkynhneigð, eikynhneigð eða kynköld. Mig langar í ástríkt samband með karlmanni þar sem við getum lært og þroskast saman.“

Ráðgjafinn segir að konan sé að búast við of miklu af sjálfri sér auk þess sem kynlíf með ókunnugum skapi næstum því alltaf kvíða og er ekki besta aðferðin til þess að leita að maka. 

„Besta leiðin til þess að forðast þrýsting og kvíða er að kynnast einhverjum fyrst og bíða með kynlíf þangað til þig langar virkilega til og þráir hann. Hræðsla þín að vera eikynhneigð og svo framvegis er tilefnislaus. Það er heilbrigt að þrá alvarlegt samband svo hlustaðu virkilega á langanir þínar og neitaðu að beygja þig undir þrýsting vegna aldurs og menningar. Þú þarft ekki að ögra sjálfri þér til að stunda léttvægt, einfalt kynlíf strax með hverjum sem er,“ segir ráðgjafinn og mælir með að hún slaki á, taki sinn tíma, skemmti sér með fólki og fari úr partýum áður en þau breytast í kynsvall.  

Konuna langar til þess að vera náin manni í alvarlegu …
Konuna langar til þess að vera náin manni í alvarlegu sambandi. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál