Hættu að reyna að gera alla hamingjusama

Ef ég gæti gefið sjálfri mér eitt ráð þegar ég …
Ef ég gæti gefið sjálfri mér eitt ráð þegar ég var ung væri það: „Hættu að spá í að gera aðra hamingjusama,“ segir ein kona á Twitter. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Háskólaprófessorinn og rithöfundurinn Nyasha Junior spurði konur á miðjum aldri á Twitter hvaða eitt ráð þær gæfu sjálfri sér þegar þær voru tvítugar ef þær gætu. 

Svörin létu ekki standa á sér. Yfir þrjú þúsund konur svöruðu. Ráðin sem þær vildu gefa sér voru frábær og hafa ungar konur víða um heiminn tekið þessi ráð upp á sína arma.

Ráðin voru meðal annars:

„Farðu frá honum!“

„Láttu þig hverfa eftir að hann lýgur að þér í fyrsta skiptið!“

„Slæmir strákar eru ekki skemmtilegir og kynþokkafullir. Þeir eru vondir og munu særa þig á einn eða annan hátt!“

„Sparaðu meira, ferðastu meira, segðu meira nei, segðu það sem þér finnst á þeim stundum sem þú upplifir hlutina!“

„Ég er 62 ára og ég myndi segja mér að hlutirnir verða betri með aldrinum. Ég hef aldrei verið meira skapandi eða afkastameiri en akkúrat núna. Mér er meira sama um hvað öðrum finnst. Að eldast er magnað!“

„1. Vertu óhræddari við að vinna að þinni eigin hamingju. 2. Farðu í frí og taktu sætar myndir. 3. Hættu að hugsa svona mikið um karlmanninn sem þú elskar. Annaðhvort er hann þinn eða ekki. Þú getur lítið gert til að breyta því. 4. Vertu dugleg að prófa og ekki hafa áhyggjur af því að mistakast. Það versta sem getur gerst er að fólk segi nei við þig.“

„Hættu að reyna að gera alla aðra hamingjusama. Að eignast hluti er ekki ávísun á það að þú verðir hamingjusöm. Passaðu upp á peningana þína. Þó að einhver sé úr fjölskyldunni er ekki þar með sagt að þeir séu heilbrigðir.“



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál