Gáfnafar skiptir öllu í samböndum

Amal Clooney þykir afar gáfuð, ætli Goerge Clooney sé svona …
Amal Clooney þykir afar gáfuð, ætli Goerge Clooney sé svona gáfaður líka? AFP

Gáfnafar skiptir öllu máli þegar kemur að samböndum og kjósa bæði konur og karlar að skuldbinda sig maka til langtíma sem er jafngáfaður eða gáfaðri en það sjálft. Þetta kemur fram í rannsókn sem háskóli í Sidney gerði á 600 fullorðnum einstaklingum eins og Women's Health greinir frá. 

Einnig kom í ljós að gagnkynhneigðir karlmenn kjósa konur með lægri greindavísitölu en þeir sjálfir þegar kemur að styttri samböndum en bara ef þær væru fallegar. Konur voru þar ekki á sama máli en þær voru ekki hrifnar af heimskum mönnum. 

Þó svo bæði konur og karlmenn kusu að eiga maka með hærri greindavísitölu var fólk sem var mun gáfaðra talið ógnandi. 

Segja höfundar rannsóknarinnar að fólk eigi að forðast maka sem er ekki með svipaða greindarvísitölu og það sjálft ef það vill samband sem á að endast. Semsagt ekki vera með einhverjum sem þú getur ekki haldið uppi samræðum við en ekki heldur vera með einhverjum sem er sífellt að leiðrétta málfræðivillurnar þínar. 

Líkur sækir líkan heim. Kanye West og Kim Kardashian West.
Líkur sækir líkan heim. Kanye West og Kim Kardashian West. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál