Sér hræðilega eftir framhjáhaldinu

Þegar okkur líður eins og einhver annar geti gert okkur …
Þegar okkur líður eins og einhver annar geti gert okkur heil að nýju erum við að horfa fram hjá þeirri hugmynd að það er okkar verkefni að líða þannig sjálf. Ekki annarra að láta okkur líða þannig. Ljósmynd/Thinkstockphotos

El­ín­rós Lín­dal, ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafi, svar­ar spurn­ing­um les­enda. Hér fær hún bréf frá manni sem lang­ar að vinna kærustuna aftur. Hann hélt fram hjá henni með kossi. 

Hæ hæ

Ég átti kærustu í 8 mánuði og ég elskaði hana meira en allt, ég elska hana enn þá meira en allt núna tæpum þremur mánuðum eftir sambandsslit.

Ég eyðilagði sambandið með því að kyssa aðra stelpu þegar ég var undir áhrifum. Ég sagði henni ekki frá því af því ég vildi bara gleyma þessu, svo lenti ég í því að nokkrir orðrómar komu upp sem voru svo sannarlega ekki sannir en það er erfitt að berjast gegn fjölda orðróma þegar maður er sá eini sem veit sannleikann.

Ég get ekki hætt að hugsa um hana og ég var meira að segja byrjaður að skoða trúlofunarhringa og ég vildi og vil ekkert meira en að vera með henni.

Ég veit að ég hélt fram hjá, ég veit að ég gerði mistök og hún gerði einnig mistök, ekki jafn stór og mín reyndar.

Ég vil ekkert meira en að vakna við hliðina á henni og vekja hana með kossum alla daga. Hún sýndi mér hvað ást var, hún gaf mér von og hún gerði mig að þeim manni sem ég er í dag, ég þroskaðist svo mikið þegar ég var með henni og ég þrái ekkert annað en að vera með henni það sem eftir er.

Er eitthvað sem ég get gert til að vinna hana aftur?

Elínrós Líndal starfar sem einstaklings- og fjölskylduráðgjafi.
Elínrós Líndal starfar sem einstaklings- og fjölskylduráðgjafi. mbl.is/Eggert

Hæ hæ. 

Takk fyrir að senda inn bréfið. 

Verkefnið sem þú stendur frammi fyrir að mínu mati er ekki að vinna hana aftur. Heldur að finna þig. 

Leyfðu mér að útskýra: 

Ef þú vinnur að því daglega að verða besta útgáfan af þér. Að hægt sé að treysta því að það sem þú segir standir, þá muntu fá líf sem er fallegra en nokkur manneskja getur gefið þér. Líf sem þú skapar þér sjálfur. Lífið sem þú ert skapaður til að lifa. 

Ég heyri ákveðna þráhyggju hjá þér sem birtist í þeirri hugmynd að hún hafi gert þig að þeim manni sem þú ert í dag. Að hún hafi gert mistök og þú líka og að þig langi að vera með henni það sem eftir er. 

Ef þig langar raunverulega í bata þá myndi ég hringja í neyðarsíma SLAA og fá þér „sponsor“. SLAA eru samtök fyrir fólk með áskoranir á sviði ástarmála (Sex and Love Addiction). Ég er ekki að segja þetta með neinn dóm í huga, heldur hugmynd að frábæru og fallegu lífi. Sumir af þeim sem teljast til „gúrúa“ í dag hafa farið þessa leið og eru einstakir að mínu mati. Prófessor Pat Allen er kannski besta dæmið um það. 

Ef þú ert fyrir hljóðbækur myndir ég hlusta á Return to Love-bókina. 

Eins myndi ég skoða að vera í fráhaldi frá áfengi um tíma. Ef við gerum eitthvað undir áhrifum sem við myndum ekki gera edrú, er alltaf gott að skoða það.

Þú átt allt hið besta skilið. 

Þú ert skapaður til að leggja þitt inn í þennan heim. Ert pottþétt með hæfileika og hlutverk hér í þessu lífi, sem þér mun ekki ganga að vinna vel í ef þú ert með þráhyggju í samband sem ekki gekk upp.

Bati að mínu mati tengt ástarmálum er alltaf að geta farið í gott og djúpt tilfinningalegt samband. Samband þar sem báðir aðilar fá svigrúm til að vera manneskjur, gera mistök, leiðrétta sig og halda áfram. 

Að detta í sleik á djammi að mati margra er saklaust. Ég held samt að innra með þér búi maður með tilgang, maður sem þarf ekki að fixa sig á öðru fólki. Maður sem veit hvers virði hann er og hvað hann vill gera í þessu lífi. 

Gangi þér hjartanlega vel.

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent El­ín­rós spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál