Sér hræðilega eftir framhjáhaldinu

Þegar okkur líður eins og einhver annar geti gert okkur ...
Þegar okkur líður eins og einhver annar geti gert okkur heil að nýju erum við að horfa fram hjá þeirri hugmynd að það er okkar verkefni að líða þannig sjálf. Ekki annarra að láta okkur líða þannig. Ljósmynd/Thinkstockphotos

El­ín­rós Lín­dal, ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafi, svar­ar spurn­ing­um les­enda. Hér fær hún bréf frá manni sem lang­ar að vinna kærustuna aftur. Hann hélt fram hjá henni með kossi. 

Hæ hæ

Ég átti kærustu í 8 mánuði og ég elskaði hana meira en allt, ég elska hana enn þá meira en allt núna tæpum þremur mánuðum eftir sambandsslit.

Ég eyðilagði sambandið með því að kyssa aðra stelpu þegar ég var undir áhrifum. Ég sagði henni ekki frá því af því ég vildi bara gleyma þessu, svo lenti ég í því að nokkrir orðrómar komu upp sem voru svo sannarlega ekki sannir en það er erfitt að berjast gegn fjölda orðróma þegar maður er sá eini sem veit sannleikann.

Ég get ekki hætt að hugsa um hana og ég var meira að segja byrjaður að skoða trúlofunarhringa og ég vildi og vil ekkert meira en að vera með henni.

Ég veit að ég hélt fram hjá, ég veit að ég gerði mistök og hún gerði einnig mistök, ekki jafn stór og mín reyndar.

Ég vil ekkert meira en að vakna við hliðina á henni og vekja hana með kossum alla daga. Hún sýndi mér hvað ást var, hún gaf mér von og hún gerði mig að þeim manni sem ég er í dag, ég þroskaðist svo mikið þegar ég var með henni og ég þrái ekkert annað en að vera með henni það sem eftir er.

Er eitthvað sem ég get gert til að vinna hana aftur?

Elínrós Líndal starfar sem einstaklings- og fjölskylduráðgjafi.
Elínrós Líndal starfar sem einstaklings- og fjölskylduráðgjafi. mbl.is/Eggert

Hæ hæ. 

Takk fyrir að senda inn bréfið. 

Verkefnið sem þú stendur frammi fyrir að mínu mati er ekki að vinna hana aftur. Heldur að finna þig. 

Leyfðu mér að útskýra: 

Ef þú vinnur að því daglega að verða besta útgáfan af þér. Að hægt sé að treysta því að það sem þú segir standir, þá muntu fá líf sem er fallegra en nokkur manneskja getur gefið þér. Líf sem þú skapar þér sjálfur. Lífið sem þú ert skapaður til að lifa. 

Ég heyri ákveðna þráhyggju hjá þér sem birtist í þeirri hugmynd að hún hafi gert þig að þeim manni sem þú ert í dag. Að hún hafi gert mistök og þú líka og að þig langi að vera með henni það sem eftir er. 

Ef þig langar raunverulega í bata þá myndi ég hringja í neyðarsíma SLAA og fá þér „sponsor“. SLAA eru samtök fyrir fólk með áskoranir á sviði ástarmála (Sex and Love Addiction). Ég er ekki að segja þetta með neinn dóm í huga, heldur hugmynd að frábæru og fallegu lífi. Sumir af þeim sem teljast til „gúrúa“ í dag hafa farið þessa leið og eru einstakir að mínu mati. Prófessor Pat Allen er kannski besta dæmið um það. 

Ef þú ert fyrir hljóðbækur myndir ég hlusta á Return to Love-bókina. 

Eins myndi ég skoða að vera í fráhaldi frá áfengi um tíma. Ef við gerum eitthvað undir áhrifum sem við myndum ekki gera edrú, er alltaf gott að skoða það.

Þú átt allt hið besta skilið. 

Þú ert skapaður til að leggja þitt inn í þennan heim. Ert pottþétt með hæfileika og hlutverk hér í þessu lífi, sem þér mun ekki ganga að vinna vel í ef þú ert með þráhyggju í samband sem ekki gekk upp.

Bati að mínu mati tengt ástarmálum er alltaf að geta farið í gott og djúpt tilfinningalegt samband. Samband þar sem báðir aðilar fá svigrúm til að vera manneskjur, gera mistök, leiðrétta sig og halda áfram. 

Að detta í sleik á djammi að mati margra er saklaust. Ég held samt að innra með þér búi maður með tilgang, maður sem þarf ekki að fixa sig á öðru fólki. Maður sem veit hvers virði hann er og hvað hann vill gera í þessu lífi. 

Gangi þér hjartanlega vel.

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent El­ín­rós spurn­ingu HÉR. 

mbl.is

Fékk bólur þegar hún hætti á getnaðarvörn

18:00 Eiginkona Hafþórs Júlíusar, Kelsey Henson, varð óvenju slæm í húðinni þegar hún flutti til Íslands. Hún reyndi að fela bólurnar með farða sem gerði illt verra. Meira »

Pakkar niður og samgleðst Aroni Einari

14:00 Kristbjörg er að taka til og sortera en fjölskyldan flytur til Katar í sumar. Þau eru á fullu að leita að húsnæði en draumahúsið er ekki fundið. Meira »

Bergþór Pálsson „féll“ í gær

11:00 Bergþór Pálsson hefur í heilt ár hugsað mjög vel um heilsuna og gætt þess vel að vera nánast sykurlaus. Í gær féll hann.   Meira »

Íbúðir sem voru þyngri í sölu seljast betur

09:01 Aron Freyr Eiríksson, fasteignasali hjá Ási fasteignasölu, segir að fólk sækist mikið í sérbýli með aukaíbúð þessi misserin.  Meira »

Ertu að spreyja ilmvatninu rétt?

Í gær, 23:30 Nuddar þú saman úlnliðum eftir að hafa spreyjað ilmvatni á þig? Eða reynir þú að spreyja mjög miklu á einn stað til þess að láta ilminn endast á líkama þínum? Meira »

Er hægt að laga æðaslit?

í gær Ég er með æðaslit á fótleggjunum og það er mjög áberandi. Er að fara til sólarlanda í sumar og langar að láta laga þetta. Er það hægt? Meira »

Geta fundið bestu kjörin í hvelli

í gær Verðsamanburður hjá Aurbjörgu getur hjálpað notendum að spara háar fjárhæðir við sölu á fasteign og margar milljónir í afborgunum af lánum. Meira »

„Ég er ungfrú Ísland þú átt ekki séns“

í gær Alexandra Helga Ívarsdóttir unnusta Gylfa Þórs Sigurðssonar var gæsuð af fullum krafti í gær. Parið ætlar að ganga í heilagt hjónaband á Ítalíu í sumar. Meira »

Fimm hönnunarmistök í litlum íbúðum

í gær Það er enn meiri ástæða til að huga að innanhúshönnun þegar íbúðirnar eru litlar. Ekki fer alltaf saman að kaupa litla hluti í litlar íbúðir. Meira »

Er nóg að nota farða sem sólarvörn?

í gær „Ég er að reyna að passa húðina og gæta þess að fá ekki óþarfa hrukkur. Nú eru margir farðar með innbyggðu SPF 15. Er nóg að nota bara farða sem sólarvörn eða þarf ég líka að bera á mig vörn?“ Meira »

Karlmenn vilja helst kynlíf á morgnana

23.3. Klukkan sex mínútur í átta vilja karlmenn helst stunda kynlíf en ekki er hægt að segja það sama um konur.   Meira »

Eignir sem líta vel út seljast betur

23.3. Við val á fasteign er gott að skoða hversu auðvelt er að komast til og frá vinnu. Bílskúr eða kjallaraherbergi sem nýta má sem íbúðareiningu og leigja út getur létt greiðslubyrðina. Meira »

Langar að fela síma kórsystra sinna

23.3. „Ég hef sungið í kirkjukór síðan ég fór að hafa tíma til þess frá börnunum og það gefur mér mjög mikið. En mér finnst mjög óviðeigandi að sjá ungu konurnar í kórnum vera á Facebook í símunum sínum þegar presturinn er að prédika.“ Meira »

Tíu hjónabandsráð Joan Collins

23.3. Hin 85 ára gamla Joan Collins hefur verið gift fimm sinnum yfir ævina. Hún segir að eitt af lykilatriðunum þegar kemur að hamingjusömu hjónabandi sé að standa alltaf við bakið á maka sínum. Meira »

Hræðileg kynlífsreynsla karla

23.3. Kynlíf gengur ekki alltaf jafn vel fyrir sig og þaulæfð atriði á sjónvarpsskjánum. Menn hafa verið bitnir, klóraðir til blóðs og jafnvel endað uppi á spítala. Meira »

500 manna djamm – allt á útopnu

22.3. Mikil gleði og hamingja var áberandi á árshátíð Origo á dögunum. Árshátíðin fór að sjálfsögðu fram í Origo-höllinni. Um 500 manns skemmtu sér konunglega á hátíðinni sem bauð upp á mikla litadýrð enda var latín carnival þema í gangi. Meira »

Hver eru hagstæðustu húsnæðislánin?

22.3. Á að velja óverðtryggt eða verðtryggt? Er lægra veðhlutfall að skila sér í hagstæðari kjörum? Íbúðalánasjóður mun halda fræðslufundi um flókinn heim fasteignalána. Meira »

Rut hannaði í fantaflott hús á Smáraflöt

22.3. Einn eftirsóttasti innanhússarkitekt landins, Rut Káradóttir, hannaði innréttingar í glæsihús við Smáraflöt í Garðabæ.   Meira »

Sonurinn búinn að steypa sér í skuldir

22.3. Drengurinn minn var alltaf glaður, félagslegur og tók virkan þátt í daglegu líf. Svo um 17-18 ára aldur fórum við að taka eftir breytingum á honum. Um þetta sama leyti byrjar hann að spila póker á netinu og fyrst til að byrja með sagði hann okkur frá þessu. Meira »

Svona forðastu stress og áhyggjur

22.3. Karitas Sveinsdóttir, innanhússhönnuður og eigandi HAF STORE og HAF STUDIO, segir bjarta liti vinsæla um þessar mundir. Hún segir alltaf í tísku að þiggja aðstoð fyrir fermingar og fólk ætti að sama skapi að forðast stress. Meira »

Náttúrulegar töfraolíur sem umbylta

21.3. Margar af þekktustu fyrirsætum heims nota RAAW by Trice-vörurnar. Flestir mæla með Bláu töfradropunum sem virka einstaklega vel á ójafna húð og bólur. Þeir sem eru gjarnir á að fá bólur sem og þeir sem eru með feita húð mæla sérstaklega vel með dropunum. Meira »