„Mamma er heltekin af útlitinu“

Sumir fara í ræktina til að fá útrás eftir skilnað. …
Sumir fara í ræktina til að fá útrás eftir skilnað. Margir leita sér faglegrar aðstoðar við að fóta sig áfram í lífinu. Að fá líkamlega útrás getur fært fólki vellíðan. mbl.is/Thinkstockphotos

El­ín­rós Lín­dal, ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafi, svar­ar spurn­ing­um les­enda. Hér fær hún bréf frá ungri konu sem býr heima hjá nýfráskilinni móður sinni sem fer yfir mörkin hennar og virðist jafnvel afbrýðisöm út í dóttur sína.

Kæra Elínrós.

Mig langar til að bera undir þig vandamál sem ég á erfitt með að leysa. Þannig er að ég á mömmu sem á erfitt með að sætta sig við aldurinn. Ég bý enn þá heima. Hún og pabbi eru nýskilin og mamma hefur brugðist við með endalausri líkamsrækt. Hún er heltekin af eigin líkamsþyngd, stelur fötunum mínum og snyrtivörunum og skiptir sér í tíma og ótíma af því hvernig ég lít út, hvað ég geri og hverjum ég sef hjá. Mér þykir vænt um mömmu mína, en samband okkar hefur versnað, hún veður yfir mig og stundum held ég að hún sé afbrýðisöm út í mig.

Hvað á ég að gera?

Kveðja B

Elínrós Líndal starfar sem einstaklings- og fjölskylduráðgjafi.
Elínrós Líndal starfar sem einstaklings- og fjölskylduráðgjafi. mbl.is/Eggert

Sæl B.

Er veröldin ekki bara að gefa þér góða æfingu í að setja kærleiksrík mörk?

Nú á ég erfitt með að átta mig á hvað þú ert gömul, en af því þú segir að þú búir enn þá heima, geri ég ráð fyrir að sumir jafnaldra þinna séu fluttir út. 

Þegar kemur að því að setja mörk þá er alltaf erfiðast að gera það við þá sem maður á eitthvað undir með. Meðvirkni getur stundum virkað eins og góðsemi, en þegar maður skoðar það nánar, þá er oftar en ekki einhver önnur skýring fyrir því að maður virkar betur með öðrum en sjálfum sér. 

Skilnaður foreldra þinna er án efa að hafa mikil áhrif á þig. Það er eðlilegt. Skilnaður hefur einnig mjög mikil áhrif á foreldra þína, ég heyri að mamma þín er á þeim stað að hún er að leggja mikla áherslu á að finna sig og sem stendur gæti verið að sjálfsvirðing hennar sé fólgin í útlitinu. Eins getur verið að hún sé að leita leiða til að fá útrás í ræktinni. Það er örugglega ekki versti staðurinn að vera á fyrir hana. 

Hvað kanntu að meta við mömmu þína? Hvað gerir hún vel og fallega? Hverju ertu stolt af tengt henni?

Siðan er ég með áhugaverðar hugleiðingar til þín:

Hvað ertu ánægð með hjá þér? Hver viltu verða í framtíðinni? Hverju hefur þú áhuga á? Ertu búin að plana þín næstu skref?

Þátttaka ungs fólks á heimilinu er eitt mikilvægasta verkefnið í að treysta sér að taka næstu skref. Ef þú kannt hlutina sjálf muntu finna þann tíma koma að þú verður tilbúin að taka næsta skref.

Varðandi að setja henni mörk getur þú gert það á fallegan hátt með því að mæta inn í samtöl við hana. Best er að gera það í ró og friði. Þú getur sem dæmi pantað tíma með henni og sagt henni plönin þín fyrst. Síðan getur þú pantað annan tíma með henni og sagt henni hvað þú kunnir að meta í fari hennar og hvort það sé eitthvað sem hana langi að segja við þig tengt þinni framkomu.

Þá getur þú talað við hana um mörkin þín. Ekki dæma hana, reyndu bara að taka ábyrgð á því að þetta sé verkefni sem þig langi í. Þá getur þú nefnt við hana að þig langi til að hún biðji um leyfi ef hún ætlar að nota fötin þín, snyrtivörur o.s.frv. Vil hún fá þig með sér að kaupa fatnað á hana? Það gæti orðið skemmtileg mæðgnastund. 

Eins er fallegt að þú segir henni þá bara staðinn sem þú ert á. Hvað gerir þú á hverjum degi sem eru þín sjálfsvirðingarverkefni (topphegðun). Lærir, vinnur, hittir vini o.s.frv. Svo gæti verið gott að minnast á hluti sem þú ert að forðast að gera (botnhegðun). Þá skilur hún betur ákvarðanir þínar í strákamálum. Ef þú er að ástunda botnhegðun sjálf tengt strákum gæti verið ágætt að ræða við hana um það. Hún öðlast þá meiri skilning á því og getur farið úr að dæma í að veita stuðning. 

Það hvernig foreldrar okkar tala við okkur er framlenging af innri rödd þeirra. Ef þau eru dómhörð og ávítandi tala þau þannig við sjálf sig. Ef þau eru mjúk og falleg við okkur er það þeirra innri rödd við sig. 

Kannski getur góður ráðgjafi aðstoðað þig við að vinna úr skilnaði foreldra þinna, skoðað með þér hvað þú ert að hugsa og fleira í þeim dúrnum.

Að mínu mati erum við það sem við hugsum. Það borgar sig að fjárfesta í því að vera með höfuðið fullt af góðum hugmyndum.

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent El­ín­rós spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál