Þetta ljúga konur um í kynlífi

Eruð þið að segja satt?
Eruð þið að segja satt? mbl.is/Thinkstockphotos

Það borgar sig oftast að segja satt, líka í kynlífinu. Men's Health greinir frá könnun þar sem heiðarleiki í svefnherberginu var skoðaður og kom í ljós að fullnæging í kynlífi er ekki endilega það sem fólk lýgur til um. Rétt er að taka fram að langflestir vildu heyra sannleikann þó svo það myndi særa tilfinningar þeirra. 

Kynórar var það sem fólk laug aðallega til um eða 40 prósent kvenna og 45 prósent karla. Var næstum því helmingurinn sem tók þátt hræddur við að greina bólfélaga sínum frá draumum og þrám í svefnherberginu. 

Þegar niðurstöður um heiðarleika kvenna í svefnherberginu eru skoðaðar nánar kemur í ljós að 35 prósent þeirra voru ekki til í að ræða kynferðislegar þarfir sínar og rúmlega 20 prósent voru ekki heiðarlegar hvað varðar fjölda rekkjunauta. Tæp 13 prósent kvenna sögðu ekki satt þegar kom að uppáhaldsstellingunni. 

Svo er spurning hvort sumt megi ekki bara liggja á milli hluta. Fjöldi kvenna eða 16,4 prósent sögðu ekki satt þegar kom að útliti bólfélaga sinna. Rúmlega sjö prósent sögðu ekki satt þegar kom að lögun kynfæra sömu aðila. 

mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál