Skrítnir hlutir sem gerast eftir fullnægingu

Sumir fá höfuðverk eftir kynlíf.
Sumir fá höfuðverk eftir kynlíf.

Það gerist ýmislegt í líkamanum þegar við stundum kynlíf og þá sérstaklega þegar við fáum fullnægingu. Fyrir utan það að upplifa alsælu geta alls konar aðrir skrítnir hlutir gerst. 

Höfuðverkur

Margir fá höfuðverk stuttu eftir að þeir fá fullnægingu og getur hann varað í allt frá nokkrum mínútum upp í marga daga. Allir geta fengið höfuðverk eftir fullnægingu en það er algengara hjá körlum og hjá þeim sem þjást af mígreni. Það er þó ekki alveg vitað af hverju það gerist, en einn möguleikinn er að allt adrenalínið sem fer í gegnum líkamann valdi því. 

Við hnerrum

Það er kannski ekki mjög kynþokkafullt að hnerra stuttu eftir að fullnægingu hefur verið náð, en það kemur fyrir marga samt sem áður. Það er ekki vitað af hverju það gerist, en læknar telja að það gæti tengst ósjálfráða taugakerfinu sem stýrir hnerrum.

Sjálfti í fæturna

Að fá skjálfta í fæturna er kannski eðlilegasti hluturinn af þessum hlutum. Við skjálfum þó ekki af því að við tókum svo mikið á því í kynlífinu heldur vegna þess við kynlíf eykst spenna í öllum vöðvum líkamans, þegar við fáum fullnægingu losnar um spennuna og við finnum fyrir skjálfta. 

Margir hnerra stuttu eftir fullnægingu.
Margir hnerra stuttu eftir fullnægingu. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is