Gerir þú þessi mistök í þínu sambandi?

Margir gera þessi mistök í sambandi.
Margir gera þessi mistök í sambandi. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Fólk sem hefur verið í sambandi í langan tíma á það oft til að falla í sömu gildrurnar. Sama hversu einstök við teljum okkur vera þá má sjá mynstur hjá fólki í samböndum og iðulega koma upp sömu mistökin sem fólk gerir.

Hilda Burke, sáfræðingur og sambandsráðgjafi og Gurpeet Singh sambandsráðgjafi Relate deildu sex mistökum sem fólk gerir í samböndum og má fyrirbyggja að gera sömu mistökin aftur og aftur.

Hlusta ekki á hvort annað

Samskipti eru mikilvægasti hluturinn í sambandi. Með því að veita því athygli hvernig samskipti þú átt við maka þinn getur þú sloppið við að gera úlfalda úr mýflug. „Fólk er svo upptekið við að koma sínum skilaboðum til skila að það gleymir að hlusta á það sem maki þeirra segja. Og jafnvel þó manneskjan sé að hlusta þá gefur hún ekki til kynna að hún hafi heyrt það sem maki þess sagði,“ segir Singh. „Lærðu að hlusta og láttu maka þinn vita að þú hafir meðtekið það sem hann sagði,“ segir Singh.

Gömul óleyst rifrildi


Sum pör eiga margra ára gömul rifrildi á lager sem eru enn óleyst. „Það sem ég hef lært sem ráðgjafi er að það sem pirrar okkur við maka okkar er mjög oft eitthvað gamalt óleyst vandamál sem við drögum aftur úr fortíðinni,“ segir Burke. Hún tekur dæmi um konu sem á kærasta sem er ítrekað nokkrar mínútur of seinn allt sem hann fer. Það særði konuna og henni fannst það vera óvirðing við hana. Seinna kom svo í ljós að pabbi hennar var alltaf seinn að sækja hana þegar hún var barn og olli henni miklum vonbrigðum.

Treysta á hvort annað fyrir hamingju


Að trúa því að maki þinn beri ábyrgð á þinni hamingju getur valdið vonbrigðum. „Mörg pör glíma við þetta, ef maki þeirra gæti bara tekið sig saman í andlitinu og axlað ábyrgð, þá verða þau loksins hamingjusöm. Í báðum tilvikum treysta manneskjurnar á einhvern annan til að veita þeim hamingju,“ segir Burke. Hún bætir við að hver og einn á að taka eigin á sinni eigin hamingju, í sambandinu og fyrir utan það.

Ein stærsta áskorun lífsins er að fara úr því að …
Ein stærsta áskorun lífsins er að fara úr því að vera par, yfir í að vera fjölskylda.

Taka börnin fram yfir samband ykkar


Breytingin frá því að vera par yfir í að vera þriggja eða jafnvel fjögra manna fjölskylda er ein af stærstu áskorununum í lífinu. „Mörg pör segja að þegar þau fóru úr því að vera par yfir í að vera fjölskylda að þá hafi þau byrjað að vaxa í sundur. Þeim fannst réttara að taka barnið fram yfir sambandi. Það er mikilvægt að par haldi áfram að búa til tíma fyrir sig sjálf eftir að þau eignast börn. Börn vaxa úr grasi og verða fullorðin og fara frá ykkur. Hlutverk foreldra er að styðja við börnin. Með því að leggja alla áhersluna á börnin og gleyma hvort öðru verður sambandið mjög innantómt og ólíklegt til að endast eftir að börnin eru vaxin úr grasi,“ segir Burke.

Vaxa í sundur frekar en að vaxa saman


Breytingar eiga sér stað í gegnum allt lífið og eftir því sem tíminn líður breytast sambönd. „Ef þið teiknið línu í sömu áttina er það flott. En ef þið teiknið línur í sitt hvora áttina geta vandkvæði bankað á dyrnar. Ef þið gerið þetta í langan tíma þá munuð þið vaxa í sundur sama hvað,“ segir Singh. Hann bætir við að stundum vex fólk svo langt í sundur að það þekkir varla maka sinn.

Horfa fram hjá því jákvæða


Margir horfa bara á það neikvæða í sambandinu og einblína á það sem þeir vilja breyta í fari maka síns. Samkvæmt Burke er það góð leið að átta sig á því að það er eitthvað að í sambandinu og taka skref til baka til að reyna að laga það. Á þeirri vegferð hættir okkur samt oft til þess að einblína bara á slæmu hlutina og við gleymum því góða. Það þarf líka að vera þakklátur fyrir það sem maður hefur og sýna þakklæti sitt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál