Skipuleggðu þig fyrir kynlíf

Hvað á ég að kaupa í matinn fyrir helgina?
Hvað á ég að kaupa í matinn fyrir helgina?

Einhverjir kannast kannski við það vera komnir af stað í svefnherberginu, en ná ekki að einbeita sér algjörlega að því sem þeir eru gera. Smátt og smátt fjarar loginn út og þú ert byrjaður að gera innkaupalista fyrir vikuna í huganum eða hugsa hvað þarft að gera áður en tengdaforeldrarnir koma í heimsókn um helgina, á meðan þú stundar kynlíf.

Kynlíf er ekki jafn ánægjulegt ef þú ert ekki með alla athyglina á staðnum til þess að njóta þín, því það er jú það sem þetta snýst um, að njóta. 

Sérfræðingar mæla því með að gera minnislista áður en allt fer á fulla ferð í svefnherberginu. Einfaldur listi nægir, til dæmis að fara í búð eða skúra í stofunni. Þá getur þú lagt allar þínar áhyggjur og hugsanir til hliðar, og notið kynlífsins til fulls. Þetta á reyndar líka við flestallt annað sem þú þarft að nota alla þína athygli í. Einfalt og skrítið, en það gæti svínvirkað.

Prófaðu að gera minnislista áður en þú stundar kynlíf.
Prófaðu að gera minnislista áður en þú stundar kynlíf. mbl.is/Getty Images
mbl.is