Fyrrverandi vill kynlíf en hvað með kærastann?

Konan hugsar um kynlíf með fyrrverandi kærasta sínum.
Konan hugsar um kynlíf með fyrrverandi kærasta sínum. mbl.is/Thinkstockphotos

„Minn fyrrverandi spurði hvort ég vildi hitta hann og stunda kynlíf með honum. Ég veit ekki hvað ég á að gera þar sem ég á kærasta. Við hættum saman fyrir tveimur árum vegna þess að sambandið var staðnað en ég veit að hann hefur aldrei hætt að elska mig. Ég er 27 ára og minn fyrrverandi er þrítugur. Hann sendi mér skilaboð fyrir um mánuði og sagðist hafa lent í mótorhjólaslysi og mér fannst ég þurfa að athuga hvort það væri í lagi með hann. Hann hringdi svo í mig þegar hann útskrifaðist af spítalanum og ég fór heim til hans. Ekkert gerðist á milli okkar, við vorum bara fyrir utan og reyktum sígarettu saman og hann virtist vera öðruvísi en á góðan hátt. „Ég hef saknað þín. Værir þú til í að koma til mín einhvern tímann og eyða með mér nótt?“ sagði hann svo. Ég væri meira en til í það en ég á kærasta sem er 29 ára,“ skrifað kona í klemmu og leitaði ráða hjá Deidre, ráðgjafa The Sun

Ráðgjafinn sagði að ef hún elskaði núverandi kærasta sinn þá myndi hún segja nei. 

„Við lítum oft á gömlu samböndin okkar í gegnum rósrauð gleraugu. Einbeittu þér að núverandi sambandi þínu en ef þú heldur áfram að hugsa um gamla kærastann þá gæti verið að núverandi kærasti þinn sé ekki heldur rétti maðurinn fyrir þig.“

Á konan að hætta sér í bólið með gamla kærastanum?
Á konan að hætta sér í bólið með gamla kærastanum? mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is