Þetta er ein vinsælasta helgin til að hætta saman

Algengt er að fólk hætti saman á vormánuðum.
Algengt er að fólk hætti saman á vormánuðum. Ljósmynd / Getty Images

Fólk hættir saman á hverjum einasta degi ársins. Þó að hvert samband og sambandsslit séu einstök þá hefur myndast ákveðið mynstur í því hvenær fólk hættir í ástarsambandi. 

Vinsælasti tími ársins er í kringum 11. desember eða um tveimur vikum fyrir jól. Næstvinsælasti tíminn til að hætta saman er nú á vormánuðum og hefst með síðustu helginni í febrúar. 

Þá er nógu langt liðið frá jólum og áramótum en síðast en ekki síst Valentínusardeginum. Við vitum kannski ekki nákvæmlega af hverju fólk hættir saman en vorið virðist vera góður tími til að hefja nýtt tímabil í lífi sínu. Sambandsslitum að vori má líkja við einskonar vorhreingerningu þar sem fólk sópar ruslinu út og þurrkar af. 

Fólk sem er ný komið úr sambandi á það til að vera duglegt að fara í ræktina og kaupa sér ný föt sem er hinn fullkomni undirbúningur fyrir sumarið. 

Það er gott að hreinsa til fyrir sumarið.
Það er gott að hreinsa til fyrir sumarið. Ljósmynd / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál