Hversu oft stundar fólk sem býr saman kynlíf?

Hversu oft er eðlilegt?
Hversu oft er eðlilegt? mbl.is/Thinkstockphotos

Hversu oft á að stunda kynlíf? Hversu oft er eðlilegt? Þetta eru spurningar sem mörg pör spyrja sig en oft er fátt um svör. Miðað við svör á Reddit-þræði sem Women's Health greinir frá er ekkert eitt svar rétt. 

Maður nokkur sagði að hann og konan hans stunduðu stundum ekki kynlíf í þrjár vikur og áttaði sig ekki á því. Aðrar vikur stunduðu þau kannski kynlíf tvisvar á dag. Hann sagði það allt fara eftir dögum. 

Netverji sagðist stunda kynlíf tvisvar í viku. Þegar hann var barnlaus og á þrítugsaldri stundaði hann mun oftar kynlíf. 

Annar viðurkenndi að detta í rútínu þegar kynlíf væri annars vegar. Sagðist netverjinn stundum ekki stunda kynlíf í tvær vikur en þegar hann áttaði sig á því hefði hann orðið kvíðinn. 

Giftur netverji sagði ekkert vera eðlilegt og hjónaband, börn og lífið sjálft gæti verið flókið. Sagðist netverjinn stundum ekki stunda kynlíf í nokkrar vikur en aðrar vikur stundaði hann kynlíf oft í viku. Bendir hann á að öll hjónabönd gangi í gegnum ákveðin tímabil. 

Kvæntur maður sagðist eiga samfarir með konu sinni um það bil einu sinni í viku. Hjónin keluðu þó allt að fjórum sinnum í viku. 

Maður sem hefur búið með kærustu sinni til þriggja ára í eitt ár sagðist stunda kynlíf fimm sinnum í viku með kærustunni. Sagði hann þau með mikla kynhvöt og lykillinn væri að prófa nýja hluti. 

Einn netverji sagði unnustu sína bara vilja stunda kynlíf einu sinni á tveggja vikna fresti. Hefur parið oft ekki stundað kynlíf í þrjár eða fjórar vikur en parið hefur búið saman í tvö ár. 

„Stundum einu sinni til þrisvar á dag og stundum tvær vikur án kynlífs af því vikurnar líða hratt,“ sagði einn hreinskilinn. 

Kona á þrítugsaldri sem hefur búið með eiginmanni sínum í tvö og hálft ár sagðist vera með meiri kynhvöt en kærastinn. Sagði hún þau hafa vanið sig á að stunda kynlíf einu sinni til þrisvar í viku. 

Einn netverji sagði það fara mikið eftir því hversu mikið væri að gera hjá sér og kærustunni. Stundum gerðu þau það annan hvern dag en stundum einu sinni í viku.

Það er misjafnt hversu oft fólk stundar kynlíf.
Það er misjafnt hversu oft fólk stundar kynlíf. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is