Nýjungar í kynlífstækja heiminum

Gerður Huld Arinbjarnardóttir segir frá nýjustu tækjunum í kynlífstækjaheiminum.
Gerður Huld Arinbjarnardóttir segir frá nýjustu tækjunum í kynlífstækjaheiminum.

„Árið 2020 er frábrugðið síðustu árum í þróun á kynlífstækjum en síðan árið 2016 hefur aðal áhersla á þróun kynlífstækja legið í sýndarveruleika og herra vörum svo sem kynlífsdúkkum og rúnk múffum. Við finnum þó að stærstu merkinn á markaðnum eru að taka U-beygju og eru flest að koma með heilar vörulínur sem er stjórnað með appi,“ segir Gerður Huld Arinbjarnardóttir, eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush í viðtali við mbl.is. 

Gerður segir að heimsfaraldurinn hafi sett sitt mark á kynlífstækjamarkaðinn og taki hann nú mið af þörfum para sem hafa þurft að vera aðskilin í lengri tíma áður. Kynlífstækjafyrirtækin hafa þannig séð tækifæri til þess að framleiða tæki sem hægt er að stjórna með appi hvaðanæva að úr heiminum. 

„Öppin bjóða upp á mismunandi möguleika, sum eru það tæknileg að hægt er að hringja myndsímtal og senda radd skilaboð inn i appinu sem auðveldar fólki en frekar að eiga stund saman í gegnum tæknina. En öll bjóða þau upp á þann möguleika að hægt er að kveikja/slökkva og skrifta um stillingar á tækinu með símanum. 

Það er þó ekki auðvelt að búa til slíkt app, því það þarf að gæta að fylgsta öryggi svo að efni eða upplýsingar séu órekjanlegar og eru öppin unnin þannig að allar upplýsingar eyðist jafn óðum, svo sem myndefni og skilaboð,“ segir Gerður. 

Hún segir að snjalltæki hafi verið einstaklega vinsæl síðustu vikurnar hjá Blush.is og þær vörur sem stjórnað er með appi hafi selst margfalt meira en áður. 

„Það nýjasta sem hefur ekki verið til áður eru snjall sogtæki. Sogtæki eru hugsuð til að örva snípinn með léttu sogi og djúpum titring og er í dag með vinsælustu vörunum sem við seljum, en nú innan fárra vikna verður hægt að fá sogtæki sem þú getur stjórnað með appi. 

Öll snjalltæki bjóða upp á að hægt sé að stjórna þeim á tækinu sjálfu, svo appið er einungis skemmtileg viðbót sem hægt er að nýta þegar við á, en ekki nauðsynlegt að nota það til að njóta tækisins.“

Gerður segir að henni finnist þetta mjög spennandi og hugsar að þetta verði vinsælt hjá pörum til að krydda kynlífið, sama hvort þau séu í sama landinu eða ekki. 

mbl.is