Hnyttin tilsvör við typpamyndum

Stundum senda karlar myndir af kynfærum sínum.
Stundum senda karlar myndir af kynfærum sínum. AFP

Það hefur færst í aukana með tilkomu snjallsímans og breyttum samskiptaháttum að konur hafa fengið sendar typpamyndir í óþökk sinni. Sumar konur kjósa að loka á sendandann en aðrar svara til baka.

Vefmiðillinn The Sun tók saman nokkur hnyttin tilsvör sem konur hafa notast þegar þær fá sendar óvelkomnar typpamyndir. 

„Hmm...ég hef aldrei séð neitt í líkingu við þetta. Er allt í lagi með þig?“

„Mitt er stærra.“

„Er þetta typpi á barni? Það er ekki í lagi. Ég ætla að tilkynna þig!“

„Ó þetta lítur undarlega út. Hvað sagði læknirinn?“

„Æ, en krúttlegt!“

mbl.is