Fann kærastann áður en hún léttist

Rebel Wilson og Jacob Busch kynntust áður en Wilson tók …
Rebel Wilson og Jacob Busch kynntust áður en Wilson tók heilsuna í gegn. skjáskot/Instagram

Leikkonan Rebel Wilson segir að hún hafi fundið kærastann sinn Jacob Busch áður en hún hóf heilsuárið sitt mikla. Wilson sýndi þó aðeins kærastann fyrst í september á þessu ári og því héldu margir að sambandið væri nýtt. 

Wilson var í beinni útsendingu á instagramsíðu sinni í gærkvöldi. Þar ræddi hún um heilsuárið og hvernig hún setti heilsuna í forgang. 

„Einhver er að spyrja mig hvort „heiti gaurinn á instagramminu mínu sé kærastinn minn“. Já, það er rétt. Honum finnst gott að halda hlutunum fyrir sig, þannig að ég ætla ekki að segja of mikið. En ég skal segja ykkur að við kynntumst áður en ég hóf þetta heilsuferðalag. Það sýnir ykkur stelpur: þið þurfið ekki að vera í ákveðinni stærð til að eignast kærasta,“ sagði Wilson. 

Busch er hluti af Anheuser-Busch-fjölskyldunni sem er einn stærsti bjórframleiðandi í heimi. Þau eru sögð eiga vel saman og þetta sé fyrsti kærasti Wilson sem finnst sér ekki ógnað af auðæfum hennar og velgengni. 

Þau sýndu fyrst myndir hvort af öðru í september og hafa síðan deilt fjölda mynda. Þeir sem þekkja til segja að Busch hafi mikinn áhuga á heilsu og þau hvetji hvort annað áfram í hreyfingu og hollu mataræði.

Rebel Wilson.
Rebel Wilson. Skjáskot/Instagram
mbl.is